Þýskupróf og Langur skóladagur
Guten Tag...
Jæja þá er þessi föstudagur að kveldi kominn og ég kominn í bílskúrinn með þeim gamla....
Dagurinn í dag byrjaði alveg ágætlega ég átti frekar erfitt með að vakna en það gekk nú sem betur fer upp á endanum... Fór svo framúr og gerði mig kláran fyrir skólan... Fékk svo far í skólan með Ma og Kriss þar sem Kriss var líka að fara í skólan... Ekki má gleyma aðalatriðinu það var þýskupróf fyrir hádegi....
Var svo sóttur í hádeginu af Ma sem var nú alveg ágætt ég vildi nú samt fá að hlaupa bara heim en við ákváðum að bíða með það þangað til 16... Fór heim og fékk Pizzu ekkert smá gott það!!! Og hafði smá tíma aflögu svo ég hentist niður að glápa á TV sem mér leiðist sko ALDREI... Ma reif mig svo frá tækinu og út þegar skólinn byrjaði aftur...
Klukkan 16 var Ma mætt að sækja mig en ég var alveg ákveðinn í því að hlaupa heim, henti því bara töskunni minn inn í bíl og hljóp af stað!!! Ekki mikið mál fyrir mig, ha! Þegar heim var komið var það heimalærdómurinn sem beið mín og vitir menn ég fékk frekar lítið af heimaverkefnum aldrei þessu vant!!!!! Svo ég var ekki lengi að redda þeim og spurði svo hvort ég mætti ekki fara niður að glápa á TV þar sem það væri mynd að fara að byrja sem mig langaði svo að sjá (en halló myndin byrjaði ekki fyrr en 20:15, en ég glápti bara á imban þangað til).... Var bara heima í róleg heitum... Fékk að horfa á 2 þætti af Strákunum með settinu áður en myndin byrjaði... Núna er ég niðri í bílskúr með karlinum og við eitthvað að bralla ætla samt að fara að drífa mig upp til að kjósa Audda sem sjónvarpsmann ársins... Ekki klikka á því að kjósa hann!!!!!
En annars er það bara afslöppun sem er í gangi núna hjá Stórfjölskyldunni...
Bið að heilsa ykkur öllum að sinni
Kv. Oliver "Audda aðdáendi"
Jæja þá er þessi föstudagur að kveldi kominn og ég kominn í bílskúrinn með þeim gamla....
Dagurinn í dag byrjaði alveg ágætlega ég átti frekar erfitt með að vakna en það gekk nú sem betur fer upp á endanum... Fór svo framúr og gerði mig kláran fyrir skólan... Fékk svo far í skólan með Ma og Kriss þar sem Kriss var líka að fara í skólan... Ekki má gleyma aðalatriðinu það var þýskupróf fyrir hádegi....
Var svo sóttur í hádeginu af Ma sem var nú alveg ágætt ég vildi nú samt fá að hlaupa bara heim en við ákváðum að bíða með það þangað til 16... Fór heim og fékk Pizzu ekkert smá gott það!!! Og hafði smá tíma aflögu svo ég hentist niður að glápa á TV sem mér leiðist sko ALDREI... Ma reif mig svo frá tækinu og út þegar skólinn byrjaði aftur...
Klukkan 16 var Ma mætt að sækja mig en ég var alveg ákveðinn í því að hlaupa heim, henti því bara töskunni minn inn í bíl og hljóp af stað!!! Ekki mikið mál fyrir mig, ha! Þegar heim var komið var það heimalærdómurinn sem beið mín og vitir menn ég fékk frekar lítið af heimaverkefnum aldrei þessu vant!!!!! Svo ég var ekki lengi að redda þeim og spurði svo hvort ég mætti ekki fara niður að glápa á TV þar sem það væri mynd að fara að byrja sem mig langaði svo að sjá (en halló myndin byrjaði ekki fyrr en 20:15, en ég glápti bara á imban þangað til).... Var bara heima í róleg heitum... Fékk að horfa á 2 þætti af Strákunum með settinu áður en myndin byrjaði... Núna er ég niðri í bílskúr með karlinum og við eitthvað að bralla ætla samt að fara að drífa mig upp til að kjósa Audda sem sjónvarpsmann ársins... Ekki klikka á því að kjósa hann!!!!!
En annars er það bara afslöppun sem er í gangi núna hjá Stórfjölskyldunni...
Bið að heilsa ykkur öllum að sinni
Kv. Oliver "Audda aðdáendi"
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home