föstudagur, maí 27, 2005

12 dagar í flugvélina

12 dagar 12 dagar
Vá hvað er stutt í það að ég fari í flugvélina til hans Pabba... Ekkert smá stutt í það skal ég segja ykkur...
Annars er það nú af mér að frétta að í gær fékk ég að fylgjast svona aðeins með Idolinu svo sýndi mamma mér bara á netinu hver myndi vinna þar sem ég var orðinn svo þreyttur á þessu sjónvarpsglápi og þegar ég vissi það gat ég alveg farið inn að sofa... Sofnaði mjög fljótt eins og hina dagana, er eitthvað sov þreyttur, ekki skrítið við erum úti alla daginn og förum svo út með Reynsa þegar við komum heim svo já það er ekki mikil orka eftir þegar ég er búinn að borða kvöldmatinn... En þá verð ég nú alltaf að læra smá, svo ég mæti ekki í skólan ólærður...
En það er nú bara eins og það er ekki satt????
Annars er svo sem ekkert merkilegt að gerast hjá mér.. Er bara að verða meiri UNGLINGUR með hverjum deginum sem líður...
Vá ég sagði nú eitt fyndið í gær, mamma spurði mig hvort mig langaði að sjá Star Wars í bíó og ég hélt það nú svo sagði ég “mamma langar þig að sjá hana” því svaraði kellan um hæl “Nei Oliver ég er ekki þessi Starwars stelpa” þá sagði hann “ekki ég heldur Mamma en ég er sko BARDAGASTRÁKUR þess vegna langar mig að sjá hana”. Já maður getur nú átt sínar stundir eins og aðrir...
Núna er ég kominn í skólan og læra, ekkert smá ánægður með það að í dag er sund J mér finnst það sko bara skemmtilegt...
En nú ætlar ritarinn minn að fara að vinna...
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home