þriðjudagur, janúar 03, 2006

3. Janúar

Helló allir saman,
Þá er þessi dagur senn á enda og við öll komin í ró, eða svo að segja allir... Niðri eru Kriss, Ma, Pa og Amma sæta að horfa á TV en uppi eru Oliver og Reynsi að spila í PS2 leik sem Oliver fékk í jólagjöf....
Annars var dagurinn í dag bara fínn fórum semi seint á fætur og þá voru allir baðaðir hátt og lágt og já Reynsi og Kriss fóru í bakaríið... Svo fengum við okkur saman morgunmat nema Pa sem fékk að sofa þar sem hann var að vinna alla nóttina... Svo ákváðum við að fara niður í miðbæ Lúx að skemmta sér og var sko skipt í lið Reynsi og Kriss voru saman og Ma og Amma sæta saman í búðarrápi... Oliver var heima með pabba sínum og fóru þeir í það að þrífa bílinn okkar að innan og já kíkja í mótorhjólabúð og eitthvað skemmtilegt... Þetta var sem sagt bara fínn dagur... Kíktum svo smá stund í Mallið áður haldið var heim í afslöppun...
Þegar heim var komið nennti engin að elda svo Pa og Reynsi hentust eftir Pizzu ofan í liðið ekkert nema bara gott um það að segja...
Nú styttist því miður í það að Amma Sæta og Reynsi fari og við bræður förum að byrja í skólanum.. En svona er þetta bara allt tekur einhvern tíman enda...
Segjum þetta gott af okkur í bili
Endilega verið duglegir að kvitta í gestabókina...
Kv. Oliver og Kriss

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home