mánudagur, janúar 09, 2006

Amma Mín !!!!!!!!!!!!!

Já enn talar Stubburinn okkar um hana Ömmu sætu og já á eflaust eftir að gera það í nokkra daga í viðbót, þetta er bara spurningum um að flytja hana inn... En hann fór að hágráta þegar hann átti að fara að sofa og kallaði á ömmu... Sagði svo þegar hann var alveg að sofna AMMA MÍN.. Segir núna að hann sé Ömmustrákur og að amma eigi hann...
Svona er nú bara lífið þegar maður býr í útlöndum þá hefur maður ekki alltaf Ömmu sína hjá sér eða hvað???
Nóg um það fórum frekar snemma á fætur eða já svona, þá var mannskapurinn drifinn í föt og farið í langan bíltúr fórum til Vinanden (vona að ég skrifa þetta rétt) og kíktum á kastalan þar, hann er sko RISA STÓR og flottur, gaman að koma þangað en þetta er í annað skiptið sem við stór fjölskyldan förum þangað.. Vorum þar í dágóðan tíma, keyrðum svo smá hring og fórum í Mallið... Stoppuðum mjög svo stutt við þar og svo ákváðum við að fara að borða þar sem allir voru að kafna úr hungri... Skelltum okkur á Kínverskt sem var sko mjög gott og Oliver var sko svakalega ánægður talaði um það að hér eftir vilji hann alltaf fara á þennan stað og fá þennan sama mat.. Eftir matinn drifum við okkur bara heim, Ma og Kriss kíktu á Benedikt Búálf í Tvinu og Unglingarnir fóru í PS2 nema hvað!!!
Eftir myndina fór Kriss í sturtu og svo fengu þeir smá kvöldmat, eftir kvöldmatinn fór Kriss Ömmustrákur að sofa en Unglingarinn fóru niður í tölvuna að leika sér eitthvað.. Svo fóru Unglingarnir í sturtu og inn til Olivers að horfa á mynd þar sem það á að fara snemma í bælið í dag þar sem það er skóli á morgun hjá Oliver og Kristofer, og Dáni er að fara í flug og þarf að vakna tímanlega í það...
Þannig var það nú bara....
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Kv. Lúxararnir..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home