þriðjudagur, janúar 31, 2006

Íslenskuskólinn byrjaður aftur..

Góða kvöldið, góðir hálsar...
Já þá er þessi þriðjudagur senn á enda... Strákarnir báðir komnir í bælið og ró og friður í kotinu okkar :-)
Annars var bara skóli hjá Oliver í morgun sem var bara fínt, samt voru allir vaknaðir þvílíkt hressir og kátir áður en Oliver fór í skólan, svo Gamli og Kriss skutluðust með Oliver... Eftir skutlið fórum við hin á smá rúnt að sækja eitthvað drasl fyrir vinnuna hans Pabba og jú að opna bankareikning fyrir strákana hérna úti en við höfðum ekki komið okkur í það ennþá... Svo var smá skreppur í IKEA en Ma vildi endilega fá ramma utan um teikningarnar hans Olivers.. Svo sóttum við Oliver í skólan og vorum á smá hlaupum, drifum okkur heim og fengum okkur hádegismat áður en Oliver var skutlaði í Íslenskuskólan (en það er sko alltaf bara gaman í honum, enda fullt af strákum þar til að leika við, en í enda tímans fara krakkarnir allir saman út að leika sér, bara gaman)... En á meðan Oliver var í skólanum fór Gamla settið með Kriss í göngutúr en Kriss skilur ekkert í því af hverju hann getur ekki farið í Íslenskuskólan líka (jú jú hann er alveg 5 ára ekki málið).. Enda veðrið bara alveg yndislegt hjá okkur, já sól og allt saman, enda er hann Kriss vissum að hann eigi afmæli bráðum þar sem hann á afmæli um sumarið og jú jú hann sér reglulega sól... Ekki mikið mál, bara ef lífið væri svona einfalt :-)
Svo var Oliver sóttur og þá var það heimanámið sem beið en það er alveg heimanám þó svo það sé íslenskuskóli....
Eftir lærdóminn voru það bara róleg heit.. Og þeir bræður óvenju stilltir veit ekki hvað er að gerast hér á heimilinu en þeir eru oftast eins og ljós þegar karlinn er að heiman... En ég get ekkert kvartað....
Svo er það LANGUR LANGUR dagur hjá öllum á morgun...
Segjum þetta gott af Lúxurum í bili...
Kv. Allir í kotinu

mánudagur, janúar 30, 2006

Oliver Duglegi Snillingur....

Já er ekki best að byrja þessa færslu á því að monta sig eins og svo OFT áður... Jú jú SNILLINGURINN sonur minn kom heim í dag ekkert smá GLAÐUR, já hann þessi ELSKA fékk 54 á Stærðfræðiprófinu af 60 mögulegum (sem gera 9,0 á Íslenskum mælikvarða) já hann klikkar ekki þessi elska mín... Einu villurnar sem voru á prófinu voru í skrifaða þættinum, sem sagt það var ekki eitt reikningsdæmi vitlaust reiknað heldur voru villurnar í þættinum um mánuði, daga, og árstíðir (stafsetning) já það er sko FÚLLT... HEY en ekki megum við gleyma því að þetta voru svo fáar villur að það er sko bara FRÁBÆRT.. Og var hann vel yfir meðaltalinu í bekknum.. Já hann Oliver minn er orðinn (hefur alltaf verið) SNILLINGUR :-) greinilegt hver er mamma hans, ha!!!
Annars byrjaði þessi dagur bara vel, þessar elskur mínar voru sko eldsnöggir á fætur og í fötin. Svo voru þeir bræður keyrðir í skólan og við með Audinn á verkstæði... Fengum bílaleigubíl á meðan sem var hvorki meira né minna en VW POLO.. Við erum að tala um að Kriss fékk hláturskast þegar hann sá bílinn og sagði bara "hvað er þetta" greinilega ekki bíll í hans augum og var hann vissum að Oliver þætti þetta nú líka DRUSLA... Svo var Oliver sóttur í hádeginu og hann átti ekki til orð yfir bílnum sem við vorum á leit svo aftur í og sagði "er þetta í alvörunni skott" já þeim fannst POLOINN helst til lítill.... Gerðu mikið grín af bílnum...
Svo í hádeginu fórum við í bæinn öll saman að chilla og skutluðum svo Oliver aftur í skólan.. Þar sem hann lét okkur vita af því að hann ætlaði að koma sér sjálfur heim eftir skóla, sem hann og gerði, hann rétt missti af strætó svo hann bara hljóp heim, ekkert smá duglegur...
Þegar hann kom svo heim þá voru Pabbi og Kriss bara að chilla svo Ma fór með hann upp að læra og það var frekar mikill heimalærdómur í dag, frekar fúllt en já já Oliver var ekki lengi af því, enda var þetta mest stærðfræði hjá honum í dag, sem var bara eins gott því hann er fljótari að reikna (finnst það skemmtilegra) en að skrifa...
Eftir heimalærdóm voru þeir feðgar allir niðri að leika sér í tölvunni og fleira... Nutu þess bara að vera saman.. Svo var það bara kvöldmatur og í matinn var uppáhaldið hans Olivers já já "Ömmukjúlli"... Eftir matinn var það bara róleg heit og ákvað Oliver þegar Ma fór upp með Kriss að sofa að fara bara inn til sín að leika í tölvunni og eitthvað... Oliver er sko búinn að vera svaka stilltur eftir hádegi í dag, bara eins og ljós... Eitthvað er hann kanski að fullorðnast, já eða hvað haldið þið?????
Jæja dúllurnar mínar, segjum þetta gott af montni í dag...
Kv. Mamma sem er alltaf að MONTA SIG :-)

sunnudagur, janúar 29, 2006

Þá er helgin svo að segja BÚIN...

Well well well...
Þá er komið sunnudagskvöld í okkar koti og farið að líða að svefntíma Kristofers... En hann fær að horfa smá á Power Rangers með stóra Brósa áður en við förum upp að lesa...
Annars þá var þetta mjög fyndið allt saman, Kristofer sofnaði í Olivers rúmi og svaf þar í alla nótt vaknaði rétt fyrir 07 í morgun og kom þá og ræsti.. Oliver greyjið sofnaði í sófanum í stofunni, svo já það mætti segja að þeir bræður hafi sofið á kolvitlausum stað í nótt...
Svo já það var vaknað frekar snemma á þessu heimili en tókum við því bara rólega þangað til ákveðið var að fara í svaka göngutúr og allir kappklæddir (gerðum ráð fyrir rosalegu frosti) en já það var sem sagt öllum orðið sjóðheitt eftir smá labb.. Við fórum sem sagt inn í skóg og löbbuðum þar út um allt bara skemmtilegt og vorum heillengi úti.. Undir það síðasta voru allir að kafna úr þorsta og Kriss greyjið orðinn þreyttur en hann lét sig nú hafa það.. Enda þegar loksins var komið heim þá var farið í það að fá sér að borða og svo fóru Ma og Kriss bara undir feld meðan Feðgarnir teiknuðu límmiða á mótorhjólið hans Pabba, voru sko að spá í því fram og tilbaka hvernig límmiðarnir ættu eiginlega að vera en já já Kriss var bara undir feld með Ma að horfa á teiknimyndir...
Ákváðum við svo að hafa kvöldmatinn frekar snemma þar sem sá Gamli var að fara að vinna, og fóru Bjarni og Oliver í matseldina..
Strákarnir voru svo báðir sendir í sturtu eftir matinn, og eru þeir núna bara saman í sófanum (dauðþreyttir enn eftir labbið í dag).. Eru eins og LJÓS.. Verð nú að gefa þeim PLÚS fyrir það hvað þeir eru nú búnir að vera góðir upp á síðkastið og stendur sá Stóri sig mun betur í þeim pakka en sá Stutti...
Svo já það mætti segja að þetta hafi bara verið mjög svo fjölskylduvænn Sunnudagur hjá okkur í Lúxlandinu...
Segjum þetta gott í bili, af okkur...
Endilega haldið áfram að kvitta fyrir komu ykkar...
Kv. Bræðurnir í Lúx

Amma mín, Amma mín, Amma mín.......

Halló, Kalló, Bimbó!!!!!!
Já þegar Stubbur okkar grætur þá kallar hann á Ömmu sætu aftur og aftur... Já greinilegt hver er best svona ykkur að segja....
En annars þá svaf hann Stubbur með pabba sínum í sófanum í nótt, en ég er að tala um að þeir sofnuðu yfir sjónvarpinu í gærkvöldi og við Oliver ákváðum að leyfa þeim bara að sofa í sófanum. Svo vaknaði Kriss eldsnemma og lék við pabba sinn skyldi ekkert í því af hverju þeir 2 hefðu bara sofið saman í sófanum, merkilegt ha.... Svo tókst honum þessari elsku okkar að ræsa út restin af liðinu, sem tókst bara rosalega vel, nema hvað...
Ma tókst svo að draga Kriss og Pabba með í húsgagnaleiðangur en hún er búin að gefast upp á því að bíða eftir skenknum sem hún keypti í nóvember og er ENN ekki kominn, fékk hann bara endurgreiddan og fann sér annan ekki lengi að þessu kellan... Svo já Kriss fór með settinu í þennan leiðangur meðan Unglingurinn var heima í afslöppun nennti sko ekki að eyða frídeginum sínum í svona RUGL... Svo komu þau heim og þá var nú bara chillað, Kriss fór í það að hjálpa Ma að skúra meðan Oliver var að leika sér...
Karlpeningurinn fór svo í bílskúrinn að leika sér þegar sá Gamli var búinn að vinna og fóru svo í matseld, já það var frekar mikið sterkt að borða en það var Indverskur kjúlli... Kriss sæti sofnaðir bara meðan maturinn var eldaður í Olivers rúmi (greinilega gott að leggjast í það) og sefur þar enn... Oliver og Pa fóru hins vegar aftur í bílskúrinn eftir matinn en Oliver ætlar að fara að smíða eitthvað og var sá Gamli að hjálpa honum að finna hluti sem hann gæti notað í smíðarnar (já greinilega gaman að eiga bílskúr og efni í honum)... Svo Ma horfði bara á Idolið á meðan (var ferkar mikið FÚL þegar hún sá ekki endan á atkvæðagreiðslunni, en það var ekki inn á netinu sem sem betur fer bjargaði Kristín frænka henni og sagði henni hver hefði dottið út)... Svo já er það bara afslöppun hjá okkur það sem eftir er kvöldsins... Bara búin að vera ágætisdagur (alla vegana gat sú Gamla verslað húsgögn sem koma næsta fimmtudag já ekki margra mánaða bið)....
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Takk enn og aftur fyrir að vera svona dugleg að fylgjast með okkur :-)
Kv. Lúxararnir

laugardagur, janúar 28, 2006

Þvílíkur KULDI....

