föstudagur, nóvember 18, 2005

Snillingurinn og Hr. Handóður

Mojen
Vá þá er þessi föstudagur að verða búinn og við stór fjölskyldan komin í helgarfrí eða já alla vegana strákarnir komnir í skólafrí....
Já dagurinn í dag var frekar mikið ÞREYTTUR já Unglingurinn stóri duglegi var svakalega þreyttur enda fékk hann að vaka lengur í gær... En þetta hófst nú allt á endanum og við komumst öll á stað í skólan og liðið mætti á réttum tíma sem skiptir nú mestu máli ekki satt????
Svo var Hr. Handóður sóttur fyrst og þegar gamla settið mætti á svæðið þá var hann úti að leika svo við ákváðum að fylgjast svona aðeins með honum (mamman alltaf að ath með ungana sína) og sá mamma þá hvar einhver strákur reif í Kriss (mamma alveg brjáluð yfir því) svo sá sú gamla hvernig Hr. Handóður bara svaraði fyrir sig og reif í strákin tilbaka (já þá var sú gamla stolt og veit að hann lætur ekki vaða yfir sig :-) ).. Við ákváðum að hendast í Mallið og redda ísskápnum áður en Oliver yrði búinn og það hafðist... Svo var Unglingur sóttur svo sú gamla vildi fá að heyra hverngi stærðfræðiprófið hefði gengið og vitir menn eins og alltaf sagði Snillingurinn mér gekk MJÖG VEL...
Fórum við heim og fengum okkur í gogginn og svo var það að fara aftur með Snillinginn í skólan og við ákváðum að skella okkur aðeins niður í miðbæ að útrétta...
Þegar Snillingurinn var svo sóttur sagði hann stoltur hey mamma ég fékk 54 á stærðfræðiprófinu (já mest er hægt að fá 60 stig) svo þetta var mjög flott hjá mínum manni já ef þetta er umreiknað á íslensku þá fékk hann 9,0 á prófinu rosa flott hjá honum eins og alltaf þegar stærðfræðipróf er annars vegar........
Svo var farið heim og við tók heimalærdómur og svo er það bara chill og eflaust íslenskt sjónvarp í kvöld hjá Snillingnum þar sem Pabbinn er að fara að vinna og Hr. Handóður bráðum í bælið....
En já við vildum bara láta ykkur vita hversu duglegur Snillingurinn okkar er (já greinilegt hvaðan hann hefur allar þessar gáfur þessi elska)......
Segjum þetta gott í bili af okkur...
Heyrumst vonandi um helgina...
Kv. Snillingurinn og Herra Handóður

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert sko langflottastur eins og Mamma.. Og ekkert smá duglegur alltaf í skólanum, mamma er sko svaka stolt af þér engillinn minn...
Kv. Mamma

miðvikudagur, nóvember 23, 2005 11:21:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home