mánudagur, janúar 23, 2006

Oliver LANG DUGLEGASTI og Mamma MONT...

Góða kvöldið,
Jæja þá er kominn ró í okkar kot, já Kriss sofnaði strax við lesturinn og Duglegasti strákurinn hennar Mömmu farin inn í sitt rúm að horfa á mynd... Já þeir geta sko verið svaka stilltir...
En best ég byrji á því að MONTA MIG eins og svo OFT áður.. Unglingurinn hennar Mömmu kom svaka ánægður inn í bílinn í dag eftir skóla og sagði stoltur frá því að hann hefði fengið 45 á Þýskuprófinu á föstudaginn (en hann fékk sem sagt 45 stig af 60 mögulegum sem gera 7,5 á Íslenskum mælikvarða) og Mamma alveg ARBAÐI af GLEÐI í bílnum og Kriss skyldi sko bara ekkert hvað var að gerast :-) svo Mamma sagði við keyrum sko bara ekki heim fyrr en ég hef skoðað prófið og jú jú þá fékk Oliver 46 stig en það var dregið af honum 1 stig fyrir að hafa gleymt að skrifa nafnið sitt á blaðið... Frekar fúllt en svona er nú bara lífið... En kennarinn byrjar að lesa upp stíl um leið og þau fá afhent prófið og gerir bara ráð fyrir því að þau þessar elskur muni að merkja prófið þegar þau fara yfir prófið hjá sér og hingað til hefur hann Oliver minn nú munað það en í dag gleymdist það og fyrir það var 1 stig dregið af honum... En hva með það bæði foreldrar hans og Joffan eru sko þvílíkt stolt af STRÁKNUM og fær hann núna BROS karl með heim á þýskuprófunum sínum....
En að allt öðru, já dagurinn í dag gekk bara vel fyrir sig Gamla settið skutlaði strákunum og svo fór Ma og sótti strákana sína í hádeginu... Áttum saman yndislegt hádegi þar sem þeir bræður voru eins og LJÓS.. Svo var það skóli hjá Oliver eftir hádegi svo Ma og Kriss fóru í Sorpu að henda gleri og blöðum og svo á Pósthúsið að athuga með pakkan sem Reynsi og Amma áttu að fá fyrir jól en það lítur allt út fyrir það að hann sé nú bara týndur... Svo sóttum við Oliver og já fórum heim þar sem Oliver átti að vinna heimavinnuna sína... Og þar sem Oliver stóð sig eins og HETJA á þýskuprófinu fóru hann og Mamma saman í Mallið og keyptu handa stráknum verðlaun og afmælisgjöf handa Sam (fórum bara tvö ein skyldum Kriss og Pabba eftir heima)... Svo var það bara kvöldmatur sem Kriss hjálpaði Ma og Pa við, og eftir matinn var það bara bælið fyrir Litla manninn og Unglingurinn DUGLEGI fékk að horfa á mynd...
Svo já það mætti segja að þetta hafi bara verið hin BESTI MÁNUDAGUR...
Já ég mamman er alveg að deyja ég er svo stolt af syni mínum á ekki til orð, og ekki þykir Oliver það leiðinlegt að heyra að Mamma hans hafi aldrei fengið svona hátt á þýskuprófi... En hann er sko bara að BRILLERA og er að fara langt fram úr öllum væntingum bæði hvað okkur foreldar hans varðar og eins Joffunar (en það er kennarinn hans)... Joffan er sko líka dugleg að hrósa stráknum en hún gerir það bara með að skrifa eitthvað á prófin hans, þegar hún talar við okkur foreldrana eða þegar hún sendir miða með Oliver heim... Svo já hann er bara DUGLEGUR þessi elska :-) Og veit mamman alveg hvaðan hann hefur það!!!!
Hann fær nú líka að heyra það að nú er allt ERFIÐIÐ okkar að skila Árangri... En við Oliver gefumst ekki svo auðveldlega upp, NEI hér á heimilinu er sko barist fram í rauðan dauðan...
Segjum þetta gott af MONTI í dag elskurnar mínar....
Takk þið sem eruð svo duglega að Commenta hjá okkur og kvitta í Gestabókina, gott að við eigum alla vegana EINHVERJA aðdáendur þarna úti... Kíkjið endilega á nýju myndirnar líka..
Kv. Mamma Mont og Karlarnir hennar

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku Oliver !! Þetta er alveg frábær árangur og ég skil bara vel að mamma þín sé montin af þér :-)
Knús frá okkur öllum
Elísabet og co

þriðjudagur, janúar 24, 2006 6:51:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home