mánudagur, október 24, 2005

4 dagar í Íslandsferðina okkar

Helló allir saman,
Jæja þá er þessi mánudagur senn á enda og alveg að koma þriðjudagur vá hvað tíminn líður fljótt áður en ég veit af verðum við þ.e.a.s ég, Ma og Kriss farin í flugvélina til Íslands ekki leiðinlegt það ha......
En nóg um það, þessi dagur byrjaði bara alveg ágætlega ég vaknaði en var sko ROSALEG ÞREYTTUR þegar ég vaknaði eins og alla hina dagana (já er með unglingaveikina fyrir þá sem vissu það ekki).... Ég fékk nú samt far í skólan þar sem Ma var hvort sem er að fara að skutla Kriss í skólan og Pabba í vinnuna, sem var bara fínt var ekki að nenna að fara extra snemma út til að ná strætó..... Jæja svo var það bara venjulegur skóladagur hjá mér eins og alla hina dagana..... Var meira en lítið sáttur þegar ég sá að Ma og Kriss komu á bílnum að sækja mig, var ekki í labbistuði en það er nú bara eins og það er ekki satt (það var nú einu sinni mánudagur og þá er maður oft latari en hina dagana)..... Drifum okkar svo heim svo ég gæti fengið eitthvað í gogginn þar sem það var langur skóladagur hjá mér í dag, sú gamla henti Nuggets inn í ofninn fyrir okkur bræður í hádeginu (ekki leiðinlegt það)... Ég ákvað svo að taka bara strætó eftir hádegi í skólan, var ekkert mál að nenna því þá enda var ég alveg í stuði þá enda dagurinn hálfnaður hjá mér..... Eftir skóla í dag voru svo Ma og Kriss kominn aftur á bílnum að sækja mig en þau voru að koma beint úr bænum að sækja mig..... Og þá sýndi ég Ma þýskuprófið mitt og ég var sko alls ekki ánægður með það fékk 27 stig af 60 mögulegum (tæplega 5) en mamma sagði ég ætti bara að gera betur næst og svo skoðuðum við Ma prófið saman og það var frekar þungt fyrir svona börn á mínum aldri en svona er þetta bara hér og ekkert við því að gera nema bara að læra meira ha...... En ég var sko allt annað en sáttur sjálfur en svo sagði ég Ma að í þessu prófi fékk engin yfir 50 stig sá eða sú sem fékk hæst fékk 50 stig svo já eitthvað hefur þetta verið að vefjast fyrir fleirum en mér..... Og við megum sko alls ekki gleyma því að krakkarnir í mínum bekk eru búnir að vera 1 ári lengur en ég í þýskukennslu svo minn árangur er bara fínn... Við megum ekki alltaf kvarta, eigum bara að sætta okkur við það sem við fáum og reyna bara að gera betur næst ekki satt...... Núna ætlum við Ma að fara að leggja mun meiri áherslu á þýskuna og vera duglegir eftir að Kriss sofnar að læra.... Og athuga hvort það hjálpar mér ekki, ég vona það sko sannarlega þar sem það er ekki alveg fyrir baráttumanninn mig að fá svona lélegt..... En mamma reyndi að hughreysta mig, og kallaði mig sífellt HETJU og lét mig heyra það að ég væri svakalega DUGLEGUR..... En ég er ekki sáttur......
En nóg um það, þegar heim var komið beið mín heimalærdómur no mercy á þeim bænum.... Svo ég lærði meðan Ma og Kriss elduðu fyrir okkur...... Eftir matinn tók Svampur Sveinsson vinur minn við og í kvöld fékk ég líka að horfa á Mánudagsbíó.... Ætla að halda áfram að fylgjast með myndinni....
Læt heyra frá mér meira síðar
Kv. Oliver LANG DUGLEGASTI....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home