fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Herra Handóður og Íslenskuskólinn

Góða kvöldið
Já hvað haldið þið, jú jú þessi vika er bara senn á enda og já alltaf styttist í jólin og ekki leiðist okkur bræðrum það, búnir að sjá fullt af flottum og stórum pökkum sem við eigum að fá, Júhú!!!
Nóg um það....
Í dag er fimmtudagur sem þýðir að Oliver varð bara að fara á fætur og í skólan og gerði hann það óvenju hratt þessi elska og ákvað svo að taka bara strætó í skólan (já hann er sko duglegur).. Eftir var því Kriss í heavy stuði Mömmu sinni og pabba til mikillar gleði... En hann kann nú alveg að dunda sér svo hann lék sér einn upp í rúmi hjá pabba meðan mamma var að stússast eitthvað niðri... Svo var ákveðið að fara aðeins út að viðra Kriss þar sem hann var orðinn þvílíkt HANDÓÐUR þessi elska en hann ræður sko ekki við sig... Var því farið í bíltúr með hann Kriss, á leiðinni sá hann vinnubíl sem var búið að velta og vá hvað hann þurfti að spyrja mikið út í þennan vinnubíl sem við rétt sáum (en Herra Handóður er á SPURNINGARSKEIÐINU)...
Þegar fór að nálgast hádegið var Ma skutlað heim til að gera Ömmukjúlla og við feðgar fórum að sækja Oliver í skólan... Þegar heim var komið var Oliver sendur inn til sín að gera stærðfræðipróf en það er próf hjá honum í fyrramálið og snillingurinn var nú ekki lengi að leysa prófið en gerði í staðinn nokkrar fljótfærnisvillur, ekkert alvarlegt enda gengur honum ROSALEGA VEL í stærðfræði......
Þeir feðgar ákváðu svo eftir prófið og Ömmukjúllan að leggjast saman í sófan og horfa á bíómynd sem var bara fínt... Chilluðum við niðri þangað til tími var kominn til að fara að hendast með Oliver í íslenskuskólan, eftir stutt stopp þar skutluðu Kriss og Ma, pabba í vinnuna og fóru svo í smá bíltúr áður en Oliver var sóttur í skólan aftur... Þegar skólinn var búinn var sko orðið DIMMT úti og mamma náttblinda sá ákkúrat ekki neitt.... En við komumst alla vegana heim heil og það er nú fyrir mestu ekki satt???? Þegar heim var komið fengum við smá í gogginn svo voru það náttföt þar sem kominn var svefntími fyrir Kriss "Handóða" en hann þarf sko rosalega mikinn svefn (hann verður að safna upp orku svo hann geti orðið aftur Handóður á morgun ekki satt, ha ha ha).... En Oliver er búinn að vera svo duglegur og stilltur í dag að hann fær að horfa á funniest homevideo á þýsku áður en hann verður sendur í bælið... Hann liggur í sófanum já á besta staðnum með poppskál og horfir á Svamp Sveinsson vin sinn, hann er hita sig upp fyrir grínþáttinn...
Viljum enda þetta innlegg okkur á því að óska Elísabetu vinkonu mömmu (mömmu Ágústu Eir og Heimis Þórs) til hamingju með afmælið en hún er víst rétt rúmlega tvítug í dag....
Segjum þetta gott í bili....
Oliver "Duglegi" og Kriss "Handóði"...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home