sunnudagur, janúar 29, 2006

Þá er helgin svo að segja BÚIN...

Well well well...
Þá er komið sunnudagskvöld í okkar koti og farið að líða að svefntíma Kristofers... En hann fær að horfa smá á Power Rangers með stóra Brósa áður en við förum upp að lesa...
Annars þá var þetta mjög fyndið allt saman, Kristofer sofnaði í Olivers rúmi og svaf þar í alla nótt vaknaði rétt fyrir 07 í morgun og kom þá og ræsti.. Oliver greyjið sofnaði í sófanum í stofunni, svo já það mætti segja að þeir bræður hafi sofið á kolvitlausum stað í nótt...
Svo já það var vaknað frekar snemma á þessu heimili en tókum við því bara rólega þangað til ákveðið var að fara í svaka göngutúr og allir kappklæddir (gerðum ráð fyrir rosalegu frosti) en já það var sem sagt öllum orðið sjóðheitt eftir smá labb.. Við fórum sem sagt inn í skóg og löbbuðum þar út um allt bara skemmtilegt og vorum heillengi úti.. Undir það síðasta voru allir að kafna úr þorsta og Kriss greyjið orðinn þreyttur en hann lét sig nú hafa það.. Enda þegar loksins var komið heim þá var farið í það að fá sér að borða og svo fóru Ma og Kriss bara undir feld meðan Feðgarnir teiknuðu límmiða á mótorhjólið hans Pabba, voru sko að spá í því fram og tilbaka hvernig límmiðarnir ættu eiginlega að vera en já já Kriss var bara undir feld með Ma að horfa á teiknimyndir...
Ákváðum við svo að hafa kvöldmatinn frekar snemma þar sem sá Gamli var að fara að vinna, og fóru Bjarni og Oliver í matseldina..
Strákarnir voru svo báðir sendir í sturtu eftir matinn, og eru þeir núna bara saman í sófanum (dauðþreyttir enn eftir labbið í dag).. Eru eins og LJÓS.. Verð nú að gefa þeim PLÚS fyrir það hvað þeir eru nú búnir að vera góðir upp á síðkastið og stendur sá Stóri sig mun betur í þeim pakka en sá Stutti...
Svo já það mætti segja að þetta hafi bara verið mjög svo fjölskylduvænn Sunnudagur hjá okkur í Lúxlandinu...
Segjum þetta gott í bili, af okkur...
Endilega haldið áfram að kvitta fyrir komu ykkar...
Kv. Bræðurnir í Lúx

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home