Nýtt rúm nýtt rúm....
Well well well....
Þá er allt að gerast í húsinu, miklar framkvæmdir í Olivers herbergi, þeir feðgar að sitja saman nýja rúmið og taka niður kojuna sem var inni hjá honum...
Annars þá byrjaði þessi dagur bara vel, Ma fór að keyra Pa í vinnuna á meðan biðu þeir bræður saman heima og voru eins og ljós þegar Ma kom heim (Oliver var sem sagt að passa bróðir sinn).. Svo sá Ma að það vantaði mjólk og morgumat svo hún bauð strákunum með sér í búðina en NEI þeir vildu bara vera áfram tveir einir heima, svo Ma leyfði það með þeim skilyrðum að það yrði hringt um leið og þeir færu að rífast eða eitthvað en Ma fékk ekkert símtal og þegar hún kom heim sátu þeir saman undir sæng að horfa á teiknimyndir í TV ekkert smá góðir... Svo greinilega geta þeir verið góðir tveir einir saman.. Og Ma var sko mikið stolt af þessu...
Ma náðu nú að draga þá svo frá TVinu með morgunmat og borðuðum við saman og ákváðum við matarborðið að skella okkur í smá bíltúr og IKEA að láta Oliver skoða rúmið sjálfan...
Þegar í IKEA var komið þá var Kriss orðinn pínu pirraður og þreyttur enda svaf hann ekki alveg nógu vel í nótt og var því pínu pirraður í mannþvögunni í IKEA en við létum okkur hafa það og Oliver var ekkert smá ánægður með rúmið svo Ma ákvað bara að drífa þetta af og versla fyrir Unglinginn sinn (sem var búinn að vera svo góður allan morguninn) eitt rúm... Svo vorum við svo roslaega heppinn að Pa var ákkúrat búinn í vinnunni og gat komið á vinnubílnum í IKEA að hitta okkur (til að keyra rúmið heim).... Svo þetta smell passaði allt saman... Karlarnir fóru svo saman heim á vinnubílnum en Ma keyrði ein á fjölskyldubílnum (enda má sitja frammí í vinnubílnum og það er nú sport út af fyrir sig þegar maður er bara 3 ára)...
Fórum svo heim í smá afslöppun og svo í pizzugerð, borðuðum og svo fóru karlarnir í það að sitja saman rúmið fyrir Oliver... Eru að búnir að sitja rúmið saman og búið að búa um rúmið og allar græjur nú eru þeir bara að klára að taka niður kojuna og þá er hægt að fara að gera alvöru breytingar inni hjá Oliver (við þurfum að fara í það að taka úr umferð dót sem hann er hættur að leika sér við og nota, og sitja bækurnar sem hann les ekki, barnabækurnar, inn til Kristofers fara að gera herbergið hans að ALVÖRU UNGLINGA HERBERGI)....
Eins og þið lesið þá er sko búið að vera nóg að gera hjá okkur í dag, fyrir utan það að Oliver er byrjaður að telja niður í 8 ára afmælið sitt, vá hvað tíminn líður hratt... En hann hlakkar mikið til og er byrjaður að spá í hvað hann langar mest í í afmælisgjöf og svona.. Nóg að gera hjá honum :-)
En núna ætlar pikkólína að fara að leggjast með körlunum í sófan og fara að glápa á TV (en þeir tóku sér pásu til að horfa á smá TV, áður en þeir klára að taka niður kojuna)...
Segjum þetta gott af þessum Laugardegi okkar...
Takk fyrir að kvitta í gestabókina okkar (það eru sumir duglegir en aðrir og þökkum við þeim duglegu sérstaklega fyrir að vera alltaf að hugsa til okkar)....
Kv. frá okkur í Lúxlandi...
Þá er allt að gerast í húsinu, miklar framkvæmdir í Olivers herbergi, þeir feðgar að sitja saman nýja rúmið og taka niður kojuna sem var inni hjá honum...
Annars þá byrjaði þessi dagur bara vel, Ma fór að keyra Pa í vinnuna á meðan biðu þeir bræður saman heima og voru eins og ljós þegar Ma kom heim (Oliver var sem sagt að passa bróðir sinn).. Svo sá Ma að það vantaði mjólk og morgumat svo hún bauð strákunum með sér í búðina en NEI þeir vildu bara vera áfram tveir einir heima, svo Ma leyfði það með þeim skilyrðum að það yrði hringt um leið og þeir færu að rífast eða eitthvað en Ma fékk ekkert símtal og þegar hún kom heim sátu þeir saman undir sæng að horfa á teiknimyndir í TV ekkert smá góðir... Svo greinilega geta þeir verið góðir tveir einir saman.. Og Ma var sko mikið stolt af þessu...
Ma náðu nú að draga þá svo frá TVinu með morgunmat og borðuðum við saman og ákváðum við matarborðið að skella okkur í smá bíltúr og IKEA að láta Oliver skoða rúmið sjálfan...
Þegar í IKEA var komið þá var Kriss orðinn pínu pirraður og þreyttur enda svaf hann ekki alveg nógu vel í nótt og var því pínu pirraður í mannþvögunni í IKEA en við létum okkur hafa það og Oliver var ekkert smá ánægður með rúmið svo Ma ákvað bara að drífa þetta af og versla fyrir Unglinginn sinn (sem var búinn að vera svo góður allan morguninn) eitt rúm... Svo vorum við svo roslaega heppinn að Pa var ákkúrat búinn í vinnunni og gat komið á vinnubílnum í IKEA að hitta okkur (til að keyra rúmið heim).... Svo þetta smell passaði allt saman... Karlarnir fóru svo saman heim á vinnubílnum en Ma keyrði ein á fjölskyldubílnum (enda má sitja frammí í vinnubílnum og það er nú sport út af fyrir sig þegar maður er bara 3 ára)...
Fórum svo heim í smá afslöppun og svo í pizzugerð, borðuðum og svo fóru karlarnir í það að sitja saman rúmið fyrir Oliver... Eru að búnir að sitja rúmið saman og búið að búa um rúmið og allar græjur nú eru þeir bara að klára að taka niður kojuna og þá er hægt að fara að gera alvöru breytingar inni hjá Oliver (við þurfum að fara í það að taka úr umferð dót sem hann er hættur að leika sér við og nota, og sitja bækurnar sem hann les ekki, barnabækurnar, inn til Kristofers fara að gera herbergið hans að ALVÖRU UNGLINGA HERBERGI)....
Eins og þið lesið þá er sko búið að vera nóg að gera hjá okkur í dag, fyrir utan það að Oliver er byrjaður að telja niður í 8 ára afmælið sitt, vá hvað tíminn líður hratt... En hann hlakkar mikið til og er byrjaður að spá í hvað hann langar mest í í afmælisgjöf og svona.. Nóg að gera hjá honum :-)
En núna ætlar pikkólína að fara að leggjast með körlunum í sófan og fara að glápa á TV (en þeir tóku sér pásu til að horfa á smá TV, áður en þeir klára að taka niður kojuna)...
Segjum þetta gott af þessum Laugardegi okkar...
Takk fyrir að kvitta í gestabókina okkar (það eru sumir duglegir en aðrir og þökkum við þeim duglegu sérstaklega fyrir að vera alltaf að hugsa til okkar)....
Kv. frá okkur í Lúxlandi...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home