sunnudagur, nóvember 20, 2005

Laugardagur...

Góða kvöldið
Þá erum við bræður loksins komnir báðir í bælið þar sem Unglingurinn á heimilinu fékk að vaka lengur enda helgi hjá okkur eins og ykkur.... En samt KALDARA hjá okkur en ykkur...
En já það var farið frekar seint á fætur í morgun (sá Gamli fór í vinnuna snemma svo mamma plataði Kriss og sagði það er ennþá nótt svo hann trúði henni og fór bara aftur að sofa) svo hér á þessu heimili var ræs hjá Oliver rúmlega 09 en Kriss og Ma fóru ekki á fætur fyrr en 10 þvílíkur svefn..... Við drifum okkur á fætur og fórum svo með strætó í bæinn... Ákváðum að kíkja á mannlífið og við erum að tala um að það er allt að verða vitlaust hér í öllum búðum allir að shoppa geðveikt fyrir jólin... Við fórum niður í miðbæ og löbbuðum smá í kuldanum og ákváðum svo að hendast bara í Mallið og skoða þar í hitanum (Oliver langaði líka að fara að skoða jóladótið okkur vantaði nefnilega nýja seríu á tréð)... Svo við hentumst aftur í strætó og í Mallið, vá hvað var líka rosalega mikið af fólki í strætó þetta var bara alvöru stappa)... Við fórum svo inn í Mallið og þar var ákveðið mjög fljótlega að fá innkaupakörfu til að geyma Kriss í þar sem hann er ekki bara handóður þessi elska heldur finnst honum líka bara gaman að valsa um Mallið og þá jafn vel stinga af eða láta mig hverfa, já hver veit!!!!!!
Við náðum nú að versla smá í Mallinu keyptum nokkrar jólakúlur svo seríu á tréð alveg nauðsynlegt en liturinn hjá okkur í ár er RAUÐUR og ekkert annað!!!!! Svo ákváðum við að versla okkur jólamynd líka og hafa bíókvöld já versluðum okkur "Christmas with the Kranks"...
Sem betur fer hringdi svo sá Gamli og þá búinn að vinna og sækja þurrkaran og bauð okkur far heim, já við nenntum nú varla með strætó aftur heim enda vel þreytt eftir Mall ferðina en Mallið var stappað og geðveikt að gera í öllum búðum og maður þreyttist nú fljótt á svoleiðis stöppu....
Þegar heim var komið ákvað sá Gamli að elda mat fyrir okkur og við ekkert smá ánægð með það svo var það afslöppun, Unglingurinn fór í sitt herbergi að horfa á DVD mynd og gamla settið fór niður með Hr. Handóðan sem var alveg á útopnu þessi elska (vá enda líka nammidagur)... Þegar Ma fór svo upp með Kriss að sofa dreif Unglingurinn sig niður til Pabba og fóru þeir í afslöppun... Þegar Ma kom svo niður var ákváðum að hafa bíókvöld og horfðum á myndina sem var bara skemmtileg og Jólaleg... Já það eru alveg að koma jól ef þið vissuð það ekki ekkert smá stutt í þau vá ekki nema hva 11+24 já 35 dagar í jól.... Alltof stutt....
Jæja ætli við segjum þetta ekki bara gott í bili af okkur..
Biðjum að heilsa ykkur öllum að sinni
Kv. Oliver Unglingur og Kristofer "Emil í Kattholti"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home