Kvittið í Gestabókina......
Helló allir saman,
Hva eru allir hættir að skoða bloggið mitt???? Alla vegana kvittar enginn í gestabókina hjá mér eða commentar það sem við erum að skrifa svo það er kanski bara spurning um að fara í verkfall???? Endilega tjáið ykkur um það.....
En já þessi miðvikudagur er bara búinn að vera alveg ágætur..... Fór í skólan í morgun eins og alla hina dagana (fékk far í morgun þar sem Kriss var líka að fara í skólan) svo var ég sóttur í hádeginu en Pabbi og Kriss sóttu mig á bílnum þar sem hér var RIGNING og MIKIL ÞOKA, já og Ma heima að elda Pizzu en það var ákveðið í morgun að það yrði heimatilbúinn pizza..... Þegar ég svo kom heim var pizzan tilbúin og ég fékk að borða og svo var ég óþekkur heima (réð ekki við mig) var svo sendur í skólan aftur (fékk far þar sem Kriss var líka að fara eftir hádegi).... Svo þegar skólinn var búinn í dag voru allir mættir að sækja mig (komu að vísu pínu lítið of seint en það var nú bara í góðu ég ætlaði bara að labba heim!!!)... Svo var brunað heim og farið í lærdóm og þar sit ég enn þar sem ég var með frekar mikinn heimalærdóm og er eitthvað að slóra við hann (er að hugsa eitthvað allt annað en ég á að vera að gera).... En svona er ég nú bara stundum, ha.......
En vonandi get ég hagað mér og hætt þessum stælum svo ég komist með til Íslands....
Ælta að enda þetta á því að óska honum Róberti vini mínum til hamingju með afmælið....
Kv. Oliver óþekki
Hva eru allir hættir að skoða bloggið mitt???? Alla vegana kvittar enginn í gestabókina hjá mér eða commentar það sem við erum að skrifa svo það er kanski bara spurning um að fara í verkfall???? Endilega tjáið ykkur um það.....
En já þessi miðvikudagur er bara búinn að vera alveg ágætur..... Fór í skólan í morgun eins og alla hina dagana (fékk far í morgun þar sem Kriss var líka að fara í skólan) svo var ég sóttur í hádeginu en Pabbi og Kriss sóttu mig á bílnum þar sem hér var RIGNING og MIKIL ÞOKA, já og Ma heima að elda Pizzu en það var ákveðið í morgun að það yrði heimatilbúinn pizza..... Þegar ég svo kom heim var pizzan tilbúin og ég fékk að borða og svo var ég óþekkur heima (réð ekki við mig) var svo sendur í skólan aftur (fékk far þar sem Kriss var líka að fara eftir hádegi).... Svo þegar skólinn var búinn í dag voru allir mættir að sækja mig (komu að vísu pínu lítið of seint en það var nú bara í góðu ég ætlaði bara að labba heim!!!)... Svo var brunað heim og farið í lærdóm og þar sit ég enn þar sem ég var með frekar mikinn heimalærdóm og er eitthvað að slóra við hann (er að hugsa eitthvað allt annað en ég á að vera að gera).... En svona er ég nú bara stundum, ha.......
En vonandi get ég hagað mér og hætt þessum stælum svo ég komist með til Íslands....
Ælta að enda þetta á því að óska honum Róberti vini mínum til hamingju með afmælið....
Kv. Oliver óþekki
1 Comments:
Ég er allavegan ekki hætt að lesa duglegasti lærdómskallinn minn. Ég vona samt að þú farir nú að haga þér vel, því ég veit um tvo stubba sem bíða geggjað mikið eftir því að stóri frændi komi í heimsókn og yrðu mjög sárir ef þú þyrftir að vera heima.
Krissa og tvíbbalingar sætustu
Skrifa ummæli
<< Home