föstudagur, júní 03, 2005

Bara EINN Skóladagur eftir....

Helló,
Vá hvað tíminn líður nú á ég bara eftir að fara í 1 skóladag í viðbót á Íslandi svo er það bara Dægró eftir og skólaferðalagið svo já þetta er allt að verða búið... Sem betur fer segir mamma þá getum við burkurnar ég og hún farið að sofa út aftur (þá verður pabbi eflaust einhvern tíman heima og þá geta morgunhanarnir farið saman fram úr meðan burkurnar sofa).... Já ég var ekkert smá glaður í morgun þegar mamma sagði Oliver minn nú átt þú bara eftir að vakna 1 dag í viðbót vá hvað ég varð glaður... Vonum bara að það verði gott veður þar sem ég er að fara í skólasund og eflaust verðum við mikið úti á morgun í skólanum... Svo er það mánudagurinn sem er vorferðin okkar og svo er það bara dægró á þriðjudag og miðvikudag, mamma tilkynnti þeim áðan að í næstu viku þá mæti ég bara þegar ég verð VAKNAÐUR og ekkert fyrr og sérstaklega ekki klukkan 08 nema ef ég verð vaknaður....
Annars er búið að vera mikið útstáelsi á mér mamma rétti hittir mig í kvöldmatnum, en ég kem yfirleitt ekki heim fyrr en þau eru öll búinn að borða, mamma nær varla að spyrja mig hvað ég hafi verið að gera þennan dag í skólanum þar sem ég er svo busy um að gera að nota síðustu dagana á Íslandi í það að leika við strákana svona meðan ég get... En við erum sem sagt bara saman eftir skóla og fram eftir kvöldi... Sem er náttúrulega bara hið besta mál þar sem veðrið er svo gott þessa dagana um að gera að nota dagana... Annars þá fer hann Róbert besti vinur minn fljótlega í sveitina en þau eiga hús í sveitinni og hann er þar með mömmu sinni þangað til skólinn byrjar aftur svo ég myndi nú ekki hitta hann mikið í sumar þó svo ég yrði á Íslandi. En þá hefði ég bara getað leikið við hina strákana.....
Svo ákváðum við mamma það endanlega í gær að ég fer í Dægró daginn sem ég flýg út, verð þar til hádegis fer svo heim fæ að borða skipti um föt og út á flugvöll... Ef við höfum þetta svona þá halda Ma og Amma að dagurinn verði fljótari að líða hjá mér. En mamma ætlar að nota morguninn í hárgreiðslu svo hún verði fín þegar hún hittir karlinn sinn aftur og Kriss ætlar að vera heima og knúsa ömmu sætu.. Svo sá dagur er sko skipulagður í botn.....
Annars erum við sko bara í því að telja niður og reyna að skipuleggja dagana svo við getum eitthvað gert áður en við förum út...
Kominn frekar mikil spenningur já og kvíði í mig sem er náttúrulega bara eðlilegt þar sem þetta eru töluvert miklar breytingar sem eru að fara að gerast hjá mér...
En þetta á eflaust bara eftir að verða skemmtilegt, ég efast ekkert um það....
Nú er ritarinn minn að spá í það að skella sér í bælið og fara að slappa af og slefa...
Over and out.

1 Comments:

Blogger Páll Jónsson said...

hæ, okkur finnst geggjað leiðinlegt að uppáhaldsstórifrændi og besta barnapían okkar sé að fara. En við huggum okkur bara við að við komum örugglega fljótt í heimsókn....
kv,
Jón Egill, Tómas Ari, Kristín og Palli.

mánudagur, júní 06, 2005 7:08:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home