Jólalög
Góða kvöldið
Jæja þá var fyrsti dagurinn á dagatalinu opnaður í dag, og ekki nema 23 dagar til jóla, eins gott að mamma fari í það að skreyta með okkur um helgina.. Okkur líst ekkert á þetta hjá henni.....
En nóg um það í morgun fékk Oliver far í skólan enda frekar þreyttur.. Fékk samt að sofa lengur þar sem hann var bara einn að fara út... Kriss var bara heima með gamla settinu og sá til þess að þau svæfu ekki lengur og hefðu eitthvað að gera... Fóru þau því bara á endanum út með mér..
Við sóttum svo Oliver í hádeginu sem átti að læra frekar mikið miðað við það að það er próf í Stærðfræði á morgun en hann fór því í það að læra strax.. Ma sá um að elda pizzu ofan í liðið á meðan...
Eftir mat fór Kriss með Pabba að sækja Rabba og þá áttaði pabbi sig á hvað klukkan var orðin mikið svo þeir komu og sóttu mig og Ma, fórum við því fyrst í smá bíltúr til Þýskalands á verkstæði að panta tíma fyrir Audíinn í tékk og já skutla Rabba, brunuðum svo beint í íslensku skólan svo Oliver yrði ekki of seinn... En í skólanum í dag voru þau að læra um 1.desember og já jólalög ekki amalegt það... Og Oliver átti að læra heima "Heimsum ból" og "Bjart er yfir Betlehem". En bekkurinn hans ætlar að syngja á jólaballinu í ár... Verður bara gaman fyrir hann að fá að vera með í því... Svo mamma hans söng fyrir þá bræður á leiðinni heim í bílnum... Pabbanum til mikillar GLEÐI :-)
Svo var bara farið heim eftir skólan og fékk Geitin að fara aðeins með Pabba í bílskúrinn en þeir voru að kíkja á Rabba bíl svo í bælið... Oliver kíkti líka í bílskúrinn en þegar Kriss fór upp fór hann bara að horfa á TV já og situr þar enn.. En hann var svo duglegur að læra í dag að hann fær smá TV gláp áður en hann fer í bælið....
Biðjum að heilsa ykkur að sinni
Kv. Oliver og Kriss
Jæja þá var fyrsti dagurinn á dagatalinu opnaður í dag, og ekki nema 23 dagar til jóla, eins gott að mamma fari í það að skreyta með okkur um helgina.. Okkur líst ekkert á þetta hjá henni.....
En nóg um það í morgun fékk Oliver far í skólan enda frekar þreyttur.. Fékk samt að sofa lengur þar sem hann var bara einn að fara út... Kriss var bara heima með gamla settinu og sá til þess að þau svæfu ekki lengur og hefðu eitthvað að gera... Fóru þau því bara á endanum út með mér..
Við sóttum svo Oliver í hádeginu sem átti að læra frekar mikið miðað við það að það er próf í Stærðfræði á morgun en hann fór því í það að læra strax.. Ma sá um að elda pizzu ofan í liðið á meðan...
Eftir mat fór Kriss með Pabba að sækja Rabba og þá áttaði pabbi sig á hvað klukkan var orðin mikið svo þeir komu og sóttu mig og Ma, fórum við því fyrst í smá bíltúr til Þýskalands á verkstæði að panta tíma fyrir Audíinn í tékk og já skutla Rabba, brunuðum svo beint í íslensku skólan svo Oliver yrði ekki of seinn... En í skólanum í dag voru þau að læra um 1.desember og já jólalög ekki amalegt það... Og Oliver átti að læra heima "Heimsum ból" og "Bjart er yfir Betlehem". En bekkurinn hans ætlar að syngja á jólaballinu í ár... Verður bara gaman fyrir hann að fá að vera með í því... Svo mamma hans söng fyrir þá bræður á leiðinni heim í bílnum... Pabbanum til mikillar GLEÐI :-)
Svo var bara farið heim eftir skólan og fékk Geitin að fara aðeins með Pabba í bílskúrinn en þeir voru að kíkja á Rabba bíl svo í bælið... Oliver kíkti líka í bílskúrinn en þegar Kriss fór upp fór hann bara að horfa á TV já og situr þar enn.. En hann var svo duglegur að læra í dag að hann fær smá TV gláp áður en hann fer í bælið....
Biðjum að heilsa ykkur að sinni
Kv. Oliver og Kriss
1 Comments:
ha ha ha þið eru sko ekki jafn heppin og við Palli sem fáum sitthvora 24 súkkulaðimolana af því strákarnir eru ekki farnir að borða súkkulaði, þeir nefnilega fengu dagatal. Ég ætla sko að spara þá þannig að ég geti borðað 24 í einu, hlakka geggjað til!!!
Skriðdýrin mín biðja líka að heilsa stóru sætu frændum sínum,
kv,
KB
Skrifa ummæli
<< Home