Helló everybody,
Jæja þá er komið föstudagskvöld í okkar sveit sem þýðir bara eitt JÚ HELGARFRÍ, jú hú....
Dagurinn í dag byrjaði bara ágætlega það gekk bara vel að vekja strákana og Oliver vaknaði við 2 vekjaraklukkur í morgun og ótrúlegt en satt þá hafði það allt saman áhrif og minn maður framúr... Svo skutlaði Gamla settið strákunum í skólan...
Ma ákvað svo að fara labbandi í KULDANUM MIKLA og sækja Kriss, þau höfðu bæði bara svo gott af því að labba smá og Kriss var sko vel sáttur við það að fá að labba... Að vísu var Ma ekki alveg sátt hún mætti í fyrrafallinu í skólan og voru krakkarnir þá allir úti að leika sér svo Ma stóð í fjarlægð og fylgdist með og sá þá hvar 3 stórir strákar voru að ráðast á Kriss en já hann Stubbur hennar mömmu var ekki að láta þetta hafa áhrif á sér NEI minn maður bara lamdi tilbaka og labbaði svo í burtu "Ma var alveg að springa hún var svo reið" en hún sá að Stubbur reddaði sér sjálfur svo hún ákvað að gera ekki neitt en þennan tíma sem hún var að fylgjast með voru fullt af svona málum að koma upp "nokkuð sem hún er ALLS EKKI sátt við" en hún var nokkuð ánægð að sjá það að Kriss svarar greinilega fyrir sig og lætur ALLS EKKI vaða yfir sig og það er sko bara gott... Hafði greinilega engin áhrif á hann að strákarnir væru bæði fleiri og stærri. En Ma ætlar að fara að fylgjast með þessu og ef þetta er alltaf svona þá ætlar hún að tala við kennaran því henni fannst þetta alls ekki sniðugt að sjá... Og kennararnir 4 sem voru úti voru ekki að skipta sér af þessu og hún var heldur ekki sátt við það !!!!!
En já alla vegana löbbuðum við Kriss heim og ákváðum svo að kanski væri bara sniðugt að labba og sækja Oliver líka og fara saman niður í bæ í hádegishléinu hans.. Og jú við löbbuðum og náðum í Oliver og Oliver leist stór vel á okkar hugmynd.. Fórum smá bæjarrölt svo samþykkti Mamma MacDonalds ferð þar sem þeir voru svo GÓÐIR og Kriss var búinn að vera svo DUGLEGUR að labba...
Tókum svo strætó heim og Oliver fór út hjá skólanum en við Kriss héldum áfram heim og fórum heim að slappa af enda vel KÖLD bæði tvö... Lögðumst undir feld :-)
Oliver duglegi kom sér svo sjálfur heim, og þá var heitt kakó í boði þar sem það var svo kallt úti. Oliver duglegi fór svo í heimalærdóm sem var svo sem alveg þokkalega mikill eins og svo oft áður, svo er það bara afslöppun sem er núna í gangi... Kriss okkar er sofnaður enda vel þreyttur eftir langan dag og Ma ætlar að leggjast upp í sófa hjá Oliver og fylgjast með American Idol og jafnvel Íslenska Idolið á netinu á eftir hver veit.. Sjáum hvað við vökum lengi, annars er það bara íslenskt Idol á morgun...
Segjum þetta gott af fréttum af þessum degi...
Takk dúllurnar mínar fyrir að vera svona duglegar að fylgjast með okkur... Gott að vita að við eigum góða að...
Kv. Ma Gamla og Strákarnir hennar...

föstudagur, janúar 27, 2006

UNGLINGAVEIKIN byrjar snemma

Góða kvöldið,
Vá ég var sko alveg búin að gleyma því hversu snemma synir mínir byrja með Unglingaveikina en já Oliver er komin með veikina á MJÖG svo HÁTT stig og já Kriss minn er líka byrjaður á þessari VITLEYSU... Já og við erum að tala um að við foreldrarnir erum oft í mestu vandræðum með Stubbinn okkar hann Kriss vitum ekki hvort við eigum að gráta eða hlæja af honum... En hann er mjög fyndið og skemmtilegt barn og hlutirnir sem hann segir og gerir eru oft eins og teknir út úr bíómynd en já kanski er hann bara svona af því hann á stóran bróðir (sem er sko fyrirmynd hans í einu og öllu)... Oft kemur Kriss með mjög svo fyndin svör þegar hann er spurðir og margt er sko bara alls ekki hægt að hafa eftir honum, þessari saklausu elsku með STÓRU AUGUN... Og talandi um augun á honum þá stækka þau um MÖRG númer þegar hann verður hneykslaður og þá sérstaklega á henni mömmu sinni... Eitt gott dæmi, í dag var hann heima með Gamla settinu og við förum í bíltúr svo segir hann "Pabbi kveiktu á Jhonny Cash" þá svaraði pabbi hans "það er ekki hægt þar sem mamma er með í bílnum, mömmu finnst hann bara ekki nógu góður" og Kriss missti gjörsamlega andlitið og AUGUN voru sko RISA STÓR "hva af hverju finnst mömmu Johnny Cash leiðinlegur, veit hún ekki að hann er GÓÐUR" þá svaraði mamma hans "æji Kriss mér finnst hann bara leiðinlegur" þá svaraði Kriss ennþá hneykslaðari en áður "Mamma hlustar sko bara á KONU TÓNLIST"... Og já það átti sko ekkert að hætta að ræða þetta en sem betur fer keyrðum við ákkúrat fram hjá kirkjugarði og þá sagði Kriss "hérna á Guð heima", svo umræðan kláraðist sem betur fer :-))))))
Annars af þessum yndislega fimmtudegi er mest lítið að frétta, Oliver Snillingur ætlaði að vakna við vekjaraklukkuna sína sjálfur í dag sem endaði með því að Mamma hans hljóp niður til hans og slökkti á henni (en þá var klukkan búin að hringja stanslaust í 15. mín).. Svo Ma vakti hann bara eins og venjulega... Ma skutlaði svo stráknum sínum í skólan þar sem henni fannst svo kallt úti en það var frost og snjór ekki góð blanda!!! En Kriss var bara heima hjá Gamla settinu, las fyrir okkur bók og fleira skemmtilegt...
Við fórum svo öll saman að sækja Oliver í hádeginu og þá fóru Kriss og Pabbi í það að elda meðan ég og Oliver fórum niður að læra (en Oliver er að fara í frekar erfitt stærðfræði próf á morgun).. Oliver þarf sem sagt að kunna alla dagana utan af (og stafsetja þá rétt), allar árstíðir og hvenær þær byrja og hætta, alla mánuði ársins og hvað gerist í hverjum mánuði (dæmi: hvenær tökum við upp jarðaberin, kirsuberin, hvenær búum við til snjókarl og já í hvaða mánuði getur veðrið orðið brjálað já það er einmitt í Apríl (ótrúlegt ekki satt)) og já þetta þarf hann að sjálfsögðu að stafsetja allt rétt því annars er svarið vitlaust, ekki má gleyma hvað eru margir dagar í hverjum mánuði og þar fram eftir götunum, fyrir utan allan reikninginn sem á að læra fyrir prófið!!! En við Oliver lögðum bara áherslu á mánuði, daga og árstíðir enda kanski mestu líkurnar á því að hann stafsetið það vitlaust greyjið!!! Verður samt gaman að sjá hvernig þetta próf á eftir að ganga þar sem honum gengur svo vel í stærðfræði að öðru leyti (þ.e.a.s ef ekki á að skrifa svörin).....
Já ég tók svo Kriss með mér út í bíltúr og búðaráp þar sem Pabbi þurfti að fá smá svefnfrið (en hann verður að vinna í nótt) og Oliver frið til að læra undir próf!! Og trúið mér það er ákkúrat engin FRIÐUR þegar Kriss er heima!!!
Svo komum við heim seint og þá tóku bara við róleg og skemmtileg heit hjá okkur... Ég fór svo upp með Kriss að lesa fyrir svefnin og ótrúlegt en satt þá bað hann ekki um "Palli var einn í heiminum" NEI í kvöld var það Felix sem er nú ágætis tilbreyting fyrir mig!!! Oliver fékk nú að horfa á smá TV enda búinn að vera duglegur að læra í dag en það var ekki bara að læra fyrir PRÓF NEI það var nú gott betur en það skal ég segja ykkur...
Annars eru þessir Unglingar mínir báðir sofnaðir núna og komnir langt inn í draumalandið...
Held ég segji þetta nú bara gott af okkur Rugludöllunum í Lúxlandi...
Takk fyrir að fylgjast með okkur og þótti okkur gaman að sjá það að hún Falasteen væri líka að fylgjast með okkur en hann Kriss minn mundi sko alveg eftir henni, náði í myndin af Leikskólanum og sýndi pabba sínum hvar hún væri!!!!
TAKK ÖLL SÖMUL fyrir að kíkja okkur og þykir svo gaman að sjá hverjir kíkja!!!
Góða nótt...
Kv. Berglind "Unglinga mamman í Lúx"

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Nú er hann KALDUR og Kriss heitur.....

Góða kvöldið Dúllurnar mínar,
Já nú er komin ró í húsið okkar.... Strákarnir báðir sofnaðir og við Gömlu hjónin bara vakandi..
Dagurinn í dag byrjaði ELDSNEMMA já Pabbi stillti vekjaraklukkan hans Olivers klukkan 06:40 og minn maður vaknaði við fyrsta PÍP. Svo Ma sagði Músa bara að leggjast upp í hjá okkur, sem hann nú gerði... Svo fóru allir á fætur og strákarnir fóru í skólan hæsta ánægðir með það báðir tveir. En úti var sko -7°C frekar mikið KALT hjá okkur ekki satt????
Svo í hádeginu mætti Ma á svæðið að sækja strákana, fór fyrst með Kriss í mallið að kaupa ávexti og bollubrauð en honum langaði svo í svoleiðis í hádegismat... Svo var Oliver sóttur og voru það bara róleg heit hjá okkur í hádeginu. Ma skutlaði svo strákunum sínum aftur í skólan klukkan 14.
Eftir skóla var svo Ma mætt að sækja hann Kriss sem var sko bara í stuði eins og svo oft, já það sem veltur upp úr honum Kriss mínum þá er nú bara alveg ótrúlegt. En við sóttum svo töskuna hans Olivers í skólan þar sem Oliver langaði bara að labba heim (en þessi elska hljóp nú eiginlega bara alla leiðina heim). Þegar við vorum svo loksins komin heim þá byrjaði Oliver á því að læra og stóð sig eins og hetja í þeim pakka og við Kriss ætluðum að fara í þvottinn en Ma lét Kriss bíða niðri í sófanum meðan hún hjálpaði Oliver að finna hvað ætti að læra heima, svo fer Ma niður og segir við Kriss að nú skuli þau byrja á þvottinum þá heyrir hún ekkert svar NEI NEI þá var Stubbur bara sofnaður í sófanum, og það mátti nú alls ekki svo mamma vakti hann og fann þá að hann var eitthvað HEITUR strákurinn... En hann var nú bara hress, hann nennti því ekkert að hjálpa með þvottinn spurði hvort hann mætti ekki bara horfa á TV og hann langaði mest að sjá Power Rangers og jú jú auðvita fékk hann það....
Þeir bræður voru svo eins og ljós þegar Oliver var búinn með heimalærdóminn og leyfði Ma þeim því bara að borða fyrir framan TV en þeir fengu uppáhaldið sitt Eggjabrauð með beikon og pylsubitum og borðuðu báðir rosalega vel..
Fljótlega eftir matinn fór svo Mamma upp með Kriss og mældi hann og var hann þá með 38,2 svo já karlinn er með smá hita. Enda sofnaði hann mjög fljótt !!! Oliver fékk að vera vakandi lengur og fór svo upp til sín að lesa...
Já þessir synir mínir eru bara búnir að vera góðir og duglegir í dag, nema hvað ég er mamma þeirra...
Annars er svo sem ekkert meira eða merkilegra að gerast hjá okkur..
Jú það er víst að snjóa núna ákkúrat í þessum pikkuðum orðum...
Segjum þetta gott af okkur...
Kv. Lúxararnir

þriðjudagur, janúar 24, 2006

NÝJAR MYNDIR og Góðir strákar....

