fimmtudagur, desember 22, 2005

Gluggagægir

Helló,
Vá hvað er orðið stutt í þessi yndislegu JÓL...
Í dag vaknaði haninn okkar ELDSNEMMA og bara í stuði.. Svo hann dreif sig niður á klóið og kíkja í sokkinn... Þar fann hann sko Snjókarla styttu... Svo fór hann í það að leggjast upp í rúm hjá Oliver og kela smá við hann, hann ætlaði að athuga hvort hann gæti ekki náð Oliver á fætur þar sem Ma og Pa voru svo þreytt... En á endanum voru allir komnir á ról og strákarnir í miklu stuði enda var langur skóladagur hjá þeim báðum í dag... Allir fóru saman af stað og voru strákarnir keyrðir fyrst og svo sá Gamli... Þegar fór að líða að hádegi sótti Ma svo Kriss sem var sko blautur frá toppi til táar (já hvað hann er að gera þegar krakkarnir eru út að leika er okkur alveg hulin ráðgáta) en Ma og Kriss drifu sig heim og skiptu um alklæðnað á stráknum, svo sóttum við Oliver þegar hann var búinn... Ákváðum við svo að kíkja bara á MacDonalds í hádeginu þar sem karlarnir voru báðir í hádegishléi (ekki amalegt það). Svo var það aftur skóli..
Ma mætti svo ein að sækja Kriss og var Kriss sko alls ekki að skilja af hverju pabbi hans þurfti nú að vinna svona lengi í dag.... Við drifum okkur svo heim og ákváðum að labba á móti Oliver sem vildi endilega fá að labba heim í dag...
Þegar við loksins svo fórum inn þá var ákveðið að fara í það að þrífa efstu hæðina en þar eru þvottahúsið/þurrk herbergið, Svefnherbergið hjá Gamla settinu og Kriss... Strákarnir byrjuðu saman í Kriss herbergi þar sem það var ákveðið að fara í gegnum dótið hans (alla vegana að hluta til) og taka út babiesdótið eins og Kriss kaus að kalla það (vitum nefnilega að það verður fullt fullt af dóti fyrir okkar mann þessi jólin og það varð að ríma til fyrir því).... Við náðum nú að taka í gegn efstu hæðina og stigan niður á næstu í dag... Svo ætlum við að halda áfram á morgun og vonandi náum við alla vegana Olivers herbergi, Borðstofunni, Baðherberginu og Eldhúsinu... Þar sem þeir bræður ætla að skreyta Jólatré í Borðstofunni á morgun.. Svo það er sko nóg að gera á þessu heimili fyrir jólin, en mamma heldur því fram að það komi ekki jól í húsið okkar nema það sé HREINT....
Nú eru karlarnir báðir farnir upp í rúm (Kriss sofnaður)... En við eigum eftir að vakna í 2 meiri daga svo er komið JÓLAFRÍ, Vá hvað okkur hlakkar til....
Jæja dúllurnar mínar, segjum þetta gott í bili...
Kv. Bræðurnir í Jólaskapinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home