þriðjudagur, september 27, 2005

Halló Kalló Bimbó

Helló,
Jæja þá er þessi dagur að verða búinn, þetta er sko bara búinn að vera fínn dagur... Ég fór að sjálfsögðu í skólan í morgun eins og alla hina dagana... Mamma vakti mig og keyrði mig svo í skólan sem var sko bara fínt þar sem það var leikfimi í dag svo ég var með 2 töskur með mér í dag.... Já mér fannst bara fínt í skólanum í dag ég hafði alla vegana mikið að segja mömmu á heimleiðinni en hún ákvað að koma EIN labbandi að sækja mig og ég gjörsamlega talaði alla leiðina heim.. Var að segja frá leiknum sem við vorum í, í leikfimi og svoleiðis... Svo þegar heim kom var pabbi að elda mat sem hentaði mér sko mjög vel þar sem ég var að deyja úr hungri.... Eftir matinn fékk ég að lesa e-mailin mín er þar var sko 1 frá Reynsa frænda sem mér þótt sko þvílíkt fyndið og annað frá Andreu gamla kennaranum mínum á Íslandi og bekknum mínum gamla, en ég má sko koma í heimsókn í bekkinn þegar við skellum okkur til Íslands, þ.e.a.s ef ég verð nógu stilltur til að fá að fara (vonandi)... Svo já var það heimalærdómurinn sem var ekkert svakalega mikill í dag bara svona já smá slatti og við fengum það staðfest að það er fyrsta prófið á föstudaginn það verður stærðfræðipróf svo ég verð að læra mikið á fimmtudaginn (þar sem ég verð að ná öllum prófunum og standa mig þvílíkt vel ef ég á ná bekknum), mamma hefur náttúrulega TRÖLLATRÚ á mér eins og alltaf, henni finnst ég alltaf vera bestur :-) nema hvað!!!!
Eftir lærdóm var afslapelse og svo var ákveðið að skella sér í bíltúr sem var nú bara fínt við græddum ís og allan pakkan (hér í Lúx er ekki hægt að fara í ísbíltúr eins og á Íslandi NEI við urðum bara að keyra í ísbúðina í Mallinu til að fá ís, svolítið skrítið ekki satt??).. En svo var farið heim þar sem karlinn þurfti að fara að vinna og Kriss að sofa þar sem það er skóli hjá okkur báðum á morgun...
Nú er ég sko á leiðinni í bælið ætla að lesa smá í Síðasta bænum í Dalnum áður en ég fer að sofa...
Bið að heilsa ykkur þangað til næst.
Kv. Oliver

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home