Góða kvöldið,
Jæja þá sitja þeir bræður eins og ljós saman á gólfinu og leika sér í einhverjum bílaleik sem Ma gamla er ekki alveg að skilja, en það er nú fyrir mestu að þeir 2 skilji hann og viti hvað er að gerast ekki satt???
En dagurinn í dag var bara alveg áægtur, Oliver vaknaði í stuði og var sko tilbúinn á mettíma, svo Ma skutlaðist bara með strákinn sinn í skólan, en Kriss vildi bara vera heima hjá Pabba, sem var sko bara í góðu lagi...
Gamla settið fór svo með Kriss í bíltúr og versla í matinn og svoleiðis skemmtilegt... Kíktum líka í mótorhjólabúðina en þar fær hann víðáttu brjálaði honum finnst bara allt æðislegt inn í búðinni.. Keyptum meðal annars vekjaraklukku handa Oliver og ætlar Oliver að reyna að vakna sjálfur í fyrramálið (gaman að sjá hvernig það á eftir að ganga).... Svo var Oliver sóttur af Ma þar sem karlarnir voru í bílskúrnum að rífa mótorhjólið hans Pabba í sundur (ótrúlegt hvað hægt er að dunda í þessum bílskúr)... Oliver fór nú bara inn að læra enda var passlega mikill lærdómur í dag svo eftir lærdóminn ætluðum við út en þeir bræður voru bara svo góðir við hvorn annan hérna inni að Ma leyfði þeim bara að vera inni enda var frekar kallt í dag.. En þeir eru búnir að vera eins og ljós báðir tveir í dag og duglegir að leika sér saman... Bara gaman og gott!!!
Enda brugðum við á leik, leyfði Kriss að máta 2 grímubúninga af Oliver og Oliver fór í sinn og svo tókum við fullt af myndum bara gaman hjá okkur....
Nú fer nú samt að líða að því að Kriss fari upp í rúm að sofa og Oliver fær þá að horfa smá á TV eða lesa þangað til hann fer í bælið...
En já við vorum að sitja inn fleiri myndir "GRÍMUBÚNINGAR 2006" svo síðasta nýtt "MEIRA AF JAN 2006" endilega kíkjið á þá bræður...
Segjum þetta gott af okkur á þessum þriðjudegi...
Bjóðum ykkur góða nótt eða góðan dag...
Kv. Bræðurnir í Lúxlandi og Gamla Settið

mánudagur, janúar 23, 2006

Oliver LANG DUGLEGASTI og Mamma MONT...

Góða kvöldið,
Jæja þá er kominn ró í okkar kot, já Kriss sofnaði strax við lesturinn og Duglegasti strákurinn hennar Mömmu farin inn í sitt rúm að horfa á mynd... Já þeir geta sko verið svaka stilltir...
En best ég byrji á því að MONTA MIG eins og svo OFT áður.. Unglingurinn hennar Mömmu kom svaka ánægður inn í bílinn í dag eftir skóla og sagði stoltur frá því að hann hefði fengið 45 á Þýskuprófinu á föstudaginn (en hann fékk sem sagt 45 stig af 60 mögulegum sem gera 7,5 á Íslenskum mælikvarða) og Mamma alveg ARBAÐI af GLEÐI í bílnum og Kriss skyldi sko bara ekkert hvað var að gerast :-) svo Mamma sagði við keyrum sko bara ekki heim fyrr en ég hef skoðað prófið og jú jú þá fékk Oliver 46 stig en það var dregið af honum 1 stig fyrir að hafa gleymt að skrifa nafnið sitt á blaðið... Frekar fúllt en svona er nú bara lífið... En kennarinn byrjar að lesa upp stíl um leið og þau fá afhent prófið og gerir bara ráð fyrir því að þau þessar elskur muni að merkja prófið þegar þau fara yfir prófið hjá sér og hingað til hefur hann Oliver minn nú munað það en í dag gleymdist það og fyrir það var 1 stig dregið af honum... En hva með það bæði foreldrar hans og Joffan eru sko þvílíkt stolt af STRÁKNUM og fær hann núna BROS karl með heim á þýskuprófunum sínum....
En að allt öðru, já dagurinn í dag gekk bara vel fyrir sig Gamla settið skutlaði strákunum og svo fór Ma og sótti strákana sína í hádeginu... Áttum saman yndislegt hádegi þar sem þeir bræður voru eins og LJÓS.. Svo var það skóli hjá Oliver eftir hádegi svo Ma og Kriss fóru í Sorpu að henda gleri og blöðum og svo á Pósthúsið að athuga með pakkan sem Reynsi og Amma áttu að fá fyrir jól en það lítur allt út fyrir það að hann sé nú bara týndur... Svo sóttum við Oliver og já fórum heim þar sem Oliver átti að vinna heimavinnuna sína... Og þar sem Oliver stóð sig eins og HETJA á þýskuprófinu fóru hann og Mamma saman í Mallið og keyptu handa stráknum verðlaun og afmælisgjöf handa Sam (fórum bara tvö ein skyldum Kriss og Pabba eftir heima)... Svo var það bara kvöldmatur sem Kriss hjálpaði Ma og Pa við, og eftir matinn var það bara bælið fyrir Litla manninn og Unglingurinn DUGLEGI fékk að horfa á mynd...
Svo já það mætti segja að þetta hafi bara verið hin BESTI MÁNUDAGUR...
Já ég mamman er alveg að deyja ég er svo stolt af syni mínum á ekki til orð, og ekki þykir Oliver það leiðinlegt að heyra að Mamma hans hafi aldrei fengið svona hátt á þýskuprófi... En hann er sko bara að BRILLERA og er að fara langt fram úr öllum væntingum bæði hvað okkur foreldar hans varðar og eins Joffunar (en það er kennarinn hans)... Joffan er sko líka dugleg að hrósa stráknum en hún gerir það bara með að skrifa eitthvað á prófin hans, þegar hún talar við okkur foreldrana eða þegar hún sendir miða með Oliver heim... Svo já hann er bara DUGLEGUR þessi elska :-) Og veit mamman alveg hvaðan hann hefur það!!!!
Hann fær nú líka að heyra það að nú er allt ERFIÐIÐ okkar að skila Árangri... En við Oliver gefumst ekki svo auðveldlega upp, NEI hér á heimilinu er sko barist fram í rauðan dauðan...
Segjum þetta gott af MONTI í dag elskurnar mínar....
Takk þið sem eruð svo duglega að Commenta hjá okkur og kvitta í Gestabókina, gott að við eigum alla vegana EINHVERJA aðdáendur þarna úti... Kíkjið endilega á nýju myndirnar líka..
Kv. Mamma Mont og Karlarnir hennar

MYNDIR MYNDIR MYNDIR

Vorum að sitja inn nokkrar myndir undir albúminu "Meira af jan 2006" endilega kíkjið á myndirnar af okkur... Þetta eru myndir teknar í gær og síðustu helgi.. Sjáið muninn á veðrinu allt gaddfrosið hérna síðustu helgi en bara fínt veður í gær....
Kv. Berglind og Co.

sunnudagur, janúar 22, 2006

Gönguferðina MIKLA

Helló,
Já hvað haldið þið annan daginn í röð þá kemur Unglingurinn á heimilinu upp og athugar hvort þessir foreldrara hans og Kriss ætli ekki að fara á fætur, en jú jú Kriss var löngu vaknaður en liðið nennti bara ekki framúr....
Svo loksins tókst að koma liðinu á fætur og var þá farið niður í morgunmat... Eftir matinn var ákveðið að fara út að hjóla þar sem veðrið var svo fínt.. Og jú þeir bræður fóru báðir á hjólunum (sú Gamla tók með myndavélina og allan pakkan en því miður varð myndavélin batterýs laus nánast strax svo því miður voru mjög fáar myndir teknar)... En jú þeir hjóluðu langan túr meiri segja í gegnum skóginn og ákváðum við þá að koma við heima með hjólin og fara á rólóvöllinn og stoppuðum við þar í smá stund og fórum svo í langan góðan göngutúr og höfðu sko allir gaman og gott af því... Vorum útí að hreyfa okkur í lengri lengri tíma en þegar við loksins komum heim þá var Gamla settið gjörsamlega búið á því en við bræður gátum alveg hugsað okkur að fara út í fótbolta en hættum við á miðri leið... Þeir bræður fóru bara í staðinn að leika sér þar sem sá Gamli fór í vinnuna og Ma fór í það að elda matinn en þeir voru eins og Ljós og svakalega góðir... En maturinn var sko heillengi að verða tilbúinn átti hann að malla í lengri lengri tíman en við bræður vorum bara eins og ljós allan tíman... En þegar maturinn var að verða tilbúinn þá vorum við bræður sko að KAFNA ÚR HUNGRI... Til að drepa tíman fór Kriss í það að leggja á borð og hjálpa Ma með matinn en Oliver fór niður að horfa á smá TV... Svo var borðað og já Kriss orðinn alveg dauðþreyttur eftir langan dag svo Ma fór með hann upp að sofa og sofnaði hann á mettíma en Oliver fór í sturtu og er að horfa á smá TV núna áður en hann fer upp til sín að sofa en ég held að við öll séum bara eftir okkur eftir gönguna miklu....
Svona eiga sko sunnudagar að vera, allir góðir og familían eyðir deginum saman :-)
Förum í það eftir helgina að henda inn nýjum myndum alveg komin tími á það hjá okkur...
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Kv. Familían í Lúxlandi

laugardagur, janúar 21, 2006

Laugardagur, Nammidagur....

Halló, Kalló, Bimbó
Jæja hvað segið þið þá???
Við segjum sko bara fínt hérna í Lúx enda ekkert annað hægt að vísu rigndi nú á okkur í dag en það er nú skárra en frostið og snjórinn, ekki satt????
Annars var það nú Oliver sko kom og ræsti út liðið í morgun, fannst frekar skrítið að við værum öll ennþá upp í rúmi þegar hann kom upp svo Ma sagði æji greyjið komdu bara upp í til okkar, en NEI Oliver ákvað nú að kíkja á klukkuna fyrst og sagði Mamma það er kominn dagur og ég ætla framúr og þá ákvað Kriss að stökkva með honum niður og fóru þeir saman að tannbursta sig og allt svaka duglegir... Og fór Kriss bara niður með Oliver og voru þeir eins og ljós svo Gamla settið gat verið aðeins lengur í bælinu...
Þegar svo loksins allir voru komnir fram úr, klæddir og búnir að borða var ákveðið að fara í smá bíltúr, og eins og venjulega vildi Unglingurinn bara vera heima (en honum leið eitthvað hálf skringilega svo jú jú hann fékk að vera heima) við hin skruppum til Bitburg í Þýskalandi í smá bíltúr og kíktum í dótabúð og þar græddu þeir bræður já Ma fann grímubúning handa Oliver coolaðan og Kriss fann Power Rangers grímur svo hann fékk svoleiðis en já ég held það hljóti að vera að það sé eitthvað dæmi í gangi hérna þegar Öskudagur kemur... Við fórum svo heim þar sem sá Gamli átti að mætta í vinnuna.... Oliver var ekkert smá ánægður með mömmu sína en hún valdi einhvern beinagrindu búning sem er "Glow in the dark" ógeð cool og hann passaði ekkert smá flott á hann... Svo hann fékk að vera smá í búningnum og Kriss með grímuna að leika sér...
Ma og Kriss fóru svo saman upp að elda matinn... Svo borðuðum við matinn og voru þeir bræður svaka ánægðir með mömmu sína aftur sem bjó til einhverjar chili bollur... Eftir matinn töluðum við smá við Ömmu sætu svo kom Pa heim svo Kriss og Pa fóru í smá Power Rangers leik..
Nú er Kriss á leiðinni í bælið en Oliver fær að vera vakandi áfram með Gamla settinu enda er Laugardagur....
Segjum þetta gott í bili.
Kv. Oliver og Kriss

