sunnudagur, október 09, 2005

Þýskupróf og Tívolí

Vá þá er þessi dagur senn á enda og ég sko vel þreyttur, enda búinn að vera alveg á fullu í allan dag.... Byrjum nú samt á föstudeginum.... Já föstudagurinn var svona frekar erfiður en já það er bara eins og það er hér í skólanum, hjá mér var ÞÝSKU PRÓF og mömmu fannst ég sko þurfa að læra alltof mikið fyrir það en það er bara eins og það er ekkert hægt að væla yfir því... Mér var sem sagt skutlað í skólan þar sem Kriss var líka að fara í skólan svo já tók við venjulegur skóladagur og svo fyrir hádegi var líka Þýskuprófið marg um rædda og ég held mér hafi bara gengið ágætlega (en það er ekki alveg að marka það ég er svolítill Reynir í mér, ef þið skiljð hvað ég á við)... Svo kom hádegishlé þá komu Pabbi og Kriss labbandi að sækja mig sem var sko bara fínt, við fórum svo í kapp heim ekkert annað hægt í stöðunni... Þegar heim var komið fékk ég að borða og var að segja frá þýskuprófinu (fékk að vísu Yu-gi-oh blað en mömmu fannst ég svo duglegur að læra undir prófið að hún ákvað að verðlauna mig fyrir með blaðinu) svo ég kíkt í blaðið meðan ég borðaði...... Eftir matinn ákvað ég að taka Strætó í skólan sen mér finnst það sko bara fínt.... Svo var bara venjulegur skóladagur eftir hádegi ekkert próf eða vesen að vísu var myndmennt eða hvað þetta kallast nú í dag.... Svo komu ákkúrat allir og sóttu mig þegar skólinn var búinn sem var líka bara fínt þá fórum við saman í Mallið að versla í matinn og chilla eitthvað áður en pabbi fór að vinna.... Svo voru bara róleg heit hjá okkur stórfjölskyldunni um kvöldið, var sendur frekar snemma í rúmið þar sem það átti að vera tívólí ferð á morgun (laugardag)...
LAUGARDAGUR
Það var sko ræs ógeð snemma samkvæmt mínum mælikvarða á laugardegi.... Þegar allir voru ready og búnir að fá sér morgunmat var farið af stað til Frakklands en Tívolíið er sko þar sem við vorum að fara í.... Ég var sko bara nokkuð stilltur í bílnum á leiðinni til Frakklands þó svo ég segji sjálfur frá... Svo þegar við loksins mættum á svæðið voru nokkrar mínútur í opnun en það var nú í góðu lagi ég gat alveg fullt skoðað en það var allt skreytt með svona Halloween dóti þar sem það er Halloween í október, rosa flott allt saman.... Svo já loksins þegar opnaði þá byrjaði FJÖRIÐ fyrir alvöru og vá hvað ég fór í mörg tæki, prufaði ÖLL TÆKIN á svæðinu (nema þetta eina sem var lokað) og vá hvað þetta var skemmtilegt fór sko mörgum sinnum í sum tækin, er sko algjör Tívolístrákur (fannst ekkert smá fyndið að mamma skyldi ekki þora í nein tæki nema þau sem fóru ógeðslega hægt) en ég fór sko í allt og mömmu fannst ég nú svona helst til kaldur en það er bara eins og það er.... Ég er orðinn 137 cm og mátti þar af leiðandi fara í öll tækin (en þeir miða við 130 cm í stóru tækin).... Og ég fór sko seinustu ferðina þegar það var verið að loka garðinum já um að gera að nýta ferðina, en það sem var svo gott við að fara á þessum tíma að það var fínt veður ekki orðið kallt og alls ekki of heit og það voru engar biðraðir sem er náttúrulega bara SNILLD fyrir karla eins og mig og já ég gat náttúrulega nýtt mér það með að fara margar ferðir í sum tækin..... Ég var sko alls ekki orðinn þreyttur þegar við lögðum af stað heim var enn í bananastuð eftir frábæran dag.... Þegar heim kom fór ég að hjálpa þeim Gamla að pakka inn afmælisgjöfinni hans Gogga en hann átti afmæli 29.sept var 40 ára karlinn og er með svaka veislu í kvöld, pabbi fór nú bara einn í veisluna (þó svo það væri búið að finna pössun fyrir okkur Kriss, hann Einar Þorri var alveg meira en lítið tilbúinn í það að passa okkur bræður í kvöld) þar sem sú gamla var eitthvað slöpp og er enn, kanski er það aldurinn sem er að fara svona með hana en hún á sko afmæli á morgun.... En alla vegana liggjum við Mamma upp í sófa með sæng og erum að horfa á Mask á þýsku....
Vill endilega koma því á framfæri að ég fór í svona tæki sem skýtur manni hátt upp í loftið í tívolíinu þetta var svona turn og maður skaust hátt upp á mettíma og svo var farið aftur niður á fleygjiferð já þetta fýlaði ég...
Endilega kíkið á tívolíið á www.walibi.com
Ætlum að hætta núna og pikka meira síðar
Bið að heilsa þangað til næst
Oliver Duglegi Tívolístrákur

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ Oliver minn
frábært hvað þú stendur þig vel í skólanum
amma

sunnudagur, október 09, 2005 3:26:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home