Það er nefnilega það............
Börnin vöktust og klæddust,
grauturinn eldaðist og átst,
það bjóst um rúmin og sópaðist,
þvotturinn þvoðist og hengdist upp,
það gerðist við og stoppaðist í,
saumaðist og prjónaðist,
tertan bakaðist og borðaðist,
það vaskaðist upp og gekkst frá,
börnin hugguðust og hjúfruðust,
það breiddist yfir þau og kysstust góða nótt.
þegar þau voru spurð:
hvað gerir mamma þín?
urðu þau undirleit og svöruðu lágt:
ekkert, hún er bara heima.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home