föstudagur, janúar 20, 2006

Föstudagur, föstudagur

Jæja þá er komið helgarfrí hjá okkur, öllum nema þeim Gamla....
Oliver var svo duglegur í dag að hann var nánast búinn með allan heimalærdóm þegar heim var komið enda var óvenju lítið að læra núna, sem betur fer, en það er alveg nauðsynlegt svona stundum ekki satt????
Annars þá gekk allt eins og smurt í morgun með þá bræður, Kriss var samt eitthvað fúll á móti af því úlpan hans var ennþá blaut eftir þvottavélina, svo hann varð að láta sér nægja að fara í flíspeysu í skólan í dag og við það var hann ekki sáttur.. En þetta gekk nú samt upp á endanum og í flíspeysunni fór hann...
Svo í hádeginu þá mætti settið að sækja Kriss, og var sá Gamli svo keyrður í vinnuna og Oliver sóttur, nóg að gera hjá okkur í hádeginu.. Í hádeginu var bara róleg heit hjá okkur hinum og skutluðum við Kriss svo Oliver í skólan aftur... Vorum bara heima að leika á meðan Oliver var í skólanum...
Pa kom svo smá stund heim og fóru þá Kriss og Pa í bílskúrinn að skoða bílinn hans Bigga eitthvað aðeins og jú Kriss kíkti út að leika sér smá.. Svo fór sú Gamla og sótti Oliver í skólan og hann kom út hæsta ánægður enda var þetta skemmtilegur dagur hjá honum, jafnvel þó það hafi verið þýskupróf í morgun (vonandi fáum við að vita úr því á mánudaginn).. Og já já Oliver kom heim með upplýsingar um að næsta föstudag verður stærðfræðipróf og langan lista um hvað eigi að læra fyrir prófið... Við ætlum samt ekkert að kíkja á það fyrr en í næstu viku einhvern tíman, nú ætlum við bara að njóta þess að vera í helgarfrí og ekkert annað...
Þegar heim var komið var farið yfir heimalærdóminn hans Olivers og hann látinn klára það sem þurfti að laga og klára...
Svo var smá leikur...
Núna eru þeir bræður komnir upp í sófa fyrir framan TV að horfa á Power Rangers með poppskál enda komin helgi... Ætlum aðeins að leyfa Kriss að horfa smá á TV og fá popp áður en hann fer að sofa... Efast ekkert um það að við eigum eftir að lesa Palli var einn í heiminu fyrir svefninn... En hann er sko farin að kunna bókina utan af (pabbi hans ætlaði að sleppa einhverju úr um daginn þá sagði Kriss bara hey nú kemur Bing Bang svo byrjar þú að lesa aftur.. Eins gott að hann sé að fylgjast með (bannað að svindla ekki satt???)....
Jæja dúllurnar mínar segjum þetta gott í bili....
Ælta að fara í poppstemminguna með þeim bræðrum.....
Kv. Lúxararnir

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Allt að gerast !!!

Góða kvöldið,
Vá hvað er búið að vera mikið að gera á þessu heimili í dag...
Dagurinn byrjaði eins og allir hinir Ma fór á fætur og vakti Oliver til að fara í skólan og gekk það bara eins og í sögu, enda vikan alveg að verða búin... Svo fór Ma aftur heim og þá voru feðgarnir ennþá í bælinu í leti svo ég ákvað nú bara að troða mér upp í til þeirra...
En Kriss nennti þessu nú ekki mjög lengi svo þeir feðgar drifu sig niður fengu sér að borða og svo í bílskúrinn jú jú það átti eftir að taka til í bílskúrnum og fara í Sorpu og henda fullt fullt af drasli svo þeir fóru í þetta allt saman í morgun. Meiri segja þrifu (skúruðu) bílskúrsgólfið ekkert smá duglegir enda bílskúrinn ekkert smá flottur hjá þeim...
Ma fór svo í hádeginu og sótti Oliver sem átti nú að læra frekar mikið heim plús að læra undir próf já nóg að gera hjá honum greyjinu... En á morgun er sem sagt þýskupróf.. Svo Oliver fór bara beint heim í lærdóm, og Kriss var bara í bílskúrnum enda kom Rabbi í heimsókn og fóru þeir karlarnir að laga eitthvað bílinn hans og bíltúr að sækja varahluti í bílinn hans svo já það mætti segja það að Oliver hafi bara fengið frið til að læra... Enda alveg nóg að gera við að hans lærdóm að þýða og skrifa og allt hvað þetta nú heitir...
Oliver var nú samt svaka duglegur að læra eins og alltaf, það eina sem hann er alltaf hræðilega lengi að er SKRIFTIN og ef á að skrifa niður langan texta þá getur hann alveg tekið klukkara í það, alveg ótrúlegt hvað hann nennir því alls ekki...
En eftir lærdóm og bílskúr var farið upp að borða og jú jú eina ferðina enn var það uppáhaldsmatur þeirra á boðstólnum já Eggjabrauð... Og borðuð þeir því vel af kvöldmatnum.. Eftir matinn fóru við fjölskyldan í Trivial Pursuit (vona að ég skrifi þetta rétt) og jú jú Ma og Oliver unnu leikin nema hvað!!! Eftir spilið var farið með Kriss í bælið enda löngu löngu kominn svefntími á hann karlinn og Unglingurinn og Gamli maðurinn fóru í það að kubba Legótæknitrukkinn sem Oliver fékk í jólagjöf (en það var ákveðið að leggja honum og fela þar sem Kriss komst í kubbana áður en bílinn var kláraður og svo fengum við svo marga gesti að það var bara best að láta Trukkinn bíða betri tíma)... Svo já það er bara ró og friður í okkar húsi núna...
Annars nýjustu fréttir já við stór fjölskyldan ætlum að koma öll saman heim í sumar komum í mjög stutta heimsókn rétt til að vera viðstödd brúðkaupið hjá Kristínu og Palla (við komum heim 22. júní og förum aftur út 27.júní) já eigum að vísu eftir að fá frí í skólanum fyrir Oliver en það eru nú bara 2 dagar og þar sem það eru 2 dagar þá þarf ég að senda inn skriflega beiðni til Skóla yfirvalda hér í borg og biðja um leyfi... En þetta er eitthvað út af Tryggingarmálum en jú jú við erum búin að kaupa miða og gerum bara ráð fyrir því að Oliver fá frí ef þeir neita honum þá bara notum við veikinda daga.. En svona er þetta í Lúx maður fær ekki bara frí í skólanum ef manni langar til NEI það þarf að vera sérstök ástæða fyrir fríi og meira en 1 dagur þá þarf maður að senda inn beiðni... Já nokkuð annað en á Íslandi ekki satt???
Nóg af röfli i bili....
Tjáum okkur meira á morgun...
Kv. Familían í Lúx

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Langur skóladagur hjá strákunum...

Jæja þá er þessi vika hálfnuð og rúmlega það og við eigum bara eftir að vakna 2 sinnum í þessari viku en við teljum það alltaf niður hér á þessu heimili þar sem Unglingnum okkar þykir bara svo erfitt að vakna á morgnanna.....
Annars fór þessi dagur bara ágætlega af stað, strákarnir vaktir og komið af staði í skólan en Ma sá um það í morgun þar sem karlinn sem á húsið sem við búum í ætlaði að koma að kíkja á svalirnar svo já einhver varð að vera heima, og var Kriss alls ekki sáttur við það, hann vill bara að pabbi keyri sig og sækji sig á hverjum degi er alltaf frekar fúll ef pabbi þarf að vinna á þeim tíma sem hann er að koma heim úr eða já fara í skólan...
Alla vegana gekk þetta bara eins og í sögu og strákarnir stóðu sig eins og hetjur í morgun...
Í hádeginu var svo Kriss sóttur og drifum við okkur heim áður en Oliver yrði sóttur þar sem feðgarnir voru svo svangir.. Ma fór svo og sótti Oliver svo fóru þau heim og fengu sér líka í gogginn.. Eftir að hafa borðað fóru feðgarnir saman niður að horfa á teiknimyndir þar á meðal Mr. Bean teiknimyndina sem þeim finnst sko bara fyndin.. Kriss var nú samt alveg að sofna en mátti það bara alls ekki þar sem það var skóli aftur eftir hádegi...
Ma og Pa skutluðu svo strákunum sínum í skólan eftir hádegi og voru það sáttir strákar sem mættu aftur í skólan :-)
Þegar skólinn var svo loksins búinn var Gamla settið mætt að sækja strákana sína, fyrst Kriss svo Oliver... Ma og Oliver fóru svo heim að læra meðan Pa og Kriss fóru í smá bíltúr með honum Magna... En það var nú samt ekkert mikill heimalærdómur hjá Unglingnum en því miður þurfti hann að skrifa MJÖG MIKIÐ og hann HATAR það alveg út af lífinu, skilur ekki af hverju er ekki bara hægt að hafa meiri heimanám á öðrum sviði og skrifa bara í skólanum, en hér er notuð önnur skrift en á Íslandi, svo allir stafirnir eru eitthvað öðruvísi.. En þetta er nú nokkuð sem maður þarf líka að læra, en er okkar maður mörg ár að skrifa 2 blaðsíður meðan hann er bara nokkrar mínútur með stærðfræði heimanámið alveg merkilegt!!!
En svona er það nú bara...
Á föstudaginn er svo Þýskupróf en próf aldan er sem sagt að byrja hérna aftur og já það er sko fullt fullt að læra fyrir þetta próf mun meira en prófin sem voru fyrir áramót svo það verður gaman að sjá hvernig þetta á eftir að ganga hjá honum Oliver okkar... En hann er náttúrulega svo DUGLEGUR að hann getur þetta eins og allt annað.....
Segjum þetta gott af okkur í Lúxlandinu...

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Mustang heitir hann!!!!

Góða kvöldið, góðir hálsar
Nú var hann Kriss okkar að skíra gamlan bangsa sem Mamma átti (en Amma sæta tók hann með sér hingað til okkar), en Ma er búinn að vera að segja Kriss að þau verði að skíra þennan gamla flotta bangsa eitthvað og var nafnið "Hundur" mjög heitt hjá Stubb sem svo breytti nafninu í morgun í MUSTANG og var bangsinn meiri að segja skírður (það er meira en hægt er að segja um Kriss sjálfan), Kriss hvíslað í eyrað á bangsanum "þú átt að heita Mustang svo kyssti hann bangsan þegar skírninni var lokið" já hann Kriss okkar á það til að vera mjög svo skemmtilegur...
Annars gekk þessi dagur bara eins og í sögu, Oliver vaknaði eins og ekkert væri og í stuði og var Ma með honum og skutlaði honum í skólan (já ég er að tala um það var + 4°C þegar Oliver var keyrður í skólan og rigning)... Svo fór Ma heim og hugsaði sér gott til glóðarinnar, nú ætlaði hún upp í rúm aftur að sofa en vitir menn þegar hún var kominn heim þá var Kriss vaknaður en Ma náði nú að tæla hann upp í rúm í smá tíma svo fór hann bara að leika sér nennti þessu sko ekki lengur... Svo fór nú Gamla settið á fætur og gaf Stubb sínum að borða og eftir morgunmatinn fóru þeir feðgar í bílskúrinn að halda áfram að vinna í vinnuborðinu fína... Og voru þeir þar þangað til Oliver kom heim.. En Ma fór út að sækja Oliver, veit ekki hvort þeir feðgar tækju nokkuð eftir því að sú Gamla hefði farið út... En Ma fór í heimalærdóm með Oliver og svo í það að elda uppáhaldið okkar HRÍSGRJÓNAGRAUT... En það er alveg merkilegt hvað 2 strákar geta verið duglegir að borða þennan GRAUT... Svo fóru þeir bræður saman að glápa á TV og borða popp... Eftir smá TV gláp var kominn tími á bælið fyrir Kriss og ótrúlegt en satt þá bað hann Ma um að lesa "Palli var einn í heiminum" já hver hefði nú trúað því??? Oliver ákvað því bara að fara upp í sitt rúm og horfa á DVD og fara svo að sofa, já þeir geta nú verið góðar þessar elskur okkar þegar þeim langar til...
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Kv. Oliver og Kristofer

mánudagur, janúar 16, 2006

Ferðin á safnið...

