fimmtudagur, október 13, 2005

Nýr bíll. nýr bíll....

Góða kvöldið gott fólk,
Þá loksins byrjar hún Ma að pikka aftur fyrir mig.... En já dagurinn í dag var sko bara fínn það var stuttur skóladagur sem mér finnst nú bara fínt enda er alveg nóg sem við erum að gera þó svo dagurinn sé bara stuttur í skólanum..... Ég tók strætó í morgun í skólan eins og undanfarna daga..... Svo kom Ma að sækja mig í skólan þar sem það átti að vera foreldrafundir í kvöld í skólanum og já það var í boði á Frönsku eða Lúxemborgísku og vitir menn hún Mamma kann hvorugt tungumálið svo hún ákvað bara að skella sér í skólan og tala við kennaran minn og heyra hvað hún hefði að segja, en þá á bara að tala um hvað er að gerast í skólanum á hverjum degi í kvöld svo kennarinn minn stiklaði bara á stóru hvað það varðar og Joffan eins og hún er víst kölluð sagði okkur að hún væri ánægð með það hvað Oliver hefur gengið vel í síðustu prófum bæði í Þýsku og Stærðfræði sagði Ma svo að hún þyrfti engar áhyggjur að hafa af mér hvað Stærðfræði varðar þar sem mínar einu villur væru fljótfærnisvillur eða já að ég vissi ekki alveg hvað ætti að gera (út af tungumálakunnáttu minni vantar smá upp á hana), sagði svo að ég þyrfti að hlusta miklu betur í þýsku.... En já hvað ætli ég sé að gera í Þýskutímunum... Ég lofaði alla vegana að laga það en sagði að ég væri alltaf að hlusta á kennaran...Málið er að ég er soddan DayDreamer að mamma trúir því sko alveg að ég fari bara allt í einu að hugsa eitthvað annað.... En ég ætla að reyna að laga það eftir bestu getu..... Þegar heim var svo loksins komið þá vorum við Ma bara ein heima þar sem Pabbi og Kriss voru með nýja trukkinn okkar í skoðun (keyptum okkur Audi A6)... Ég fékk því smá í gogginn svo hófst lærdómur og í dag átti ég að læra undir stærðfræðiprófið sem er á morgun, ekkert annað en mömmu fannst það nú líka bara alveg nóg enda ekkert smá mikið sem ég átti að læra fyrir það.... Svo já er bara að sjá hvernig mér gengur á morgun, vonandi jafnvel og síðast..... Eftir lærdóminn fór ég út að hjóla og svo á róló að leika mér aðeins, maður verður nú líka að fá að vera barn þó svo maður sé í HERAGA SKÓLA ekki satt?? Þegar ég kom svo loksins heim voru Ma og Kriss að sópa stéttina fyrir framan húsið en það var sko ógeð mikið af laufblöðum hérna úti hjá okkur (enda komið haust).... Svo eftir tiltektina hérna úti fórum við inn og ég fékk að horfa á TV þar sem ég var svo duglegur að læra í dag og hér ligg ég fyrir framan imban að horfa á hann Svamp Sveinsson stór vin minn.....
Í gær gerðist mest lítið hjá mér var bara langur skóladagur eins og alla miðvikudaga, svo tók bara við lærdómur þegar heim var komið eins og alla hina dagana, no mercy á mínu heimili...... Svo var bara farið í bælið á sómasamlegum tíma.... Ekkert merkilegt svo sem sem gerðist.....
En já ætli ég segji þetta ekki bara gott í bili....
Haldi bara áfram að fylgjast með honum Svampi Sveinssyni stór vini mínum....
Bið að heilsa ykkur öllum þangað til næst
Oliver sem er alltaf í PRÓFUM..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home