þriðjudagur, september 27, 2005

Langur skóladagur

Helló
Í dag var aftur og eina ferðina enn langur skóladagur hjá mér, ekki það að það skipti mig einhverju máli þar sem mér finnst sko bara gaman í skólanum.... Enda er ég byrjaður að leika miklu meira við krakkana og þá sérstaklega við hann Dylan svo það skiptir náttúrulega miklu máli. En alla vegana þá komum Mamma og Kriss gangandi að sækja mig í skólan í hádeginu sem var sko bara fínt og ég brunnaði með þeim heim í hádeginu og við stór fjölskyldan notuðum hádegið í það að skoða myndir af Jóni Agli og Tómasi Ara á heimasíðunni þeirra. Svo fékk ég að taka strætó eftir hádegi í skóla (en já gamla settið fór og fékk strætókort fyrir mig í morgun meðan ég var í skólanum og já ekki drepast úr hlátri en kortið gildir í strætó og lestina og ég fékk kort sem gildir í 1 ár og það kostaði svo mikið sem 9,20 Evrur sem gera svo mikið sem 697 íslenskar krónur en já þetta er sko kort sem ég get notað ótakmarkað í heilt ár).... En mér finnst sko stundum bara fínt að taka strætó í hádeginu aftur í skólan, eins taka margir krakkar sem búa hér í götunni strætó í skólan á morgnanna svo já það er sko bara fínt að eiga svona kort, ég segji nú bara ekki meir.... Eftir skóla voru Mamma og Kriss aftur mætt að sækja mig, svo ég fór nú bara í kapp við þau heim og var náttúrulega kominn LANGT á undan þeim heim... Þegar ég kom svo heim þá var Pabbi á fullu að elda matinn svo ég fékk bara að borða um leið og ég kom heim sem var sko bara frábært þar sem ég var svo svangur eftir langan dag!!!! Þegar maturinn var búinn tók lærdómurinn við og ég fékk miða heim og á honum heldur mamma að standi að það verði próf á föstudaginn (mamma ætlar nú að senda kennaranum línu og spyrja hana út í það, verðum að vita hvort það er próf eða ekki, þar sem ÖLL PRÓF hér í skólanum gilda og ef ég næ ekki prófunum þá fell ég og þarf að taka 2. bekk aftur).... Svo við verðum að fylgjast vel með og vera dugleg að læra heim og undirbúa okkur ef þetta er próf!!! En ég veit nú vonandi meira um það á morgun...
Eftir lærdóm fékk ég að fara út að hjóla og það var sko bara fínt, hjólaði nokkrar ferðir, svo bara heim í afslöppun... Fékk svo að vaka lengur í kvöld þar sem Inspector Gadget var í TV í kvöld, með þeim skilyrðum að ég yrði duglegur að vakna á morgun, en mér finnst sko bara ekkert AUÐVELT að vakna á morgnanna... Er núna kominn í bælið og sofnaður...
Svo ritarinn minn ætlar bara að hætta núna...
Þangað til næst
Bæjó Spæjó
Oliver

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

I have a search engine optimisation site. It pretty much covers search engine optimisation related stuff.

Come and check it out if you get time :-)

þriðjudagur, september 27, 2005 1:45:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home