Hellú
Já þá er eina ferðina enn komið kvöld í Lúxemborg og Kriss okkar sofnaður en feðgarnir í bílskúrnum að smíða vinnuborð utan um þvottavélina og þurrkaran (eru að nota meðal annars spýturnar úr kojunni og eitthvað fleira)... Dunda sér við þetta þangað til Oliver fer að sofa :-)
Annars þá var ræs í aðein fyrra lagi í morgun þar sem Oliver átti að mæta 10. mín. fyrr í skólan og hafðist það sem betur fer, þar sem bekkurinn hans var að fara að skoða eitthvert safn niðri í bæ. Svo var Kriss sæta skutlað í sinn skóla, hann var nú frekar pirraður og fúll í morgun þar sem hann vaknaði í gærkvöld seint í stuði og vildi bara ekki fara að sofa aftur...
Í hádeginu var svo Kriss sóttur og fórum við aðeins í Mallið feðgarnir skelltu sér í Drinking Shop að versla inn drykki fyrir heimilið meðan Ma hljóp í búðina... Eftir búðarferðina var svo Oliver sóttur og hafði hann frá svo mörgu að segja, en hann var þá bara nýkominn úr bænum (af safninu) og var hann rosalega ánægður með þessa ferð... Talað út í eitt um hvað hann hefði séð á safninu og sagði að hann hefði getað sýnt krökkunum myndir af Íslandi og geta sagt þeim að við hefðum meðal annars eldgos á Íslandi... Lét það svo fylgja eftir allri sólarsögunni að við þyrftum að skella okkur saman á þetta safn, og vildi hann að við færum með strætó bara eins og hann gerði með skólanum í dag því þá myndi hann rata rétta leið á safnið.. En þau tóku sem sagt strætó fyrst og löbbuðu svo í smá tíma og voru þá kominn á safnið, en hann gat því miður ekki lýst því nákvæmlega hvar safnið væri... Gott að hann var ánægður með þessa ferð enda hefur hann mikinn áhuga á alls konar fræðsluefni, hvaðan skyldi hann hafa það????
Eftir hádegi var svo Oliver keyrður í skólan en restin af fjölskyldunni lagðist undir feld enda var frekar mikið kallt hjá okkur í morgun, er að tala um -7°C þegar þeir bræður voru keyrðir í skólan í morgun...
Pa sótti svo Oliver í skólan og fóru þeir feðgar saman að sækja vinnubílinn, komu heim og voru þá gerð skipti Oliver kom inn að læra og Kriss fékk að fara með pabba sínum að kaupa efni í borðið og vaska og hvað þetta nú allt saman heitir sem var verslað...
Oliver stóð sig eins og HETJA í heimalærdómnum og var bara óvenju snöggur með lærdóminn enda ekki mikið að læra í dag þar sem það var bara kennsla eftir hádegi... Oliver sýndi svo Ma að hann hefði fengið boðskort í afmæli hjá Sam bekkjarbróðir sínum en halló afmælið verður 5. febrúar frekar langt í það, og auðvita ætlar Oliver sér að mæta í afmælið enda það haldið á MacDonalds ekki amalegt það¨!!!!!
Eftir lærdóm, fór Oliver og tók úr uppþvottavélinni fyrir mömmu sína, ekkert smá duglegur.. Þegar feðgarnir komu svo loksins heim með efnið í borðið fór Oliver með þeim í bíltúr að skila vinnubílnum og svo var það bara bílskúrinn, en jú þeir tóku sér smá pásu til að fá sér SS Pyslur í kvöldmatinn... Eftir kvöldmatinn fór Unglingurinn og Pabbi gamli í bílskúrinn en Kriss fór upp að sofa og bað Ma að lesa eina ferðina enn "Palli var einn í heiminum" fer að geta sleppt því að fletta blaðsíðunum, fer alveg að kunna söguna utan af en þetta er 4 eða 5 kvöldið í röð sem sú bók er lesin....
Segjum þetta gott af Vinnumönnum og konum í dag....

sunnudagur, janúar 15, 2006

Sunnudagur

Jæja jæja jæja,
Þá er þessi yndislega helgi bara búinn, alveg óþolandi þegar þær klárast en jú auðvita viljum við líka hafa virka daga svo strákarnir okkar læri meira í tungumálunum sem þeir eru að læra ekki satt????
Dagurinn byrjaði ALLTOF SNEMMA þegar Stubbur vaknaði og vildi ræsa liðið út en það var engin í stuði til að fara að leika við hann því miður, en hann fór þá bara að leika sér smá í Playmó en gafst nú ekki upp á því að reyna að vekja liðið og tókst á endanum að koma Gamla settinu fram úr... Þegar allir voru komnir fram úr fóru feðgarnir í bílskúrinn en þeir ætla að smíða eitthvað úr kojunni (eða já spýtunum) hans Olivers og voru að saga og bora og eitthvað í bílskúrnum meðan ég naut þess bara að slappa af... Þegar þeir voru búnir að leika sér í dágóðan tíman þarna niðri fóru þeir upp og fengu sér að borða og Oliver komst að því sér til mikillar gleði að Dennis the Menice (eða hvernig þetta er skrifað) var í TV svo hann og Kriss lögðust undir sæng og gláptu á TV meðan karlinn fór að vinna, þeir báðu svo kellu að koma niður til sín að horfa á TV sem hún gerði, við kúrðum sem sagt öll saman undir sænginni og Oliver hló fyrir okkur öll...
Þegar myndin var búið var ákveðið að skella sér út í góðan göngutúr í kalda veðrinu eða það var sko vel kallt í dag (FROST og læti)... En við löbbuðum langan göngutúr inn í skóg og strákunum þótti það sko bara alls ekki leiðinlegt... Vorum ísköld þegar við komum inn, fengum okkur að borða svo voru strákarnir settir í sturtu og lögðust svo saman inn í Olivers rúm og horfðu smá á Simpsons saman (svaka góðir)... Ma fór svo upp með Kriss að sofa og Oliver hélt áfram að horfa smá á Simpsons... Núna er Kriss sofnaður og Oliver að sofna bara róleg heit... Enda á Oliver að mæta aðeins fyrr í skólan á morgun þar sem þau eru að fara með strætó klukkan 08 í fyrramálið, já allur bekkurinn með kennaranum en það er ferð á safn í fyrramálið, gaman að heyra af því svo í hádeginu...
Bekkurinn hans Olivers er sko alltaf eins og ljós og ég dáist alveg að kennaranum að fara svona ein með þau alltaf í strætó en þetta er sko alls ekki fyrsta og ég stór efast um að þetta sé síðasta strætóferðin þeirra saman..
Segjum þetta gott af okkur í Lúxlandi...
Kv. Bræðurnir og Co.

Nýtt rúm nýtt rúm....

Well well well....
Þá er allt að gerast í húsinu, miklar framkvæmdir í Olivers herbergi, þeir feðgar að sitja saman nýja rúmið og taka niður kojuna sem var inni hjá honum...
Annars þá byrjaði þessi dagur bara vel, Ma fór að keyra Pa í vinnuna á meðan biðu þeir bræður saman heima og voru eins og ljós þegar Ma kom heim (Oliver var sem sagt að passa bróðir sinn).. Svo sá Ma að það vantaði mjólk og morgumat svo hún bauð strákunum með sér í búðina en NEI þeir vildu bara vera áfram tveir einir heima, svo Ma leyfði það með þeim skilyrðum að það yrði hringt um leið og þeir færu að rífast eða eitthvað en Ma fékk ekkert símtal og þegar hún kom heim sátu þeir saman undir sæng að horfa á teiknimyndir í TV ekkert smá góðir... Svo greinilega geta þeir verið góðir tveir einir saman.. Og Ma var sko mikið stolt af þessu...
Ma náðu nú að draga þá svo frá TVinu með morgunmat og borðuðum við saman og ákváðum við matarborðið að skella okkur í smá bíltúr og IKEA að láta Oliver skoða rúmið sjálfan...
Þegar í IKEA var komið þá var Kriss orðinn pínu pirraður og þreyttur enda svaf hann ekki alveg nógu vel í nótt og var því pínu pirraður í mannþvögunni í IKEA en við létum okkur hafa það og Oliver var ekkert smá ánægður með rúmið svo Ma ákvað bara að drífa þetta af og versla fyrir Unglinginn sinn (sem var búinn að vera svo góður allan morguninn) eitt rúm... Svo vorum við svo roslaega heppinn að Pa var ákkúrat búinn í vinnunni og gat komið á vinnubílnum í IKEA að hitta okkur (til að keyra rúmið heim).... Svo þetta smell passaði allt saman... Karlarnir fóru svo saman heim á vinnubílnum en Ma keyrði ein á fjölskyldubílnum (enda má sitja frammí í vinnubílnum og það er nú sport út af fyrir sig þegar maður er bara 3 ára)...
Fórum svo heim í smá afslöppun og svo í pizzugerð, borðuðum og svo fóru karlarnir í það að sitja saman rúmið fyrir Oliver... Eru að búnir að sitja rúmið saman og búið að búa um rúmið og allar græjur nú eru þeir bara að klára að taka niður kojuna og þá er hægt að fara að gera alvöru breytingar inni hjá Oliver (við þurfum að fara í það að taka úr umferð dót sem hann er hættur að leika sér við og nota, og sitja bækurnar sem hann les ekki, barnabækurnar, inn til Kristofers fara að gera herbergið hans að ALVÖRU UNGLINGA HERBERGI)....
Eins og þið lesið þá er sko búið að vera nóg að gera hjá okkur í dag, fyrir utan það að Oliver er byrjaður að telja niður í 8 ára afmælið sitt, vá hvað tíminn líður hratt... En hann hlakkar mikið til og er byrjaður að spá í hvað hann langar mest í í afmælisgjöf og svona.. Nóg að gera hjá honum :-)
En núna ætlar pikkólína að fara að leggjast með körlunum í sófan og fara að glápa á TV (en þeir tóku sér pásu til að horfa á smá TV, áður en þeir klára að taka niður kojuna)...
Segjum þetta gott af þessum Laugardegi okkar...
Takk fyrir að kvitta í gestabókina okkar (það eru sumir duglegir en aðrir og þökkum við þeim duglegu sérstaklega fyrir að vera alltaf að hugsa til okkar)....
Kv. frá okkur í Lúxlandi...

laugardagur, janúar 14, 2006

Föstudagur, jíbbí jibbí....

