NÝJAR MYNDIR + Sunnudagur....
Helló everybody,
Já þá er þessi helgi búinn hjá okkur. Leið rosalega hratt eins og allar helgar og já bara tíminn yfir höfuð. Við settum nýjar myndir í DESEMBER 2005 albúmið endilega kíkjið á þær og kvittið fyrir komu ykkar annað hvort í GESTABÓKINA eða með því að skrifa COMMENT...
Nóg um það í dag var farið frekar svona seint á fætur, eða þangað til Kriss gat ekki beðið lengur með að fara að gera eitthvað en hann er okkar LIFANDI vekjaraklukka um helgar.. Svo Ma ákvað á endanum að fara út með strákinn sinn og fóru þau bara tvö saman í Mallið (já hann Kriss er nú oft fyndinn, en Ma hitti íslenskar Kellur í Mallinu og var að tala við þær svo þegar hún og Kriss löbbuðu í burtu þá heyrðist í litla karlinum "Mamma af hverju varst að tala við þessar konur? Hva kunna þær að syngja" svo var það bara útrætt mál þurfti ekkert meira um þessar kellur að spyrja nema þetta tvennt)... En þau Ma chilluð smá saman bara tvö ein komu svo heim með rúnstykki handa okkur körlunum. Pa rétt náði að fá sér smá bita áður en hann fór að vinna svo það var bara huggulegt og rólegt hjá okkur í dag. Eftir að hafa fengið okkur að borða fórum við niður að horfa saman á Idol síðan á föstudaginn (höfðum ekki komið því í verk fyrr) svo ákváðum við nú að fara út að leika smá enda fínt veður, frekar kallt kanski úti fyrir kuldaskræfur eins og Ma, en þetta var sko bara ljúft sólin skein og allt.. Vorum úti í dágóðan tíma og ákvað Unglingurinn okkar að fara á hjólinu sínu og var duglegur að hjóla úti strákurinn, kíktum líka í skólan hans Olivers og tókum myndir af honum. Svo ákváðum við bara að drífa okkur heim Ma var orðið svo KALLT. Fórum heim og borðuðum, svo kom Pabbi bara óvenju snemma heim svo karlarnir voru bara saman að chilla á horfa á einhvern bílaþátt í TV.. Svo voru þeir bræður þvegnir og settir í bælið.. Kriss sofnaði mjög fljótt og Oliver fór óvenju snemma í bælið enda kemur víst við einhver karl í rauðum fötum með húfu og skegg í kvöld og það hafði greinilega áhrif á okkar heimili þeir bræður voru svaka stilltir og fóru báðir snemma í bælið..
Svo tekur bara við venjulega vika hjá okkur á morgun með skóla og tilheyrandi...
Segjum þetta gott í bili...
En endilega kvittið nú í gestabókina svo við sjáum hverjir eru að kíkja á OKKUR...
Kv. Oliver og Kristofer
Já þá er þessi helgi búinn hjá okkur. Leið rosalega hratt eins og allar helgar og já bara tíminn yfir höfuð. Við settum nýjar myndir í DESEMBER 2005 albúmið endilega kíkjið á þær og kvittið fyrir komu ykkar annað hvort í GESTABÓKINA eða með því að skrifa COMMENT...
Nóg um það í dag var farið frekar svona seint á fætur, eða þangað til Kriss gat ekki beðið lengur með að fara að gera eitthvað en hann er okkar LIFANDI vekjaraklukka um helgar.. Svo Ma ákvað á endanum að fara út með strákinn sinn og fóru þau bara tvö saman í Mallið (já hann Kriss er nú oft fyndinn, en Ma hitti íslenskar Kellur í Mallinu og var að tala við þær svo þegar hún og Kriss löbbuðu í burtu þá heyrðist í litla karlinum "Mamma af hverju varst að tala við þessar konur? Hva kunna þær að syngja" svo var það bara útrætt mál þurfti ekkert meira um þessar kellur að spyrja nema þetta tvennt)... En þau Ma chilluð smá saman bara tvö ein komu svo heim með rúnstykki handa okkur körlunum. Pa rétt náði að fá sér smá bita áður en hann fór að vinna svo það var bara huggulegt og rólegt hjá okkur í dag. Eftir að hafa fengið okkur að borða fórum við niður að horfa saman á Idol síðan á föstudaginn (höfðum ekki komið því í verk fyrr) svo ákváðum við nú að fara út að leika smá enda fínt veður, frekar kallt kanski úti fyrir kuldaskræfur eins og Ma, en þetta var sko bara ljúft sólin skein og allt.. Vorum úti í dágóðan tíma og ákvað Unglingurinn okkar að fara á hjólinu sínu og var duglegur að hjóla úti strákurinn, kíktum líka í skólan hans Olivers og tókum myndir af honum. Svo ákváðum við bara að drífa okkur heim Ma var orðið svo KALLT. Fórum heim og borðuðum, svo kom Pabbi bara óvenju snemma heim svo karlarnir voru bara saman að chilla á horfa á einhvern bílaþátt í TV.. Svo voru þeir bræður þvegnir og settir í bælið.. Kriss sofnaði mjög fljótt og Oliver fór óvenju snemma í bælið enda kemur víst við einhver karl í rauðum fötum með húfu og skegg í kvöld og það hafði greinilega áhrif á okkar heimili þeir bræður voru svaka stilltir og fóru báðir snemma í bælið..
Svo tekur bara við venjulega vika hjá okkur á morgun með skóla og tilheyrandi...
Segjum þetta gott í bili...
En endilega kvittið nú í gestabókina svo við sjáum hverjir eru að kíkja á OKKUR...
Kv. Oliver og Kristofer
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home