mánudagur, september 19, 2005

GAMAN GAMAN GAMAN

Vá hvað er gaman hjá mér þessa dagana. Er sko ekkert smá ánægður með það að skólinn sé byrjaður og með nýja Fjallahjólið....
Var ekkert smá ánægður þegar ég kom heim í hádeginu á föstudaginn (fékk að hlaupa einn heim í hádeginu í grengjandi rigningu, ekkert smá ánægður með það). Þá fékk ég að borða og lék aðeins við Jón Egil og Tómas Ara áður en ég dreif mig í skólan aftur. Fór svo heim eftir skóla að læra en já það er víst skylda á mínu heimili að læra um leið og maður kemur heim úr skólanum (er sko alls ekki sáttur alltaf við það en þetta er víst bara svona). Þegar ég var loksins búinn að læra, seint um kvöldið var orðið of dimmt til að fara út að hjóla svo ég fór bara frekar snemma í bælið þar sem það var ræs á laugardagsmorgninum til að skutla öllum gestunum á flugvöllinn...
Það gekk nú samt alveg ágætlega hjá mér að vakna á laugardaginn svo var farið í það að hafa alla til fyrir flugvöllinn sem var nú bara fínt, svo fékk ég að fara með Kristínu, Palla og Tvíbbunum í rútuna á flugvöllinn, þá gat ég leikið við þá á leiðinni og einnig fékk ég að taka smá video á videocameruna hans Palla svaka stuð hjá mér skal ég segja ykkur... Eftir skutlið var brunnað heim og ég fór út að hjóla er orðinn hörku klár í þeim business, og við vorum svo bara í afslöppun það sem eftir lifði dags enda við öll hálf sorgmædd eftir að hafa skutlað öllum á völlinn (já húsið okkar bara alveg tómt), svo var bíókvöld hjá okkur um kvöldið og við Karlarnir þ.e.a.s ég og Pabbi vöktum lengst.... Enda var frekar erfitt að vekja mig í morgun en Mamma vildi að ég yrði vakinn þar sem það er víst skóli á morgun og eins gott að byrja að venja mig við strax.... En við erum bara búinn að vera róleg í dag líka, fórum á rúntinn til Þýskalands og stoppuðum í Trier og fengum okkur góðan göngutúr þar fórum svo heim og ég ákvað að drífa mig bara beint út að hjóla og var úti heillengi. Svo kom ég inn og leyfði honum Kriss að taka bílateppið sitt niður í mitt herbergi og við lékum okkur saman á því, svo kom pabbi með lestina mína og setti hana upp fyrir okkur svaka gaman hjá okkur.... Svo var það bara matur, sturta og bælið.... Þar sem ég þarf að vakna ógeð snemma í fyrramálið og fara í skólan en það er sko langur skóladagur hjá mér á morgun svo já það er víst betra að vera ekki þreyttur.....
En ég ætla að hætta í bili
Og fá ritaran í að pikka meira síðar....
Over and out
Oliver

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home