Jú hú þá er loksins komið að því að Unglingurinn á heimilinu fái að vaka lengur og sofa út á morgun, já það er held ég orðið langþráð hjá honum en honum finnst rosalega gott að sofa og fá að vaka lengi...
Enda var frekar erfitt að vekja hann í morgun, en hann stökk á fætur þegar hann fékk að heyra það að í dag væri föstudagur!!! Svo skutlaðist Pa með strákana sína í skólan, sú Gamla fékk að vera heima á meðan...
Í hádeginu var Kriss okkar svo sóttur fyrstur og hafði hann nú frá ýmsu að segja eins og vanalega, við fórum svo bara í smá bíltúr þangað til við sóttum Oliver Stóra... Vorum við hin þá búinn að ákveða að karlarnir myndu fara í hádeginu í klippingu en þeir voru (já alla vegana þeir 2 eldri) orðnir frekar síðhærðir og það fer eitthvað fyrir brjóstið á þeim, ég er að tala um klippingu einu sinni í mánuði fyrir þá algjört lágmark!!!! Komustu þeir að strax ekkert mál og voru allir voða sætir og fínir eftir klippinguna (best að skjóta inn einum brandara, hann Kriss vill þessa dagana alltaf fá GEL í hárið og RAKSPÍRA já hann er kominn með Unglingaveikina og er bara 3 ára hvernig verður hann þegar hann eldist, oh mæ god ætla ekki að hugsa þá hugsun til enda).....
Eftir hádegið var Oliver skutlaði aftur í skólan en við hin ákváðum að skella okkur í IKEA, Kriss fór í boltalandið meðan Gamla settið skoðaði rúm fyrir Unglinginn, fundum þar rúm sem okkur leist á og ótrúlegt en satt þá er það meiri segja til á lager en við ekki á nógu stórum bíl til að kaupa það svo já ef Pa verður ekki mikið að vinna um helgina þá kaupum við rúmið um helgina.. Ekki hægt að hafa Unglinginn lengur í þessari Koju.....
Ma sótti svo Oliver í skólan og var þá farið heim í lærdóm, kvöldmat og afslöppun... Þetta var sko bara alveg ágætis dagur að vísu frekar kallt hjá okkur (var -0,5 í morgun hjá okkur en engin snjór sem betur fer), segjum þetta bara gott af þessum föstudegi 13. janúar...
Endilega kvittið nú í gestabókina, við vitum að við eigum nokkra lesendur að þarna úti sem kvitta ekki fyrir sig... Hinum sem kvitta þökkum við fyrir að láta okkur vita að það sé verið að fylgjast með okkur...
Kv. Oliver Unglingur og Kristofer Ömmustrákur

föstudagur, janúar 13, 2006

Komin fimmtudagur

Helló,
Þá er þessi fyrsta skólavika eftir jólin að verða búin og vá hvað það er nú gott.. Búið að vera frekar mikið af heimalærdómi og skólinn bara að byrja, já hér í Lúxlandi er allt sett á fullaferð frá degi 1 greinilega ha......
Nóg um það í morgun var frekar erfitt að vekja Oliver já já það tekur tíma að aðlagast því að þurfa að vakna á hverjum degi. En þetta tókst nú allt á endanum, þegar við vorum svo í róleg heitunum að borða morgunmatinn kemur Kriss okkar grátandi niður og bendir á ennið á sér og segjir að sér sé illt hérna... En hann kvartaði líka yfir þessu í gærkveldi.. Ma fannst hann líka heitur svo hún sendi hann upp í rúm til Pa svo hún og Oliver gætu klárað morgunmatinn og farið í skólan.. En Kriss spurði Ma á leiðinni upp stigan hvort hann mætti fá Pepsi (þá er hann að tala um Rautt Kók) svo Ma sagði það er ekki til en ég redda því á heimleiðinni, skutla Oliver fyrst í skólan og kem svo við í búðinni...
Eftir þetta allt saman drifu Ma og Oliver sig í skólan.. Ma skutlaðist svo eftir Coke fyrir Kriss sem hún hélt að væri veikur og heim.. Þegar heim var komið var Stubbur í stuði en Ma fannst hann en smá heitur.. Fór því bara með hann niður að horfa á TV og Kriss sem er allur að koma til hvað TV gláp varðar sat eins og stjarfur undir sæng svo Ma lét hann bara alveg eiga sig.. Fórum svo upp og vöktum Pa vildum fara að gera eitthvað...
Fórum svo út að sækja Oliver í skólan, Ma og Oliver fóru svo heim að læra (og Oliver með frekar mikinn heimalærdóm í dag miðað við það að í dag var stuttur dagur hjá honum í skólanum) en Pa og Kriss fóru með Magna í bíltúr....
Þegar karlarnir komu svo loksins heim var Oliver greyjið að klára heimalærdóminn svo við gátum chillað smá saman og svo fór Pa í það að elda matinn ofan í liðið...
Eftir matinn og chillið já og smá gláp á Strákana á Stöð 2 fór Unglingurinn upp í sitt herbergi að horfa á mynd fyrir svefninn og vildi því Stubbur kíkja á hann og Unglingurinn samþykkti það svo þegar Ma var að koma að sækja Kriss til að fara að sofa þá lágu þeir bræður saman á dýnu á gólfinu svaka góðir (leiðinlegt að eyðileggja góða stund hjá þeim)... Ma fór svo upp með Kriss og las fyrir hann "Palli var einn í heiminu" og kom þvílíkt spurningarflóð meðan á lestrinum stóð!!! En Ma las bara smá meira fyrir Stubbinn sinn og sofnaði hann á meðan.. Oliver slökkti bara á TV þegar myndin var búinn og fór yfir það aftur hvað vikudagarnir heita á þýsku (en hann þarf líka að kunna að stafsetja það rétt) og fór svo að sofa... Hann er að lesa núna Skúla Skelfir bækurnar sem Amma gaf honum um daginn og er bara nokkuð ánægður með hann Skúla...
Já Oliver er sko rosalega duglegur að lesa á íslensku, fyrir utan hvað hann stendur sig vel í náminu hérna, alveg til fyrirmyndar þessi drengur (alveg greinilegt að hann hefur þetta allt frá Mömmu sinni)....
Segjum þetta gott í bili...
Endilega kíkjið á nýja myndaalbúmið okkar...
Kv. Bræðurnir og Gamla Settið í Lúx

fimmtudagur, janúar 12, 2006

NÝJAR MYNDIR

Vorum að setja nokkrar nýjar myndir inn, Ma er að læra á nýju myndavélina sína svo þetta tekur allt smá tíma.. Vonum að þið verðið þolinmóð hvað það varðar....
Kv. Lúxararnir

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Miðvikudagur....

Well well well...
Þá er vikan hálfnuð og rúmlega það strákarnir okkar eiga bara eftir að vakna 2 sinnum í þessari viku sem er nú lítið...
Í dag var samt langur dagur hjá báðum strákunum...
Fyrst var farið á fætur og vaknaði Haninn okkar snemma eins og alltaf en erfiðara var að fá Unglinginn okkar á fætur, en þetta hófst allt saman á endanum sem betur fer...
Fórum öll saman út í morgun og keyrðum strákana, hér úti er orðið frekar kuldalegt, já frost á öllum trjáum (svo þau eru hvít rosalega flott) og þykk og mikil þoka, þetta er sko bara jólalegt og flott vantar bara að hafa öll jólaljósin úti núna... En já jólin er víst búin :-(
En við sóttum svo Kriss í skólan og var hann úti að leika þegar Gamla settið mætti á svæðið, kom svo sæll og glaður í bílinn og var bara ánægður með daginn, fórum svo smá hring áður en við sóttum Oliver í skólan... Þegar báðir strákarnir voru komnir í bílinn drifum við okkur heim og gáfum þeim að borða..
Svo var það aftur skóli eftir hádegi hjá þeim báðum sem var bara fínt... Kriss fór beint út að leika þegar hann mætti eftir hádegi svo hann er búinn að vera alveg fullt út í kuldanum í dag (en hann hefur nú bara gott af því ekki satt???)...
Aftur voru það ánægðir strákar sem voru sóttir klukkan 16, fórum þá bara heim að chilla... Oliver fór að vísu fyrst í heimalærdóminn eins og alltaf það er bara regla á þessu heimili, enda þurfum við Gamalmenninn að kvitta fyrir því að Oliver hafi lært heima, svo það borgar sig bara allra vegna að drífa þetta af....
Núna eru strákarnir bara komnir í afslöppun fyrir framan TV enda langar engum að vera úti í kuldanum núna...
Segjum þetta bara gott í dag af okkur í Lúxlandinu..
Kv. Liðið í Lúx

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Daglegt amstur tekið við....

Góða kvöldið,
Já þá er okkar venjulega líf hafið aftur, já það var orðið frekar langþráð á þessu heimili...
Dagurinn í dag byrjaði vel Skólastrákurinn hann Oliver vaknaði eins og ekkert væri (kvartaði að vísu yfir því hvað væri nú kallt hjá okkur í dag)... Hann var sko duglegur að koma sér fram úr á fætur frekar hress drengurinn miðað við aldur og fyrri störf... Svo skutlaði Ma honum í skólan (Kriss sem var nú vaknaður nennti ekki með út sagðist ætla að vera heima og horfa á TV en það var nú í góðu lagi þar sem Pabbi hans var heima og vakandi upp í rúmi)..
Þegar heim var komið náðum við að draga Gamla manninn á fætur, og já það gekk hæglega skal ég segja ykkur.. En það hófst og við skutluðum þeim Gamla í vinnuna, og þegar var farið í það að velja skó þá byrjaði Kriss að gráta út í eitt og það nýjasta nýtt er að gráta alltaf á Ömmu og þá er sko grátið sárt... En það gekk yfir og við Kriss skelltum okkur á smá búðarráp þegar við vorum búinn að skutla karlinum.. Fórum meðal annars í Dönsku búðina og keyptum okkur Rúgbrauð vá hvað það er nú alltaf gott og ég tala nú ekki um svona Kögglabrauð... Fórum heim chilluðum og sóttum svo Oliver í skólan...
Við fórum í smá bíltúr svo í það að elda matinn en bræðurnir pöntuðu Grjónagraut (ekkert smá sem hægt er að borða af þessum graut alltaf) og það var rúgbrauð með grautnum bara gott...
Svo fórum við saman niður í Sjónvarpsherbergi og lögðumst undir teppi og horfðum á TV á endanum pöntuðu þeir bræður POPP með bíóinu sem að sjálfsögðu þeir fengu, enda þeir bræður búnir að vera svakalega stilltir í dag...
Ma fór svo með Kriss í bælið um það leyti sem Pabbi kom heim... Þegar Ma kom svo niður fórum við Fullorðna fólkið og Unglingurinn í Yatzee og eru þeir feðgar enn að þar sem Oliver vann fyrstu umferð og var sá Gamli ekki alveg sáttur við það!!!
Svona er að vera tapsár í þjóðfélaginu í dag...
Segjum þetta gott í dag...
Kv. Berglind og Karlarnir

MONTIÐ sem gleymdist í gær....

Góðan daginn,
Ég gleymdi alveg að monta mig í gær, já hann Oliver minn er sko orðin KLÁR í þýskunni.. Við vorum að þýða saman texta í gær og þá var hann alltaf að segja mömmu sinni hvað orðin þýddu í textanum (en sú gamla var nú ekki alveg viss og tékkaði því í orðabókin og alltaf hafði strákurinn rétt fyrir sér)... Já hann er sko duglegur og vel gefin þessi elska enda ekki langt að sækja það (við vitum öll hver er MAMMA HANS)...... Svo þurfti hann líka að leiðrétta mömmu sína oft þar sem hún sagði orðin ekki rétt (já mig greinilega vantar þennan fína flotta framburð sem hann Oliver minn hefur náð sér í)....
Svo var Oliver að kenna bróðir sínum einhvern söng (sem er líka leikur), en Kriss var svona eins og mamman sagði orðin ekki alveg rétt svo Oliver var í því að segja sömu setninguna aftur og aftur og aftur fyrir bróðir sinn...
Já HETJAN okkar er sko að standa sig, það eru nú ekki allir svona heppnir eins og við... Við megum líka bara þakka fyrir það hversu vel honum var tekið í skólanum og hvað allir hérna í hverfinu eru góðir við hann (það eru því miður ekki öll Íslensku börnin eins heppin og Oliver)...
Varð að monta mig smá...
Kv. Berglind Montna.

mánudagur, janúar 09, 2006

Venjulegur Mánudagur......

