sunnudagur, desember 11, 2005

Jóla hvað :-)

Jæja þá er þessi laugardagur senn búinn og já ekki nema sólarhringur í Jólasveininn.. Vá hvað tíminn líður hratt áður en við vitum af verður hún Amma sæta kominn í heimsókn til okkar. Já og talandi um hana þá eru þeir bræður sko búnir að skipuleggja hvar hún á að sofa, eins gott að gera það tímanlega ekki satt???
Annars var þetta alveg ágætis laugardagur hjá okkur.. Fórum frekar seint fram úr enda flestir latir höfðum vakið extra lengi í gærkvöldi. Þegar við loksins drifum okkur fram úr ákváðum við þar sem pabbi yrði að vinna fram eftir að hafa bara Lasange í kvöldmatinn (það er sko ekki í uppáhaldi hjá karlinum en okkur hinum finnst það svaka gott). Svo Ma, Pa og Kriss drifu sig í Mallið að kaupa það sem vantaði í Lasangað meðan Oliver Unglingur var heima að chilla. Tókum svo smá bíltúr og drifum okkur svo heim þar sem Oliver var HOME ALONE og Pa var að fara í vinnuna.
Þegar við vorum svo orðin ein eftir í kotinu fórum við í það að gera matinn kláran, svo var farið í smá tiltekt, enda alveg komin tími á það í okkar húsi. Eftir slatta tiltekt ákváðum við að hafa matinn snemma enda allir rosalega svangir. Eftir matinn var bara slappað af og fékk Kriss stór að hringja í ömmu til að tilkynna henni að hann væri nú alveg hættur að nota snudduna enda ekki notað hana í marga daga (að vísu fann hann snuddurnar í morgun og hann langaði sko svakalega mikið að fá sér smá smakk en mamma sagði bara þvert NEI enda hann búinn að standa sig eins og hetja hvað snudduna varðar).. Svo fór Kriss í bælið að sofa og sofnaði strax. Svo við Oliver notuðum tækifærið og fórum í smá SKREYTINGARHAM og skreyttum alveg slatt og breyttum smá fyrri skreytingum, já og þrifum allt hátt og lágt (erum ekki alveg búin ætlum að klára þetta á morgun enda bara hægt að skreyta þegar Kriss er sofnaður). Núna liggur Unglingurinn bara fyrir framan TVið í stuði enda helgi svo maður má nú vaka lengur.. Þeir bræður búnir að vera stilltir í dag enda vita þeir hver er að fara að koma á morgun, ha...
Endum þetta á því að óska henni Unni Birnu til hamingju með titilinn...
Já og sumum viljum ekki nafngreina strax til hamingju með tilvonandi erfingja (sem er væntanlegur á næsta ári) vá okkur hlakkar bara til..
Sendum svo batnaðarstrauma til hennar Ágústu okkar sem kemst því miður ekki til Danó á morgun þar sem hún er VEIK (láttu þér nú batna dúllan okkar).
Kv. Bræðurnir í Lúx

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home