miðvikudagur, september 21, 2005

Skóli Skóli Hjóla hjóla

Hello everybody,
Nú er ég búinn að vera í skólanum í allan dag en var samt svo duglegur að ég slapp alveg við að læra þar sem ég hafði náð að klára allt heimanámið mitt í skólanum, ekkert smá heppinn ég í dag,ha.... Svo ákvað ég að labba heim úr skólanum þó svo að Ma og Kriss hefðu mætt galvösk eftir skóla hjá mér að sækja mig... Það var bara svo fínt að labba heim enda fínt veður í dag og ég fékk nú far í hádeginu með Ömmu hans Dylans en já Dylan er bekkjarbróðir minn og amma hans bauð mér far heim en Dylan býr beint á móti mér svo þetta var nú bara hið besta mál. Pabbi var alveg miður sín yfir því að Amma hans hefði skutlað mér heim þar sem ég hafði beðið um það í gærkvöldi að vera ekki sóttur í hádeginu heldur vildi ég fá að labba heim... En svona er þetta nú bara stundum...
En eftir skóla var ég sem sagt bara í fríi svo Mamma ákvað að fara með okkur Kriss á akurinn ég fór að sjálfsögðu hjólandi enda orðinn ógeð góður að hjóla, hjólaði út um allt, tók U-beygju og allan pakkan ekkert smá ánægður með mig. Svo þegar við vorum búinn að vera úti í dágóða stund fórum við heim þar sem Der Alte "sá Gamli" var kominn heim. Svo núna sit ég bara í sófanum og háma í mig popp eftir líka fínan dag...
Annars hefur verið lítið að gera hjá mér undanfarna daga, bara verið í skólanum, heima að læra og úti að hjóla ekki gert mikið meira en það!!!! En svona er nú líf mitt í Lúx...
Jú að vísu fór ég í gærkvöldi í heimsókn til Einars Þorra, Agnesar og co. við bræður vorum svo þar í pössun meðan gamla settið fór út að borða en það var sko bara fínt fengum Spaghetti A la Elísabet í kvöldmatinn sem ég var sko mjög sáttur við, enda spaghetti einn af mínum uppáhaldsréttum... Svo já ég fór frekar seint að sofa í gær en var samt rosa duglegur að vakna í morgun sem betur fer þar sem það var langur skóladagur...
En jæja ég ætla að fara að horfa á Svamp Sveinsson á þýsku...
Skrifum meira seinna
Addý.
Oliver

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kristín frænka fylgist sko alltaf með...... ég held líka að strákarnir sakni þín svolítið. Var nebblega svo gaman að hafa þig til að leika við....
biðjum að heilsa...
kv,
KB og familie

fimmtudagur, september 22, 2005 1:28:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home