Mojen,
Þá er þessi Gestagangur búinn og okkar venjulega líf að hefjast aftur... Strákarnir fóru sem sagt báðir í skólan í morgun... Það var nú frekar erfitt að vekja þá bræður í morgun en það hófst eins og allt annað, við buðum Dána með í bíltúr að skutla strákunum... Pa skutlaði svo Dána á flugvöllinn...
Ma labbaði svo í hádeginu að sækja Kriss og Kriss duglegi var sko alveg í stuði til að labba heim þó svo það væri nú frekar kallt, en hann setti bara upp húfu og vettlinga og arkaði af stað.. Við rétt náðum að fara heim með töskuna hans Kriss áður en við þurftum að fara að labba að sækja Oliver (já einmitt Pa var á bílnum okkar).. Sóttum Oliver og fórum heim að borða og verð ég nú bara að taka það fram að þeir bræður voru vægt til orða tekið ROSALEGA STILLTIR í hádeginu alveg til fyrirmyndar, og töluðu um það hvað hefði verið gaman í skólanum báðir tveir, greinilegt að hér hafi verið komin tími á þetta venjulega líferni...
Löbbuðum svo með Oliver eftir hádegi í skólan aftur, en hann það var langur dagur hjá honum í dag.. Við Kriss fórum svo heim að chilla og settja í þvottvél og hengja upp þvott og svona skemmtilegt, ha....
Oliver duglegi kom svo sjálfur heim með strætó klukkan 16 og náði meiri segja vagninum (en vagninn stoppar fyrir utan skólan á sama tíma og bjallan hringir svo það er ekki oft sem það tekst að ná strætó þegar skólinn er búinn)... En okkar maður kom svo kaldur heim eftir strætóferðina svo Ma bauð upp á heitt kakó og randalínu í kaffitímanum...
Eftir kaffitíman var það heimalærdómur hjá Oliver frekar mikið eða já svona... Og þurfti Kriss svona aðeins að stríða honum (alveg nauðsynlegt ekki satt???)... Svo Kriss var settur í það að hjálpa Ma og Pa með kvöldmatinn og leggja á borð (en hann er svaka duglegur í þeim pakka, ormurinn okkar)... Svo var það bara kvöldmatur og bælið fyrir Kriss, en Oliver þurfti að halda áfram með heimalærdóminn... En eftir skamma stund tekur bælið við hjá honum líka...
Segjum þetta gott af okkar fyrsta VENJULEGA DEGI í langan tíma...
Kv. Berglind and the boys

Amma Mín !!!!!!!!!!!!!

Já enn talar Stubburinn okkar um hana Ömmu sætu og já á eflaust eftir að gera það í nokkra daga í viðbót, þetta er bara spurningum um að flytja hana inn... En hann fór að hágráta þegar hann átti að fara að sofa og kallaði á ömmu... Sagði svo þegar hann var alveg að sofna AMMA MÍN.. Segir núna að hann sé Ömmustrákur og að amma eigi hann...
Svona er nú bara lífið þegar maður býr í útlöndum þá hefur maður ekki alltaf Ömmu sína hjá sér eða hvað???
Nóg um það fórum frekar snemma á fætur eða já svona, þá var mannskapurinn drifinn í föt og farið í langan bíltúr fórum til Vinanden (vona að ég skrifa þetta rétt) og kíktum á kastalan þar, hann er sko RISA STÓR og flottur, gaman að koma þangað en þetta er í annað skiptið sem við stór fjölskyldan förum þangað.. Vorum þar í dágóðan tíma, keyrðum svo smá hring og fórum í Mallið... Stoppuðum mjög svo stutt við þar og svo ákváðum við að fara að borða þar sem allir voru að kafna úr hungri... Skelltum okkur á Kínverskt sem var sko mjög gott og Oliver var sko svakalega ánægður talaði um það að hér eftir vilji hann alltaf fara á þennan stað og fá þennan sama mat.. Eftir matinn drifum við okkur bara heim, Ma og Kriss kíktu á Benedikt Búálf í Tvinu og Unglingarnir fóru í PS2 nema hvað!!!
Eftir myndina fór Kriss í sturtu og svo fengu þeir smá kvöldmat, eftir kvöldmatinn fór Kriss Ömmustrákur að sofa en Unglingarinn fóru niður í tölvuna að leika sér eitthvað.. Svo fóru Unglingarnir í sturtu og inn til Olivers að horfa á mynd þar sem það á að fara snemma í bælið í dag þar sem það er skóli á morgun hjá Oliver og Kristofer, og Dáni er að fara í flug og þarf að vakna tímanlega í það...
Þannig var það nú bara....
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Kv. Lúxararnir..

sunnudagur, janúar 08, 2006

Góða Nótt ELSKU AMMA MÍN

Svona endaði Kriss þennan dag.. Sagði samt áður en hann sofnaði Mamma af hverju kemur Amma ekki til mín þegar ég kalla á hana... Hann lét mömmu sína líka vita af því í dag að hann væri ÖMMUSTRÁKUR og að AMMA SÆTA ætti hann mest.. Já ekki amaleg meðmæli sem hún Amma fær frá stráknum sínum.. Hann saknar hennar sárt þessa dagana og vill endilega að hún komi sem fyrst aftur.. Sagði einmitt í dag þegar hann sá sólin, já nú fer Amma Sæta alveg að koma aftur... Ekki amalegt að vera ofarlega á vinsældarlistanum hjá honum Kriss....
Annars er þetta búinn að vera bara fínn dagur hjá okkur í Lúxlandinu.. Haninn okkar vaknaði eldsnemma og náði Ma að plata hann smá í að sofa lengur.. Svo vildi hann bara fara að drífa sig framúr fá að borða og gera eitthvað skemmtilegt svo Ma dreif sig fram úr með honum og ákváðu þau að fara að henda smá Gleri og Pappa í endurvinnsluna, fórum svo saman í langan bíltúr... Ákváðum að kíkja aðeins svo í Mallið þar sem restin af liðinu svaf.... Pa hringdi svo í okkur og bað um að hann og Dáni yrðu sóttir þar sem hann væri að fara að vinna í hádeginu og Dána langaði að skoða sér PS2 leik.. Sóttum við þá og fórum með þá í Mallið, Unglingurinn okkar hann Oliver vildi frekar vera heima undir feld heldur að fara í einhverja búðar vitleysu (ekki alveg í uppáhaldi hjá honum).... Við fóru svo heim og fengum okkur í gogginn... Þegar karlinn fór svo í vinnuna ákvað Ma að draga okkur í bæinn enda höfðum við bara gott af hreyfingunni og fríska loftinu... Löbbuðum smá í bænum (tókum strætó í bæinn en það er sko í miklu uppáhaldi hjá Kriss að taka strætó eða lestina niður í bæ)... Fyrir góða hegðun í bænum fengu svo strákarnir að velja sér ís sem yrði í eftirrétt í kvöld...
Drifum okkur svo heim til að taka kúlurnar af jólatrénu, Oliver og Dáni fór í smá göngutúr og svo beint heim í PS2... Ma og Kriss horfðu svo á Idolið á Stöð 2 í kvöld og elduðu svo kvöldmatinn var mannskapurinn farinn að kvarta út af hungri svo það var eins gott að drífa eitthvað á borðið fyrir þá...
Eftir matinn fór Kriss sæti að sofa og sagði þá þessu fallegu orð hér að ofan og sofnaði vært eflaust hugsandi um hana Ömmu sætu ... En Unglingarnir léku sér smá meira í PS2 og voru svo sendir í bælið (fengu að vísu að horfa á eina mynd áður en þeir færu að sofa)... Svo nú er bara ró og friður hér í kotinu okkar...
Endilega verið duglegri að kvitta í gestabókina okkar....
Kv. Ma and the Gang

föstudagur, janúar 06, 2006

Amma Sæta

Helló helló allir saman...
Nú er komið kvöld í Lúxlandi eina ferðina enn.. Og við búin að eiga góðan dag...
Okkar eigin lifandi Hani vaknaði snemma en var nú samt duglegur að dunda sér, reyndi nú samt að vekja alla en það gekk frekar illa en á endanum fór Gamla settið fram með hann.. Þá fór hann í sturtu og fékk sér Morgunmat, bara hafa það huggulegt nema hvað??? Svo já fórum við og skutluðum Pabba og Magna í vinnuna, en Unglingarnir sváfu eins og sveskjur.. Kriss og Ma fóru svo í verslunarferð þar sem já ísskápurinn var farin að öskra af hungri og strákarnir búnir að panta hvað ætti að vera í matinn um helgina.. Svo já við versluðum fórum heim með matinn og voru þá Unglingarnir að fara á fætur svo já Ma sagði þeim að fá sér í Gogginn og klæða sig meðan hún og Kriss myndu sækja Pabba í vinnuna... Sóttum Magna líka og skutluðum honum heim og í bílnum á leiðinni náði Kriss að sníkja penna af Magna... Svo fórum við heim og Pabbi skipti um föt og var farið í smá bíltúr, Oliver Unglingur nennti sko ekki með í einhverja búðarvitleysu og ákvað í staðinn að vera bara heima... Við fórum smá hring í bænum og svo heim þar sem allir voru orðnir svangir...
Þegar heim var komið fór Ma í það að finna til hvað hægt væri að sitja á Pizzu þar sem strákarnir voru sjálfir að búa til Pizzu eða já velja hvað yrði sett á hana... Það var nú fljót gert hjá þeim og svo borðuð þeir og drifu sig beint í PS2 að leika sér nema náttúrulega Kriss sem átti að fara upp með pabba að sofa já já karlinn las fyrir hann bækur og allan pakkan en vitir menn Kriss er kominn núna niður til Mömmu með pabba með sér alveg GLAÐVAKANDI (strákurinn sofnaði nefnilega smá í bílnum í dag) og er Kriss í bananastuði :-) ekki á leiðinni í bælið alveg strax... Unglingarnir eru eitthvað að leika sér....
Svona er þetta bara hérna í kotinu í dag, bara róleg heit sem er nú bara hið besta mál....
Ógeð stutt í það að skólinn byrji en strákarnir byrja á mánudaginn, vá verður erfitt að vakna eftir alla þessa fjarveru...
Kriss er enn að tala um hana Ömmu sætu og hann skilur ekkert í því af hverju hún þarf að passa Jón Egil og Tómas Ara og mæta í vinnuna, þvílíkt RUGL... Já hann vill bara hafa hana hjá sér 24/7....
Segjum þetta gott í bili....
Kv. Bræðurnir í Lúxlandi

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Amma á að PASSA MIG....

