föstudagur, október 28, 2005

Ísland á morgun

Góða kvöldið allir saman.....
Nú er það Ísland á morgun og komin spenningur í mig skal ég segja ykkur.... Var verið að senda mig í bælið svo ég sofi kanski eitthvað í nótt......
En annars var þessi dagur bara fínn.... Fór með strætó í morgun í skólan já ég er sko bara duglegur strákur þó svo við segjum sjálf frá... Svo kom sá Gamli og sótti mig í hádeginu og við keyrðum saman niður í bæ að sækja Ma og Kriss sem voru að chilla í bænum.. En annars var sko stærðfræðiprófi í morgun og að sjálfsögðu gekk mér vel í prófinu nema hvað ég stærðfræði snillingurinn á ferð :-) Við drifum okkur svo heim og ég fór í það að læra dreif það á sporttíma nema hvað!!! Fórum svo á Transitinum í endurvinnsluna en sá Gamli var að taka til í bílskúrnum, vá hvað var mikið dót og drasl já já fullt af pappakössum sem við höfum verið að safna (utan af öllu draslinu sem við höfum verið að kaupa hér inn).... Við fórum svo öll stór fjölskyldan í endurvinnsluna og ég hjálpaði til við að keyra dótið fram og tilbaka og losa kerruna, ekkert smá duglegur eins og alltaf..... Drifum okkur svo sem heim til að sækja Audinn þar sem það var Íslensku skóli hjá mér í dag og við að falla á tíma.... En við náðum þessu að sjálfsögðu nema hvað!!!!! Fór í skólan og fannst rosalega gaman og þegar familían kom að sækja mig þá var ég úti að leika með öllum krökkunum (en tímarnir í skólanum enda oft á útiveru sem er bara frábært)... Eftir skóla var farið heim og bara chillað, fékk að horfa á Funniest home video á þýsku en hér heitir þetta eitthvað allt annað... Svo var ég sendur í bælið svo ég nái nú einhverjum svefn fyrir ferðalagið á morgun... En fyrst þurfum við að keyra til Frankfurt sem tekur sirka 2-3 tíma fer eftir umferð og hversu fast pabbi stígur á bensíngjöfina!!!! Hlakkar ti að sjá ykkur sem flest á Íslandi... Er búinn að ákveða að heimsækja gamla bekkinn minn í Kópavogsskóla, passa frændur mína, fara út að viðra Tinnu með Reynsa og Guðrúnu og margt margt fleiri... Minni ykkur á afmælið hennar Ömmu 3.nóv endilega kíkið við þá og þá hitti ég ennþá fleiri en annars....
Sjáumst á morgun...
Veit ekki hvort við verðum dugleg að blogga á Íslandi sjáum bara til með það!
Kv. Oliver á leiðinni til Íslands

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home