föstudagur, september 23, 2005

Lesa lesa lesa

Helló,
Í dag fékk ég heiðurinn af því að lesa upphátt í skólanum í dag! Já ég las fyrir allan bekkinn í þýsku tíma og vitir menn og konur, kennarinn þurfti ekkert að leiðrétta mig ég var ekkert smá ánægður með það enda finnst foreldrum mínum ég bara HETJA og ekkert annað. Þetta gat ég og stóð mig eins og HETJA eins og alltaf (eða mamma segir það alla vegana).
Annars var nú bara stuttur skóladagur í dag fór klukkan 08 og pabbi sótti mig klukkan 12:30 þá var skólinn bara búinn enda bara gott að komast stundum snemma heim ég segji nú bara ekki meir. En þegar ég kom heim þá fór ég að læra með pabba en hann var að fylgjast með mér læra í dag (en ég vildi nú helst að Ma myndi fara yfir lærdóminn þegar ég var búinn, en í Lúxemborg þá þurfa foreldrarnir að kvitta fyrir því að börnin þeirra hafi lært heima og fyrir því að einhver hafi fylgst með því og farið yfir heimalærdóminn og mamma mín hefur bara alltaf gert þetta svo mér fannst eitthvað hálfdularfullt að hún þyrfti ekki að fara yfir þetta í dag).
Að heimalærdómi loknum ákváðum við stór fjölskyldan að skella okkur aðeins í bæinn þar sem pabbi var í fríi til klukkan 21 svo við pabbi ákváðum að fara í klippingu, en mér finnst sko bara gott að fara í klippingu þessa dagana. Eftir klippinguna var brunnað heim þar sem ég mátti ráða hvað yrði í kvöldmatinn fyrir frábæran árangur (bæði í heimalærdómi og fyrir að hafa lesið fyrir bekkinn) og of course my horse valdi ég SS PYLSUR en við áttum til svoleiðis gúmmulaði í frystinum (nammi nammi namm)... Eftir matinn fór ég í það að raða DVD diskunum okkar í hulstur, fór svo upp að bursta tennurnar um leið og sá gamli bað mig að fara upp, ákvað samt að lesa aðeins í "Síðasta bænum í Dalnum" áður en ég sofnaði..
Búinn að vera stilltur og duglegur í dag eins gott að halda því áfram svo ég komist til Íslands þegar ég fer í skólafrí í lok október...
Bið að heilsa ykkur í bili
Oliver nýklippti

1 Comments:

Blogger Páll Jónsson said...

Ég held að við amma séum bara báðar steinhissa á því að það hafi ekkert gerst hjá ykkur bræðrum í tvo daga og gott betur en það.
Kv,
Kristín frænka

sunnudagur, september 25, 2005 5:57:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home