þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Afslöppun og TV

Ótrúlegir hlutir gerast enn.. Já hann Kriss minn var sko góður við Mömmu sína lötu í morgun, en mamma nennti ekki að fara út að leika enda frekar kallt og Oliver og Pabbi voru að fara til vinnu og skóla svo Kriss ákvað bara að fara með Ma niður og minn maður glápti á TV ég held í fyrsta skipti í sögunni... En hann horfði og horfði og í hvert skipti sem komu auglýsingar sagði hann "mér langar í svona og svona og svona í jólagjöf" en já það var helst og í 1.sæti Playmó eða Legó fyrir stóra stráka.... En þetta var bara ljúft lögðumst undir sæng og horfðum á Barnatíman....
En að allt öðru, það var frekar erfitt að vekja Oliver í morgun þar sem hann langaði svo að sofa lengur, en hann lét sig hafa þetta og dreif sig fram úr enda stuttur skóladagur hjá honum í morgun...
Við Kristofer löbbuðum svo út í hádeginu, stoppuðum í bakarínu og kíktum á hana Susie vinkonu okkar og ákváðum svo að koma við í skólanum hjá Oliver (tókum langan göngutúr úti í kuldanum), Oliver ákvað svo að labba með okkur heim en þegar hann sá Jason og Dylan hlaupandi á undan okkur ákvað hann að hlaupa frekar með þeim heim og eitthvað voru þeir að spjalla á leiðinni svo við vitum að Oliver er ekki alveg mállaus hann kann alla vegana eitthvað.... Svo var farið heim og Oliver lærði meðan Ma bjó til Grjónagraut (en þeir bræður gætu hreinlega lifað af honum einu saman) og út að grautinn fengu þeir kanilsykur og Nóa Síríus súkkulaði rúsínur og ekki þótti þeim það amalegt.....
Eftir matinn ákvað Oliver að horfa á Svamp Sveinsson sem var í TV og Kriss vildi fara út að leika og hann fékk að fara út í garð en kom inn vel blauttur en strákurinn fann sér poll til að leika í... Svo hann var drifinn inn og beint úr fötunum svo hann yrði nú bara ekki veikur....
Svo núna þegar er farið að koma kvöld þá eru þeir feðgar allir í sófanum fyrir framan Imban já kanski að hann Kristofer sé að fara að erfa Sjónvarpsgenin frá bróðir sínum hver veit (vonandi eitthvað smá af þeim).....
Svo er það bara bráðum bælið fyrir hann Kriss minn og Oliver fær að vaka eitthvað aðeins lengur... Enda skóli hjá þeim báðum á morgun...
Kriss vill þessa dagana bara eiga heima hjá Ömmu sætu í Ömmuhúsi, veit ekki alveg hvað þetta er en það er sem drengurinn sé með hana Ömmu sína á heilanum... Hann á sko til svör við öllu sem mamma hans segir við hann eins og hvar ætlar þú að sofa hjá ömmu "nú bara í hennar rúmi" og við hvað dót ætlar þú að leika "ég fæ bara lánað dót hjá Jóni Agli og Tómasi Ara" "eða kanski get ég bara flutt herbergið mitt með í flugvélinni, sit það bara frammí" "Amma sækir mig bara í flugvélina" og þar fram eftir götunum, já hann á til svör við öllu þegar hann er spurður út í flutninga til ömmu annars vegar...
Segjum þetta gott í dag, meira á morgun...
Kv. Oliver og Kriss Ömmustrákur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home