mánudagur, nóvember 14, 2005

Helgin og dagurinn í dag....

Mojen
Já um helgina var farið að skoða UPPÞVOTTAVÉL fyrir stór fjölskylduna og vitir menn fundu eina sem við höfum samt ekki keypt þar sem sá Gamli hefur verið mikið að vinna förum vonandi í þetta á miðvikudaginn, já Ma getur alla vegana ekki beðið lengur og vonum við bara heitt og innilega að hún sé til á LAGER....
En já HELGIN
Það var bara mest chillað þessa helgi og horft á Strákana, Stelpurnar og Idol á Stöð 2 alls ekki amalegt að hafa það þessa dagana... Jú svo er nú eitthvað farið að kólna hjá okkur líka (því miður) en hvað getur maður svo sem kvartað yfir því það er komin miður Nóvember!!!!!! Oliver duglegi fór svo í smá hjólreiðatúr á sunnudaginn kom svo heim kíkti á jólaskrautið sem við áttum upp í skáp og henti svo í smákökur bara smá smakk (taka forskot á sæluna)... Og þetta tókst bara rosalega vel hjá stráknum, nema hvað????? En Kriss var á meðan bara með Pabba í bílskúrnum að þrífa bílinn og skúrinn já ekki leiðinlegt það!!!!! Fóru svo allir feðgarnir í það að setja tónlist í tölvuna nema hvað!!!!! Svo já þetta var bara ROSALEG róleg helgi!!!!!!
Dagurinn í dag
Já það var sko skóli hjá ÖLLUM... Svo Ma byrjaði á því að ræsa Kriss út þar sem þau skutluðu Pabba í vinnuna fórum svo heim og þá var farið í það að vekja Oliver og gefa strákunum morgunmat!!! Svo var það skóli en Oliver duglegi ákvað að hendast með Strætó (og hafði sig til á 1 mín. já þetta getur hann ef hann ætlar sér strákurinn).... Svo voru þeir bræður sóttir í hádeginu og fengu í gogginn... Eftir hádegi var bara skóli hjá Oliver svo við skutluðum honum fyrst og ákváðum að kíkja aðeins í IKEA meðan Oliver væri í skólanum.... Oliver ákvað svo að vera ennþá meira duglegur og tók strætó heim eftir skóla, já hann er nú duglegur strákurinn... Líkist greinilega Mömmu sinni..... Svo tók nú bara við heimalærdómur og TV en það er alltaf mánudagsbíó og það fær nú Stóri strákurinn að horfa á....
Nú ætlar Kriss að fara að hafa sig til fyrir svefninn og Oliver fá frið til að horfa á bíóið!!!!!!
Biðjum bara að heilsa að sinni...
Kv. Bræðurnir í Lúx..

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

já okkur líst sko bara vel á eitt blogg, held að það henti bara betur fyrir ykkur og okkur að lesa.
Svei mér þá ef það verður ekki bara skemmtilegra að koma í heimsókn næst ef engin þarf að vaska upp takk fyrir!!!!
Strákarnir biðja voða vel að heilsa frændum sínum....
bestu kveðjur úr Arnarsmáranum frá litlu óþekku grísunum sem eru að fatta allt þessa dagana.... :)

mánudagur, nóvember 14, 2005 9:52:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home