sunnudagur, desember 25, 2005

Jól Jól Jól Jól

Gleðileg Jól,
Vá þetta eru sko búin að vera vægast sagt æðisleg jól.. Að vísu vantaði náttúrulega familíuna sko stór fjölskylduna en jú jú við fengum hann Rabba í mat til okkar og það var sko bara fínt.. Við bræður vorum svona frekar spenntir svona eins og gengur og gerist og Kristofer gerði nokkra atlögur að pökkunum ætlaði bara að drífa þetta af og opna alla pakkana.. .En það náðist nú að stoppa það... Svo var borðað og sýndu þeir bræður ekki mikla matarlyst fór svo niður og máttu opna sitt hvorn pakkan meðan við fullorðna fólkið kláruðum að borða... Svo var hamagangurinn orðinn svo mikill svo Oliver brá á það ráð að skipta pökkunum í tvær hrúgur eina merkta sér og aðra merkta Kristofer og já já Ma náði að segja þeim að kíkja hvað stæði á pökkunum (þ.e.a.s frá hverjum hvaða pakka væri) svo já var þetta bara allt í einu búið og pabbi náði ekki að taka eina mynd :-(
Þeir bræður voru sko þvílíkt ánægðir með innihaldið í pökkunum, Kriss fékk mest af Playmó, smá föt og bækur. Oliver fékk TV í herbergið sitt, Legó, bækur, föt og DVD...
Eftir pakkaflóðið lagðist Kriss upp í sófa hjá Pabba og sofnaði en Oliver fór upp í herbergi að kíkja á Kaftein Ofurbrók og svo Strákana... Sem sagt alveg æðislegur dagur og mikið um hamagang....
Í dag JÓLADAG
var sko sofið vel út, þegar Oliver vaknaði og reyndi að vekja liðið sagði Ma honum bara að leggjast upp í hjá þeim og sofa aðeins lengur og já já það gekk eftir.... Allir sváfu ROSALENGI...
Pabbi er svo búinn að vera í því að setja saman Playmó á fullu og setja TVið inn hjá Oliver og tengja það svo hann kæmist í PS2... Svo dagurinn er búinn að vera rosalega rólegur... Verður það fram á kvöld.. Búumst samt fastlega við því að allir sofni seint í dag enda þetta búinn að vera rólegur dagur og liðið svaf ógeð lengi...
Endum þetta á því að ÞAKKA KÆRLEGA FYRIR OKKUR... ÞETTA SLÓG ALLT SAMAN Í GEGN...
Bjóðum ykkur Gleðileg jól...
Kv. Oliver Unglingur og Kriss Playmókarl

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home