þriðjudagur, október 11, 2005

Stuttur dagur....

Well well well
Þá er þessi Þriðjudagur senn á enda, sem er nú kanski bara alveg ágætt enda ég ennþá þreyttur síðan í morgun, fékk að vaka aðeins lengur í gærkvöldi og var sko þreyttur eftir því morgun... En já ég sem sagt vaknaði í morgun náði að skófla í mig morgunmatnum og klæða mig áður en strætó kom, mamma var sko vissum það að ég myndi ekki ná því en ég reddaði því eins og öllu öðru.... Svo tók ég strætó með öllu genginu í morgun en það eru sem sagt frekar margir krakkar sem taka alltaf strætó hér á hverjum morgni..... Svo komu Kriss og Ma að sækja mig í hádeginu sem var nú bara alveg ágætt og við drifum okkur heim til að klára heimalærdóminn. Það var svo fínt veður að mamma tímdi ekki að eyða öllum deginum inni.... Ég dreif mig eins og ég gat með heimalærdóminn og svo þegar það var búið þá ákváðum við að hendast smá niður í miðbæ, rölta þar aðeins í góða veðrinu en já ég var bara úti á bolnum nokkuð gott ha...... Svo ákváðum við víst við vorum nú farin af stað að hendast bara í Mallið líka að versla í matinn og svoleiðis nokkuð alveg nauðsynlegt svona stundum.... Eftir langan verslunarleiðangur þá kom pabbi og sótti okkur í Mallið og skutlaði okkur heim enda klukkan orðin frekar margt og við Kriss orðnir svaka þreyttir.... Við hentumst heim fengum að borða og tókum upp úr pokunum og svona sem nauðsynlegt var..... Svo var það bara tannburstun og núna ligg ég upp í sófa að horfa á hann Svamp Sveinsson stórvin minn.....
Vá mamma gleymdi næstum að segja ykkur að aftur í dag var lesin upp texti og við krakkarnir áttum að skrifa niður eftir kennaranum, mamma er sko nokkuð vissum það að hún var MIKLU STÆRRI en bara 7 ára þegar hún byrjaði að gera svona lagað í skólanum á Íslandi... En mér gekk bara stór vel í þessum upplestri, nokkrar villur en ekkert til að æsa sig yfir.... Nú er bara vonandi að kennarinn haldi áfram að æfa okkur í þessu ef þetta verður á hverju prófi, en í stærðfræði les kennarinn líka upp tölur og við eigum að skrifa þær niður og vitir menn hér eins og í Danó lesa þeir þetta upp öfugt og mamma skilur sko ekki hvað ég er klár að fatta þetta en þeir segja sjö og þrjátíu ekki þrjátíu og sjö eins og við.... En já ég verð sko bara orðinn DOKTOR í þýsku áður en mamma veit af.....
Ætla enda þetta á því að óska henni Þórhildi STÓR vinkonu okkar til hamingju með daginn...
Lengra verður þetta nú ekki að sinni.....
Biðjum að heilsa ykkur þangað til næst...
Kv. Oliver LANG Duglegasti....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home