laugardagur, október 22, 2005

6 dagar í flugvélina

Helló allir saman,
Þá er kominn Laugardagur og ekki nema 6 dagar til stefnu hjá okkur... Vá hvað er stutt í þetta.... Og næsta vika verður ekkert smá stutt í skólanum verð allan mánudaginn (langur dagur), allan þriðjudaginn (stuttur dagur) svo verður miðvikudagurinn (stuttur dagur það er frí eftir hádegi hjá mér) svo fimmtudagurinn verður (stuttur dagur að vísu próf en alveg sama) svo Íslensku skólinn seinni partinn svo verð ég kominn í HELGARFRÍ þetta er bara SNILLD... Okkur er sem sagt farið að hlakka mikið til.....
Föstudagur
Já þá var skóli eins og venjulega og já já ég fékk far þar sem Kriss var líka að fara í skólan og það var að sjálfsögðu próf eins og alla undanfarna föstudaga ekki beint skemmtilegt en svona er þetta bara hérna,ha... Svo fékk ég að hendast heim í hádeginu með öllum og fékk hádegismat svo var það bara skóli aftur eins og alla aðra föstudaga..... Svo eftir skóla var ég bara að chilla hjálpaði þeim Gamla aðeins að þrífa bílinn og svo við að sitja myndir í ramma nóg að gera hjá mér ha.... Svo var bara farið frekar seint að sofa þar sem ég var með þeim Gamla í sófanum að glápa á myndir fram eftir.....
Laugardagur
Ég vaknaði við vekjaraklukkuna í símanum hennar Ma hafði sjálfur stillt klukkuna klukkan 09 ekkert smá duglegur vaknaði við hana og fór upp og sagði Ma og Kriss að nú væri kominn tími til að drulla sér framúr og ekkert RUGL....Vorum svo bara í róleg heitum þar til sá Gamli kom heim í hádeginu.... Þá ákvað Ma að fara út og skilja okkur karlana eftir heima sem gekk ekki alveg nógu vel þar sem Kriss var svo óþekkur við okkur að ég hringdi bara í Ma og sagði þú verður bara að hafa Kriss með þér og hún kom að sjálfsögðu og sótti Kriss óþekka sem var sko bara fínt... Við pabbi byrjuðum þá að kubba aftur nýja Legóbílinn minn en erum því miður ekki alveg búnir með hann.. Ég lærði svo smá fyrir Íslenskuskólan og núna er ég sko kominn niður í bíóstellingarnar þar sem það er alltaf bíókvöld hjá okkur fullorðna fólkinu á laugardögum eftir að Kriss fer að sofa bara notalegt..... Jæja nú ætlar Ma að hendast niður til okkar í bíófýling....
Kv. Oliver sem er á leiðinni til Íslands.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home