Dúllurnar mínar
Þá er þessi erfiði dagur senn á enda og já Kriss sæti grét sig í svefn með þessum orðum "Amma á að passa mig" já hennar er sko sárt saknað og það var sko mikið grátið og erfitt að hugga... Og hann var sko alls ekki sáttur við það að Amma ætlaði að koma aftur HINN DAGINN hún átti bara að koma aftur strax!!!! (Mamma var sem sagt að reyna að hugga Prinsinn sinn og sagði að Amma kæmi aftur í sumar og að hún skyldi passa hann þangað til en NEI það var ekki nógu gott)... Já þessar Ömmur er greinilega alveg YNDISLEGAR... Hlakkar bara til að verða Amma því þá er alveg pottþétt að ég verð ÓMISSANDI 24/7...
Nóg um það.. Ég var ein eftir í kotinu þegar karlarnir fóru á flugvalla rúntinn... Náði sem betur fer að taka til í öllu húsinu í staðinn og byrjaði að taka niður jólaskraut og því orðið vel tómlegt hérna í kotinu sko í orðsins fyllstu merkingu...
En þeir feðgar komu heim með hann Dána með sér... Var farið í það að elda ofan í mannskapinn og borða... Fengu svo Oliver og Dáni að fara í tölvuna að leika sér svo eru þeir nú bara búnir að vera góðir saman upp í herbergi (þ.e.a.s meðan þeir hafa fengið frið fyrir Kriss enda passar hann ekkert inn hjá svona Unglingum).....
Svo fór Pabbi að vinna núna í kvöld og um það leyti sem pabbi fór að vinna fór Kriss að sofa og grét mikið eins og áður sagði en strákarnir fór að leika sér og voru bara góðir...
Núna sefur Kriss eins og ljós, en Unglingarnir vaka enn og eflaust langt í það að þeir sofni, enda hafa þeir alveg heilt TV út af fyrir sig og PS2 tölvu og allan pakkan og geta bara verið inn í herbergi...
Ætlum nú samt að gera eitthvað skemmtilegt um helgina... Það var nú frekar erfitt að fá upp úr Unglingunum matseðil helgarinnar en Kriss átti nú ekki erfitt með að segja hvað hann vildi það var Chicken Nuggets, MacDonalds og Pizza já ef lífið væri nú bara svona einfalt alltaf...
Segji þetta gott af okkur í bili...
Kv. Berglind og Karlarnir...

Tómt hús....

Góðan daginn þið sem eruð vöknuð...
Já nú eru feðgarnir farnir af stað með Ömmu Sætu og Reynsa út á flugvöll, en leiðinlegt... En fyrst var vaknað farið í Mallið að kaupa rúnstykki og sett Dísel á trukkinn, Kriss, Oliver og Pabbi vaktir og fengið sér í gogginn og töskunum komið fyrir í bílnum... Svo lögðu þau öll af stað núna fyrir örfáum mínútum... En þeir hafa alveg nóg að gera í dag feðgarnir fyrst keyra þeir Ömmu Sætu og Reynsa til Frankfurt/Hanh og svo fara þeir á Frankfurt Main að sækja Dána en hann er sem sagt að koma í helgar heimsókn til okkar... Svo tekur við þessi eðlilegi dagur á mánudaginn þegar strákarnir mínir fara í skólan og Dáni fer heim... Þá verður kotið alvöru tómt og engir gestir væntanlegir fyrr en í fyrsta lagi í sumar... Svona er nú bara lífið þegar maður býr í útlöndum ekki satt?????? Við eigum nú eftir að fara í smá Carnival frí sem er í kringum Bolludag, Öskudag og þann pakka og svo aftur í Páskafrí svo já það er aldrei að vita hvað gerist hjá okkur... Ætla að fara að taka til og taka niður jólaskraut enda jólin búinn hjá okkur, þau fóru með Ömmu sætu og Reynsa....
Segji þetta gott í bili.
Kv. Berglind Ein í kotinu

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Þau fara á morgun

Það verður sorgardagur mikill á morgun, já þá fara Amma Sæta og Reynsi aftur til Íslands, oh bara leiðinlegt.. En við erum búin að fá alveg yndislegan tíma með þeim og það skiptir nú líka máli ekki satt????
Nóg um það.. Í dag fóru Amma Sæta og Kriss fyrst á fætur og fljótlega eftir það fór Reynsi á fætur og svo Ma... Við ákváðum því bara að hafa okkur til og drífa okkur í bæinn og leyfa gömlu körlunum okkar að sofa.... Við hentumst smá í Mallið þar sem Amma Sæta og Reynsi voru að kaupa svona smá til að taka með sér heima, og við vorum að skoða Mamma fann geggjað cool húfur handa Oliver og Kriss (ætlaði bara að kaupa húfu handa Kriss en Kriss fannst Olivers húfa svo geggjað flott að hann sagði að við ættum bara að gefa Oliver líka húfu)... Fórum svo heim og þá var Pabbi nývaknaður en Oliver sæti enn sofandi svo við náðum nú að draga Oliver á fætur þar sem hann fékk nýja húfu og Reynsi frændi gaf honum líka pakka (já þeir eru alltaf að græða þessir strákar, amma líka búinn að kaupa handa þeim föt og dót, tómur gróði og já jólin nýbúinn og rosalega stutt í það að Oliver Unglingur verði 8 ára)....
Eftir bæjarferðina fengum við okkur að borða og ákváðum svo að kíkja smá á Frakklanda, fórum til Metz sem var bara fínt, frekar samt kallt til að vera labbandi í bænum en við létum okkur hafa það.. Vorum ekkert rosalega lengi en við kíktum fyrst á bæinn svo á stóru flottu Kirkjuna svo löbbuðum við bara aftur í gegnum bæinn og í bílinn enda öllum orðið kallt.. Var þá bara brunnað heim....
Fengum okkur að borða og svo var það bara afslöppun enda eru Reynsi og Amma að pakka niður og svona sem þarf að gera áður en maður fer heim til sín....
En svona er það nú bara allt tekur enda því miður...
Segjum þetta gott í bili
Biðjum svaka vel að heilsa öllum á Íslandinu Góða...
Kv. Oliver Unglingur og Kristofer Ömmusjúki

þriðjudagur, janúar 03, 2006

3. Janúar

Helló allir saman,
Þá er þessi dagur senn á enda og við öll komin í ró, eða svo að segja allir... Niðri eru Kriss, Ma, Pa og Amma sæta að horfa á TV en uppi eru Oliver og Reynsi að spila í PS2 leik sem Oliver fékk í jólagjöf....
Annars var dagurinn í dag bara fínn fórum semi seint á fætur og þá voru allir baðaðir hátt og lágt og já Reynsi og Kriss fóru í bakaríið... Svo fengum við okkur saman morgunmat nema Pa sem fékk að sofa þar sem hann var að vinna alla nóttina... Svo ákváðum við að fara niður í miðbæ Lúx að skemmta sér og var sko skipt í lið Reynsi og Kriss voru saman og Ma og Amma sæta saman í búðarrápi... Oliver var heima með pabba sínum og fóru þeir í það að þrífa bílinn okkar að innan og já kíkja í mótorhjólabúð og eitthvað skemmtilegt... Þetta var sem sagt bara fínn dagur... Kíktum svo smá stund í Mallið áður haldið var heim í afslöppun...
Þegar heim var komið nennti engin að elda svo Pa og Reynsi hentust eftir Pizzu ofan í liðið ekkert nema bara gott um það að segja...
Nú styttist því miður í það að Amma Sæta og Reynsi fari og við bræður förum að byrja í skólanum.. En svona er þetta bara allt tekur einhvern tíman enda...
Segjum þetta gott af okkur í bili
Endilega verið duglegir að kvitta í gestabókina...
Kv. Oliver og Kriss

MYNDIR MYNDIR MYNDIR

Ma var að setja inn nokkrar myndir í "Des 05 og Jan 06" albúmið... Endilega verið nú duglegri að kvitta fyrir komu ykkar, sjáum það sko á teljaranum að einhverjir eru að kíkja á okkur en svo eru bara örfáir sem kvitta fyrir komu sinni...
Kv. Oliver Svefnburka og Kristofer Morgunhani

mánudagur, janúar 02, 2006

Þýskaland....

Góða kvöldið,
Jæja þá erum við komin heim og í afslöppun... Byrjuðum daginn svona meðal snemma, að vísu vaknaði Kriss Hani eldsnemma og dró Ömmu Sætu og Reynsa með sér niður... En við hin fengum að sofa... Svo þegar loksins allir voru vaknaðir/vaktir var farið í það að skella sér í góðan bíltúr til Þýskalands... Kíktum aðeins á Trier í dag, fórum að sýna þeim borgina (amma Sæta búin að sjá hana en ekki Reynsi) og jú jú við gátum eitthvað verslað nema hvað!!!!! Vorum þar í dágóðan tíma, löbbuðum um og kíktum í búðir, fórum líka að athuga með skenkinn okkar sem átti nú að vera löngu löngu kominn í hús en er enn ekki kominn, já hvað eigum við að gefa þeim langan frest ég bara spyr?????
Á leiðinni heim lögðu sumir sig þar sem það var orðið frekar dimmt úti, enda klukkan orðin frekar mart... Fórum heim fengum okkur afganga og svo var farið niður að horfa á TV (já og spila Yatzy) og Pa fór að vinna...
Þegar klukkan var orðin frekar margt fór Ma upp með Kriss að sofa og var hann sko alls ekki sáttur við það vildi bara hafa Ömmu Sætu hjá sér og grenjaði alveg út í eitt... En Ma náði nú að róa strákinn sinn og segja honum sögu (já þessar Ömmur verða nú líka að fá frí einhvern tíman ekki satt????)...... Á endanum steinn sofnaði Kriss meðan hann beið og vonaði að Amma sæta myndi koma upp til hans (hann var að vonast til að vinna).... Á meðan var Oliver niðri með Ömmu og Reynsa að horfa á eitthvert bíó sem er í TV núna... Bara róleg heit hjá okkur í kvöld.. Svo er aldrei að vita hvort við skellum okkur til Frakklands eða bara í miðbæ Lúx á morgun.. Um að gera að sýna gestunum eitthvað meira en bara götuna okkar ekki satt????
Segjum þetta gott í bili af okkur...
Endilega kvittið fyrir komu ykkar svo við sjáum hverjir eru að fylgjast með okkur....
Kv. Oliver og Kriss Ömmusjúki

Árið 2006 hafið og teljarinn kominn upp í 1000

Gleðilegt nýtt ár....
Jæja þá er þetta ár loksins hafið og Oliver alveg að verða 8 ára og Kriss verður 4 ára á árinu, já tíminn flýgur áfram...
í gærkvöldi var borðaður matur og chillað en við vorum með Ömmu sætu, Reynsa og Rabba í mat bara skemmtilegt hjá okkur. Strákarnir fengu að sprengja smá upp áður en borðað var og smá líka eftir matinn.. Við fórum svo bara í afslöppun meðan beðið var eftir því að klukkan myndi slá 24:00, við náðum nú að kíkja á Áramótaskaupið á RÚV já allt er hægt að gera þó svo maður búi í útlöndum... Þeir bræður sofnuðu nú báðir vel fyrir miðnætti og var engin möguleiki á því að vekja þá svo ákveðið var að klára bara raketturnar í dag...
Í morgun fóru þeir bræður svo með Reyna frænda í góðan göngutúr, enda fínt að hreyfa sig smá svona í morgunsárið (snjórinn allur að fara frá okkur enda búið að rigna út í eitt hjá okkur og hitinn búinn að vera fínn)... Þegar heim var komið fengu þeir hádegismat, ákváðum við svo að fara með Ömmu sætu og Reynsa í smá bíltúr sýna þeim smá meira af Lúx, svo já Oliver Unglingur ákvað að vera heima þar sem Ma og Amma töldu hann vera með smá hita og ekki vildum við taka sénsinn á því þar sem þeir ætluðu að skjóta upp rakettunum í kvöld.... Þegar heim var komið var ákveðið að horfa á Christmas Vacation og sofnuðu allir yfir myndinni (allir þreyttir enda dagarnir búnir að vera langir)... Svo var farið að huga að kvöldmatnum og í dag var bara venjulegur matur Hamborgarahryggur með tilbehor... Eftir matinn fór svo strákarnir út með körlunum (pabba og Reynsa) að sprengja upp raketturnar.. Þegar heim var komið var ákveðið að fá sér smá eftirrétt og núna liggja allir í sófanum að horfa á bíó... Svo já það mætti segja að áramótin hafi verið frekar róleg hjá strákunum á þessu heimili..
En svona er það nú bara :-)
Nú er bara rúm vika í skólan svo nú verðum við að fara koma reglu á þetta heimili aftur...
Verið nú duglegri að kvitta fyrir komu ykkar....
Kv. Oliver og Kristofer