miðvikudagur, september 21, 2005

Synir mínir eru HETJUR

Helló
Þá varð hún Mamma væmna að monta sig!!! Já hún er svo stolt af strákunum sínum báðum tveim að hún varð að fá að tjá sig um það kellingin... Já nú er Oliver kominn á fullt swing í skólanum og ánægður eins og alltaf þar þessi elska mín, er duglegur en finnst að vísu frekar leiðinlegt að hann sé alltaf síðastur eða með þeim síðustu að læra í skólanum en mamma sagði honum eins og satt er hann verður bara að vera sáttur við það þar sem hann er enn að læra tungumálið, en já það getur verið erfitt að skilja svona hluti þegar maður er mjög svo kappsamur, en ég held bara áfram að hvetja hann og segja honum að áður en hann veit af verður hann ekki með þeim síðustu. Þetta er honum sérstaklega erfitt þar sem hann var náttúrulega TOPP NEMANDI á Íslandi (nema hvað enda sonur mömmu sinnar) og var þar alltaf með þeim fyrstu eða fyrstur svo þetta er mikið skref aftur á bak fyrir hann. En við hvetjum hann áfram eins og við getum og segjum honum bara að vera þolinmóður og já guð minn góður það getur nú verið erfitt sérstaklega þegar maður á svona ægilega óþolinmóða foreldra.... En hann er nú samt svaka duglegur og hefur gaman af því að læra og lét okkur vita af því í dag að það væri sko miklu auðveldar að skilja en að tala sem er náttúrulega alveg rétt... Svo þetta er allt að koma og ég held hann skilji miklu meira en við gerum okkur grein fyrir en hann segir samt fátt um það mál alla vegana kom hann heim í hádeginu með ömmu hans Dylans (en Dylan er bekkjabróðir hans og býr hérna beint á móti) en já amma hans bauð Oliver far heim og hann þáði það já þetta gat hann strákurinn svo sagði hann okkur líka hvernig hann hefði beðið um fótbolta lánaðan í skólanum í dag svo já hann er allur að koma til strákurinn og áður en við vitum af verður hann orðinn altalandi á lúxemborgísku.. En krakkarnir hérna byrja að læra lúxemborgísku í leikskólanum og svo byrja þau að læra þýsku í 1.bekk og núna eftir áramót (í 2. bekk) byrja þau að læra frönsku líka. Svo hann Músi minn verður sem sagt eftir jólin að læra lúxemborgísku, þýsku og frönsku í skólanum plús það að fyrir kann minn maður ensku og íslensku já hann verður flottur í framtíðinni þessi elska ég segji nú bara ekki meir... En ég er sko yfir mig stolt af honum og varð bara að tjá mig um það á blogginu hans.. Maður má nú alveg stelst til að monta sig af hetjunum sínum... En hann er bara flottur og áður en við vitum af verður hann byrjaður að tala fyrir okkur Bjarna og byrjaður að kenna okkur líka sem er bara hið besta mál, enda læri ég alltaf með honum og já já á því læri ég líka eins og hann svo þetta er bara hið besta mál fyrir okkur öll :-)
Jæja ætla láta þetta duga af montni í bili...
STOLTASTA Mamma í HEIMI,.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home