fimmtudagur, október 06, 2005

Gestabók, Gestabók!!! Endilega kvittið...

Helló,
Vill byrja á því að þakka honum Palla Vigga fyrir að hafa reddað Gestabók fyrir mig, já ég ákvað sko um leið að næst ætla ég að plata hann í að sitja myndir inn fyrir mig... Um að gera að nota þessa tölvukarla sem ég þekki þar sem hún Mamma er sko ekki alveg sú klárasta ha....
Nóg um það.... Dagurinn í dag var sko bara alveg ágætur frekar mikill lærdómur hjá mínum en já það hafðist.... Ég fór sem sagt með strætó í skólan í morgun sem var bara alveg ágætt, en þá fæ ég smá tíma til að leika mér áður en skólinn byrjar... Svo já var bara venjulegur skóladagur hjá mér... Sú gamla kom svo og sótti mig í skólan þegar hann var búinn í hádeginu en hún ákvað að koma labbandi, sagði mér að við yrðum að drífa okkur heim þar sem Kriss og Pabbi væru að redda SS pylsum í matinn.... Sem mér finnst sko bara GOTT (en Kristín og Co. komu með pylsur þegar þau komu í heimsókn til okkar, heppin við ha).... Eftir matinn fór svo sá Gamli að vinna svo við vorum bara ein eftir í kotinu sem gekk því miður ekkert alltof vel ég átti nefnilega að læra svolítið mikið og svo er próf í Þýsku á morgun (ekkert smá mikill lærdómur fyrir það)... Kriss var sko "Emil í Kattholti" svo mamma ákvað að ég myndi bara byrja á því að læra fyrir morgundaginn svo myndum við fara út að viðra okkur sem var sko bara gott, fórum út á róló svo í langan göngutúr inn í skóg og á leiðinni átti ég að segja mömmu hvað allt héti á þýsku (einhvern veginn urðum við að læra fyrir prófið ha)... Þegar við vorum svo að labba í áttina heim hringdi Pabbi og sagðist vera kominn heim svo við tókum næstum á rás heim, svo ég gæti lært eitthvað og Kriss farið að leika við Pabba.... Við alla vegana drifum okkur heim og ég fór í það að læra undir prófið (en mömmu fannst ekkert smá mikið sem ég ætti að læra fyrir próf þar sem ég er sko bara 7 ára og í öðrum bekk en þetta var sko fullt fullt sem ég átti að læra fyrir próf).... Þetta verður sko erfitt fyrir mig á morgun en ég ætla sko bara að reyna mitt besta, ég átti að læra sögu utan af og þarf að svara bæði skriflega úr henni og eins getum við fengið krossaspurningar, svo er að læra fullt af orðum utan af og vita hvað á að vera á undan er það Die, Der eða Das og svo er bara fullt af erfiðum í viðbót, en alla vegana finnst mömmu þetta alltof mikið fyrir svona ung börn og er sko alveg 100% á því að börn á Íslandi fari ekki í svona erfitt próf bara 7 ára.... En ég verð að reyna mitt besta og það ætla ég að sjálfsögðu að gera, þar sem öll próf sem við tökum í skólanum gilda, no mercy í skólanum í Lúx ha..... Svo getur maður fallið á bekknum og í mínum bekk er ein stelpa sem situr 2. bekk aftur (hún er nú samt frá Lúxemborg) svo já ég verð að reyna mitt besta ekkert annað hægt í stöðunni, verð að gera allt svo ég þurfi ekki að sitja 2. bekk aftur....
En núna er sú gamla að senda mig í bælið svo ég geti vaknað hress í prófið á morgun en það er sko fullur skóladagur þó svo það sé langt próf......
Endilega kvittið í gestabókina mína fyrir komuna, svo gaman að sjá hverjir fylgjast með okkur...
Kv. Oliver Duglegi....

2 Comments:

Blogger Oli Skoli 2000 said...

prufa

föstudagur, október 07, 2005 12:14:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ sæa duglega lærdómsmúsin okkar, þú ert svo klár og duglegur að læra að þú átt sko alveg að geta þetta. Vonandi hjálpa SS pylsurnar þér.....
kv,
Krissa og tvíbbalingar

laugardagur, október 08, 2005 3:46:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home