Sunnudagur
Góða kvöldið allir saman,
Þá er komið sunnudagskvöld og já helgin búinn svona líður tíminn nú hratt hjá okkur.... Vonandi líka hjá ykkur :-) En já þetta var bara alveg ágætis sunnudagur hjá okkur stór fjölskyldunni höfðum Pabba heima í allan dag (hann var að fara í vinnuna núna klukkan 20 svo það var bara notalegt hjá okkur)..... Ég náði að sýna foreldrum mínum hvað mig langaði mest í í jólagjöf þetta árið og ótrúlegt en satt þá er Tækni Legó efst á blaði hjá mér þetta árið svo já það verður víst eitthvað að skoða það ekki satt????? Bara jól einu sinni á ári...... Við ákváðum svo að skella okkur í langan og góðan bíltúr, kíktu aðeins til Belgíu og skoðuðum bara aðeins þar, ákváðum að kíkja á Arlon miðbæinn en þar var ákkúrat EKKERT að gerast og miðbærinn ekki upp marga fiska svo við ákváðum bara að halda áfram bíltúrnum og fara á rúntinn um Lúx líka..... Eftir langan bíltúr var ákveðið að kíkja á róló og fórum við á coolaðan róló í Grevenmacher en þar var sko til cool tæki meiri að segja fyrir mig ha...... Vorum þar í dágóða stund eða þangað til honum Kriss tókst að slasa mig smá..... Ákváðum þá að fara að drífa okkur heim, en um það leyti sem við Ma fórum að labba að bílnum kom Þyrla (frá spítalanum) og lenti á Körfuboltavellinum sem var bara við hliðina á okkur ekkert smá cool, (ma og Pa reyndu að vera fyndi og sögðu að Þyrlan hefði heyrt í mér gráturinn þess vegna væru þeir mættir á svæðið ha ha ha).... Við fylgdumst með þyrlunni lenda og kíktum svona aðeins á hana...... Drifum okkur svo heim, en á leiðinni heim þá vorum við Bræður gjörsamlega að deyja úr hungri svo Pa ákvað að bjóða okkur MacDonalds til að taka með heim og ekki þótti okkur það leiðinlegt..... Fórum svo heim að borða og slappa af eftir góðan dag...... Svo var bara chillað heima.... Ég fékk svo að hjálpa Ma að baka köku ég var ekkert smá duglegur í þeim pakka og já svo sópaði ég niður allan stigan hjá okkur og fékk laun fyrir, ekkert smá duglegur í dag....... Svo núna ligg ég eftir SJÓÐ HEITA STURTU fyrir framan imban (undir sæng) og horfi á hann Svamp Sveinsson vin minn áður en ég skelli mér í bælið......En ég held þetta sé komið alveg nóg hjá okkur í dag.....
Ætlum að hætta pikki í bili
Læt heyra frá mér aftur síðar
Bara 5 dagar í Íslandsferð....
Hlakka til að sjá ykkur....
Kv. Oliver Duglegi
Þá er komið sunnudagskvöld og já helgin búinn svona líður tíminn nú hratt hjá okkur.... Vonandi líka hjá ykkur :-) En já þetta var bara alveg ágætis sunnudagur hjá okkur stór fjölskyldunni höfðum Pabba heima í allan dag (hann var að fara í vinnuna núna klukkan 20 svo það var bara notalegt hjá okkur)..... Ég náði að sýna foreldrum mínum hvað mig langaði mest í í jólagjöf þetta árið og ótrúlegt en satt þá er Tækni Legó efst á blaði hjá mér þetta árið svo já það verður víst eitthvað að skoða það ekki satt????? Bara jól einu sinni á ári...... Við ákváðum svo að skella okkur í langan og góðan bíltúr, kíktu aðeins til Belgíu og skoðuðum bara aðeins þar, ákváðum að kíkja á Arlon miðbæinn en þar var ákkúrat EKKERT að gerast og miðbærinn ekki upp marga fiska svo við ákváðum bara að halda áfram bíltúrnum og fara á rúntinn um Lúx líka..... Eftir langan bíltúr var ákveðið að kíkja á róló og fórum við á coolaðan róló í Grevenmacher en þar var sko til cool tæki meiri að segja fyrir mig ha...... Vorum þar í dágóða stund eða þangað til honum Kriss tókst að slasa mig smá..... Ákváðum þá að fara að drífa okkur heim, en um það leyti sem við Ma fórum að labba að bílnum kom Þyrla (frá spítalanum) og lenti á Körfuboltavellinum sem var bara við hliðina á okkur ekkert smá cool, (ma og Pa reyndu að vera fyndi og sögðu að Þyrlan hefði heyrt í mér gráturinn þess vegna væru þeir mættir á svæðið ha ha ha).... Við fylgdumst með þyrlunni lenda og kíktum svona aðeins á hana...... Drifum okkur svo heim, en á leiðinni heim þá vorum við Bræður gjörsamlega að deyja úr hungri svo Pa ákvað að bjóða okkur MacDonalds til að taka með heim og ekki þótti okkur það leiðinlegt..... Fórum svo heim að borða og slappa af eftir góðan dag...... Svo var bara chillað heima.... Ég fékk svo að hjálpa Ma að baka köku ég var ekkert smá duglegur í þeim pakka og já svo sópaði ég niður allan stigan hjá okkur og fékk laun fyrir, ekkert smá duglegur í dag....... Svo núna ligg ég eftir SJÓÐ HEITA STURTU fyrir framan imban (undir sæng) og horfi á hann Svamp Sveinsson vin minn áður en ég skelli mér í bælið......En ég held þetta sé komið alveg nóg hjá okkur í dag.....
Ætlum að hætta pikki í bili
Læt heyra frá mér aftur síðar
Bara 5 dagar í Íslandsferð....
Hlakka til að sjá ykkur....
Kv. Oliver Duglegi
1 Comments:
You site have something special. I like.
Ellen
Skrifa ummæli
<< Home