miðvikudagur, júní 01, 2005

Maí búinn

Góða kvöldið
Hvað segið þið þá???
Ég segji sko bara fínt enda er sko júní mánuður senn á enda og ég á leiðinni til Lúx eftir fáa daga þegar ég vakna á morgun er bara vika í þetta... Jú hú ekkert smá stutt...
Annars er nú bara búið að vera alveg nóg að gera hjá okkur, í dag var síðasti dagurinn hjá Ma og Kriss í vinnunni og leikskólanum, já og ég Unglingurinn á bara eftir að vakna í 3 meiri daga, að vísu heldur mamma því fram að það sé svo næsta vika líka og að það sé skólaferðalag næsta mánudag en ég ætla nú ekki að trúa því fyrr en ég bara fæ næstu vikuáætlun, maður lætur nú ekki plata sig eða hvað?????
Annars er svo sem ekki búið að vera neitt sérstakt að gerast í mínu lífi hef bara verið mjög upptekinn af því að vera úti að leika mér fram eftir kvöldi (um að gera að nýta síðustu dagana mína á Íslandi í það að leika við strákana) koma svo heim far.a að borða og læra. Ekki mikið svona annað að gerast skal ég segja ykkur en það er nú bara eins og það er.....
Búin að vera að taka próf í skólanum og mamma mín er ekkert smá stolt af mér þegar ég segji henni hvað við höfum verið að gera henni líður eins og ég sé orðinn ALVÖRU FULLORÐINN farinn að taka próf og allan pakkan... Já svona er þetta bara þegar maður er kominn í alvöru skóla mamma mín :-)
Annars held ég sko að morgundagurinn verði bara fínn, þá verður sko leikfimi út og líka sundtími það er sko eitthvað fyrir mig. Já og í dag var síðasti smíðatíminni hjá mér, og auðvita kom ég heim með eitthvað fallegt hvað svona nokkuð kallast veit sú gamla ekki. En þetta var alla vegana flott, eins og allt annað sem ég tek mér fyrir höndum það geri ég sko vel skal ég segja þér... En svona er það nú bara.....
En já annars eru bara 8 dagar í flug hjá okkur og það er það eina sem kemst að hjá okkur ákkúrat núna....
Svo já eru Langa og Langi búinn að vera dugleg að koma í heimsókn til okkar okkur Kriss til mikillar skemmtunar....
Jæja nú er ég farin í bælið svo sú gamla er að hugsa um að elta okkur bræður inn í rúm og fara að leggja sig.....
Bið að heilsa í bili
10 4

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home