föstudagur, september 30, 2005

Stuttur skóladagur

Helló,
Þá er þessi dagur á enda kominn og á morgun er föstudagur og svo kemur loksins langþráð helgarfrí... En að vísu er FYRSTA PRÓFIÐ hjá mér á morgun, en ég hef aldrei áður tekið próf í þessum skóla, hvað þá þessum bekk svo það verður gaman að sjá hvernig mér gengur.... Það er svona frekar erfitt fyrir mig að skilja það að ég sé ekki jafn góður í skólanum hér og ég var heima, en mamma er að reyna að útskýra þetta allt saman fyrir mér en það gengur svona eins og það gengur.... Vonum bara það besta, mamma veit alla vegana að mér gengur vel að læra heima hjá henni en svo er bara að sjá hvernig mér gengur í sjálfu prófinu....
En já ég fór í skólan í morgun með strætó já það er sko jafn æðislegt enda fer hann Dylan með strætó líka á hverjum degi og á morgnanna er strætó sko fullur af krökkum sem eru með mér í skólanum en það virðist vera í tísku hér að taka strætó (eitthvað sem pabbi minn er sko alls ekki að fatta)... En það kostar náttúrulega ekki neitt að taka strætó hér, ha svo af hverju ekki að notfæra sér það?????? Mamma og Kriss komu svo labbandi að sækja mig sem var nú alveg ágætt en ég hafði alveg getað hugsað mér að taka bara strætó með Dylan heim... Þegar heim var komið kíkti sú gamla á heimalærdóminn sem var aldrei þessu vant bara undirbúningur fyrir prófið á morgun... Svo hún lét mig vinna smá fyrir prófið nema hvað..... Ég stóð mig mjög vel hjá henni gerði bara örfár klaufavillur svo við verðum bara að vona það besta og ég passi mig á því að flýta mér ekki en það er sko minn stærsti galli....
Svo fékk ég kvöldmat og var svona frekar óþekkur við kvöldmatarborðið, sem þýddi það að ég var settur inn í rúm og fékk að vera þar þangað til ég átti að fara að sofa... En nú á sko að fara að beita mig HERAGA eina ferðina enn... Sjáum hvernig það á eftir að ganga núna....
Annars gerðist sem sagt fátt hjá mér í dag...
Læt ykkur vita á morgun hvernig mér gekk í prófinu...
Góða nótt
Oliver Óþekki

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home