fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Lúxemborg Lúxemborg

Helló allir
Þá erum við komin heim og byrjuð að takast á við daglegt líf aftur í Lúx.... Ekki amalegt það... Ekki það að mér hafi leiðst á Íslandi, sko alls ekki og langt því frá.... Var sko bara æðislegt að fá að fara 2 sinnum í heimsókn í gamla bekkinn minn á Íslandi og hitta vinina og alla fjölskylduna mína... Mér leiðist það sko alls ekki.. Var samt alveg tilbúinn að fara heim og komast í rútínu!!!! En við komum sem sagt heim síðasta sunnudag og skólinn byrjaði aftur á mánudaginn svo já við vorum smá tíma að vinna okkur upp (eftir flugið) en já ég var líka svo ægilega heppinn á mánudaginn var langur dagur og vitir menn ég fékk heiðurinn af því að vinna upp tapið (þar sem ég fékk frí á föstudeginum) já já ég fékk allan heimalærdóminn frá föstudeginum plús það sem krakkarnir hefðu gert í skólanum á föstudeginum já já og líka heimavinnu fyrir þriðjudaginn svo já ég var vel sveittur fram eftir kvöldi á mánudeginum... En ég náði að vinna það upp ekkert mál.... Fékk að vita að það er svo aftur próf í Þýsku á föstudaginn no mercy hér er sko próf einu sinni í viku sem Ma finnst nú helst til mikið en svona er það nú bara!!!!!!!!
Svo er bara byrjað þetta venjulega skóli, lærdómur og sofa!!!!
Dagurinn í dag var engin undantekning fór í skólan í morgun og svo var ég sóttur í hádeginu og þá var farið heim í SS Pylsur þessar einu sönnu... Svo var það skóli aftur eftir hádegi sem mér þótti ekki leiðinlegt..... Ákvað svo að hlaupa heim eftir skóla í dag sem var sko bara í góðu lagi enda alveg ágætt veður... Þegar heim var komið beið mín heimalærdómur sem gekk alveg ágætlega og svo var það Mallið strax eftir lærdóminn já já við feðgar fórum í Klippingu í dag sem var sko orðið alveg nauðsynlegt fyrir mig og þann Gamla en Stubbur fór nú líka í klippingu.. Eftir Klippinguna var farið fljótlega heim þar sem Kriss þurfti að drífa sig í bælið en við Feðgar fórum að horfa á Strákana á Stöð 2 (TAKK FYRIR STÖÐ 2 Áskriftina Kristín og Co. fengum smá fyrirfram jólagjöf frá þeim) kíktum líka aðeins á Stelpurnar svo var það bælið.... Ekki leiðinlegt það að geta fylgst með Stöð 2 þó svo maður búi í útlandinu en ég er sko mjög HEITUR AÐDÁENDI Strákana og Stelpnanna á Stöð 2..... Sveppi klikkar aldrei!!!!!!!!!
Svo var það bara bælið sem tók við eftir TV glápið... Er núna komin í draumaheim....
Á morgun er það Stuttur skóladagur, læra fyrir Þýskuprófið og Íslensku skóli, svo það er alveg nóg að gera!!!
Læt heyra samt fljótlega frá mér aftur....
Oliver Lang Duglegasti........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home