Íslenskuskóli
Góða kvöldið...
Jæja þá er rútínan öll að komast í gang hjá okkur sem betur fer... Í dag var ég náttúrulega EXTRA duglegur nema hvað, pabbi þurfti að mæta í vinnuna fyrir allar aldri svo já ég var bara sendur með strætó í skólan svo Ma þyrfti ekki að rífa okkur fram úr fyrir allar aldir... Svo já ég var vakin aðeins fyrr en vanalega en samt ekkert alvarlegt svo var það bara að drífa sig á fætur í fötin og fá sér að borða og drífa sig út í strætó nema hvað... Ekki skemmdi það neitt að Dylan var líka að fara með strætó í morgun... Ma kom svo og sótti mig í hádeginu þar sem Pabbi og Kriss voru að elda hádegismat þar sem pabbi þurfti að mæta aftur í vinnuna eftir hádegi og já ég var að fara í Íslenskuskólan við urðum því að hafa matinn snemma í dag... Ég var nú samt svakalega duglegur og byrjaði á því að læra um leið og ég kom inn þar sem ég þurfti að læra smá í stærðfræði líka.... Náði að klára stærðfræðina fyrir matinn (að vísu var eitthvað vesen á okkur bræðrum, Kriss var að lemja mig með einhverjum spaða sem hann fann í eldhúsinu og ég ákvað að svara fyrir mig og var skammaður fyrir vikið og ég gat alls ekki hamið skap mitt þegar ég var skammaður fyrir þetta :-( já ég er skapstór ungur maður)... Eftir matinn fór ég í það að skutla Pabba í vinnuna og svo að læra fyrir Þýskuprófið sem er á morgun og náði svona næstum að klára það allt áður en við fórum af stað í Íslenskuskólan.... En mamma er nú svo köld að hún skyldi mig bara eftir fyrir utan skólan þar sem hún sá að einhver kona og börn voru mætt og ég hef nú bara gott af því þar sem ég er MINNA FEIMINN þegar ég er EINN en þegar sú gamla er á staðnum.. (Ma frétti það frá Elísabetu að ég hefði verið fyrir utan að tala við einhverja íslenska stráka þegar hún mætti með Agnesi svo greinilega er þetta ekkert mál fyrir mig)... Svo var náttúrulega bara gaman í íslenskuskólanum nema hvað og þegar Ma og Kriss mættu að sækja mig var ég úti að leika með öllum krökkunum en tímarnir enda oft þannig að við förum bara út að leika.... Bara gaman.. Við drifum okkur svo heim þar sem Kriss var orðinn svo þreyttur.... Ég fór í það að læra aðeins betur fyrir Þýskuprófið meðan mamma fór upp með Kriss.... Ég fékk svo að glápa smá á TV þegar sú gamla kom niður (ekki hægt að láta mig læra endalaust ég er nú bara BARN og því má alls ekki gleyma).... Ég var svo sendur í bælið (alls ekki sáttur) þegar Funniest homevideo byrjaði... En það er próf á morgun og Ma vill að ég sé vel sofinn fyrir próf segir að það skipti svo miklu máli...... Við ekki alveg sammála um það!!!!!!
En núna er ég kominn upp í rúm og að kíkja smá í þýskubókina mína og Yu-Gi-Oh blað sem ég á upp í rúmi...
Segjum þetta gott í bili og af þessum degi...
Bið að heilsa ykkur að sinni...
Kv. Oliver LangDuglegasti og Skapstærsti....
Jæja þá er rútínan öll að komast í gang hjá okkur sem betur fer... Í dag var ég náttúrulega EXTRA duglegur nema hvað, pabbi þurfti að mæta í vinnuna fyrir allar aldri svo já ég var bara sendur með strætó í skólan svo Ma þyrfti ekki að rífa okkur fram úr fyrir allar aldir... Svo já ég var vakin aðeins fyrr en vanalega en samt ekkert alvarlegt svo var það bara að drífa sig á fætur í fötin og fá sér að borða og drífa sig út í strætó nema hvað... Ekki skemmdi það neitt að Dylan var líka að fara með strætó í morgun... Ma kom svo og sótti mig í hádeginu þar sem Pabbi og Kriss voru að elda hádegismat þar sem pabbi þurfti að mæta aftur í vinnuna eftir hádegi og já ég var að fara í Íslenskuskólan við urðum því að hafa matinn snemma í dag... Ég var nú samt svakalega duglegur og byrjaði á því að læra um leið og ég kom inn þar sem ég þurfti að læra smá í stærðfræði líka.... Náði að klára stærðfræðina fyrir matinn (að vísu var eitthvað vesen á okkur bræðrum, Kriss var að lemja mig með einhverjum spaða sem hann fann í eldhúsinu og ég ákvað að svara fyrir mig og var skammaður fyrir vikið og ég gat alls ekki hamið skap mitt þegar ég var skammaður fyrir þetta :-( já ég er skapstór ungur maður)... Eftir matinn fór ég í það að skutla Pabba í vinnuna og svo að læra fyrir Þýskuprófið sem er á morgun og náði svona næstum að klára það allt áður en við fórum af stað í Íslenskuskólan.... En mamma er nú svo köld að hún skyldi mig bara eftir fyrir utan skólan þar sem hún sá að einhver kona og börn voru mætt og ég hef nú bara gott af því þar sem ég er MINNA FEIMINN þegar ég er EINN en þegar sú gamla er á staðnum.. (Ma frétti það frá Elísabetu að ég hefði verið fyrir utan að tala við einhverja íslenska stráka þegar hún mætti með Agnesi svo greinilega er þetta ekkert mál fyrir mig)... Svo var náttúrulega bara gaman í íslenskuskólanum nema hvað og þegar Ma og Kriss mættu að sækja mig var ég úti að leika með öllum krökkunum en tímarnir enda oft þannig að við förum bara út að leika.... Bara gaman.. Við drifum okkur svo heim þar sem Kriss var orðinn svo þreyttur.... Ég fór í það að læra aðeins betur fyrir Þýskuprófið meðan mamma fór upp með Kriss.... Ég fékk svo að glápa smá á TV þegar sú gamla kom niður (ekki hægt að láta mig læra endalaust ég er nú bara BARN og því má alls ekki gleyma).... Ég var svo sendur í bælið (alls ekki sáttur) þegar Funniest homevideo byrjaði... En það er próf á morgun og Ma vill að ég sé vel sofinn fyrir próf segir að það skipti svo miklu máli...... Við ekki alveg sammála um það!!!!!!
En núna er ég kominn upp í rúm og að kíkja smá í þýskubókina mína og Yu-Gi-Oh blað sem ég á upp í rúmi...
Segjum þetta gott í bili og af þessum degi...
Bið að heilsa ykkur að sinni...
Kv. Oliver LangDuglegasti og Skapstærsti....
1 Comments:
Hæ sæti,
ég held að strákarnir séu sko alveg farnir að sakna frænda síns. Gott að nú getið þið familian horft á eitthvað skemmtilegt sjónvarpsefni saman sem þið skiljið. kv,
Krissa og co
Skrifa ummæli
<< Home