sunnudagur, október 02, 2005

Pappatag

Góða kvöldið,
Þá er þessi sunnudagur alveg að verða búinn hjá mér.... En þetta er sko bara búinn að vera fínn dagur, ég vaknaði að vísu í stofunni þar sem ég sofnaði niðri í stofu yfir myndinni í gærkvöldi en það var nú samt bara fínt.... Svo fór ég upp og kíkti á mömmu og Kriss þar sem pabbi var farin í vinnuna.... Við ákváðum nú að drífa okkur á fætur þar sem við vorum ákveðin í því að drífa okkur út þar sem veðrið var líka svo fínt... Morgumatnum skófluðum við gjörsamlega í okkur til að við kæmumst sem fyrst svo dreif ég mig út á hjólinu og hjólaði ekkert smá hratt á akrinum (fann einhverja viðbjóðslega pöddu á akrinum sem ég varð sko að sýna Ma og Kriss en hún var svört ofan á og brún undir og ekkert smá loðin og margfætt ekkert smá skrítinn padda það)... Eftir hjólreiðarnar ákváðum við að drífa okkur heim með hjólið sem við gætum farið í göngutúr í skóginum... Fórum svo í langan langan göngutúr inn í skóginum og tíndum fullt fullt af laufblöðum í öllum regnboganslitum (megum föndra úr þeim í vikunni ef við verðum stilltir) en mér finnst sko bara skemmtilegt að vera að labba í skóginum og skoða lífið sem er þar.... Ákváðum svo eftir langan göngutúr að skella okkur á róló um að gera að nota tíman þegar maður á frí í eitthvað svona skemmtilegt ekki satt????? Svo hringdi sá gamli í okkur og sagði að hann væri á leiðinni heim svo við ákváðum að drífa okkur heim að hitta hann.... Mamma fór í það að elda okkar uppáhaldsmat sem er sko Spaghetti en það er ekkert smá sem við bræður getum borðað af því.... Eftir matinn fórum við Mamma að spila (að vísu hjálpaði ég pabba fyrst smá með skápinn hennar mömmu) eftir spilamennskuna fór mamma að stríða mér eitthvað og æsa mig upp sem endað með því að við ákváðum bara að hafa kaffitíman og köku í tilefni dagsins þar sem það var nú pabbadagur í Lúx í dag.... En pabbi fékk pakka frá mér og Kriss, ég hafði föndrað í skólanum handa honum svaka flotta Uglu en hún er korktafla eða réttara sagt maginn á Uglunni er korktafla ekkert smá flott hjá mér og Kriss gaf honum mynd af sér í ramma og Kriss hafði sett puttaförin sín inn á ramman en þau voru bæði bleik og blá ekkert smá flottir pakkar sem pabbi fékk (mamma vonar að það fari að koma mömmudagur hér fljótlega svo hún fái líka pakka).......
Eftir tertuna fór sá Gamli aftur að vinna svo við þ.e.a.s ég, Mamma og Kriss vorum bara heim og Kriss var frekar svona þreyttur eftir allan göngutúrinn fyrr um daginn svo við ákváðum bara að hafa kósýkvöld, við bræður fórum í sturtu og náttföt og fórum svo saman niður að glápa á imban ekkert smá fínt, að vísu fór hann Kriss minn nú samt fljótlega upp með Ma að sofa þar sem hann var svo svaka þreyttur en ég er í þessum pikkuðum orðum að horfa á Svamp Sveinsson á þýsku, á samt að skella mér í bælið eftir Svamp Sveinsson þar sem það er skóli á morgun..... Vonandi fæ ég að vita hvernig mér gekk í stærðfræðiprófinu á morgun.....
Læt ykkur vita um leið og ég fæ niðurstöður úr því
Þangað til þá
Bæjó Spæjó
Oliver Stillti/óþekki

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home