miðvikudagur, október 26, 2005

3 dagar í okkur

Halló,
Já nú er þessi þriðjudagur alveg að verða búinn sem betur fer segji ég nú bara..... En þessi dagur var frekar erfiður fyrir MIG... Ma vakti mig eins og vanalega og ég var svo þreyttur að ég var að DEYJA meikaði varla að hreyfa mig en það var ekkert val þar sem það var skóli í dag.... Svo fór ég á fætur fékk mér morgunmat og fór svo sem strætó í skólan rosalega þreyttur.... En það varð bara að vera þannig...... Í hádeginu var allt liðið mætt að sækja mig þar sem pabbi fór ekki að vinna fyrr en núna í kvöld... Við ákváðum svo að skella okkur aðeins í bæinn bara örstutt þar sem ég átti eftir að læra og vitir menn það er sko ALLS EKKI GÓÐUR SIÐUR, og hentar mér bara ALLS EKKI... En enga að síður þá var svo ákveðið að Ma og Kriss skyldu fara í bæinn og ég og Pa yrðum heima að læra sem gekk ekki alveg nógu vel, því þegar Ma og Kriss komu heim átti ég eftir að gera smá slatt og Ma var sko alls ekki ánægð með það.... Hún þolir sko ekki óreglur hvað námið mitt varðar svo hún varð alveg crazy yfir því að ég væri ekki búinn... Hún gat nú svo sýnt mér hvað ég ætti að gera og þá var ég bara orðinn svo þreyttur og pirraður að þetta tók bara heila eilífð að gerast.... En hófst á endanum eftir mikið þras og vesen.... Kemur sko alls ekki fyrir aftur :-)
Þar sem ég var svo lengi að fékk ég að taka mér pásu meðan kvöldmatur var og svo já varð það bara beint í bælið þegar ég var búinn þar sem þetta tók svo langan tíma, OH..... En svona er nú bara lífið, sem betur fer erum við að fara í frí okkur veitir ekkert af því!!!!!! En nú á ég bara eftir að vakna 2 sinnum í skólan og svo er það Ísland sem bíður mín...... Og það hjálpar mér nú mikið þessa dagana þegar ég er þreyttur....
En svona var þessi dagur nú ekkert sérstakur eins og þið getið lesið....
Jæja ætli þetta sé ekki nóg í bili þar sem ég er að fara að komast í draumaheiminn.....
Sjáumst eftir nokkra...
Kv. Oliver Duglegi

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home