fimmtudagur, október 20, 2005

Íslenskuskóli

Helló allir saman,
Þá er sko búið að vera nóg að gera hjá mér í dag, vá.....
Byrjaði daginn á því að hendast með strætó í skólan... Og svo kom Pabbi og sótti mig í hádeginu á bílnum sem betur fer (það var sko rigning og læti hjá okkur í hádeginu).... Svo var farið heim og ég fékk smá í gogginn svo var það lærdómur en ég þurfti að læra smá og svo er þýskupróf á morgun..... Lærði smá fyrir þýskuprófið áður en við brunuðum til Junglister að hitta Elísabetu og Co. þar sem þau ætluðu að sýna okkur hvar Íslenskuskólinn væri til húsa og jú jú við fundum þetta.... Svo var ég bara skilinn eftir en þetta virkar bara þannig svona eins og alvöru skóli en ég var svo ægilega heppinn að ég fékk að vera í hóp með eldri krökkunum þar sem ég kann smá í íslensku (hef smá forskot á hina).. Mér þótti sko bara gaman í skólanum, hitti fullt af íslenskum krökkum og þetta var sko bara gaman og skemmtilegt og mig hlakkar sko bara til að fara aftur næsta fimmtudag í skólan (en skólinn er bara einu sinni í viku sem er sko alveg nóg þar sem við fáum líka heimanám í íslensku skólanum)..... Eftir skóla drifum við okkur heim (frekar mikil umferð en í góðu lagi samt) þar sem Kriss þurfti að fara að sofa og ég átti eftir að læra fyrir þýskuprófið þar sem það er ekkert smá mikið námsefni fyrir prófið á morgun og ég er gjörsamlega að drukkna núna á eftir að læra smá en ég kíki bara smá meira yfir upp í rúmi í kvöld.... Jæja nú þarf ég að fara að henda mér í bælið svo ég geti vaknað í skólan á morgun....
Nú eru 8 dagar í Íslandsferð, vonandi að ég geti hagað mér áfram svona vel svo ég komist nú með....
Hlakka til að hitta ykkur sem flest....
Kv. Oliver Skólastrákur....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home