miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Langur skóladagur.....

Blessuð öll sömul,
Jæja hvað segið þið þá??? Við segjum sko bara fínt kominn miður nóvember og alveg að koma Jól... Vá hvað okkur hlakkar til....
En dagurinn í dag byrjaði með því að Morgunhaninn okkar vaknaði eldsnemma og ekkert smá hress, restin af heimilisfólkinu var ekki í alveg jafn miklu stuði... En þeir feðgar fóru svo niður og vöktu Oliver já greyjið Oliver þeir léku lélega vekjaraklukku fyrir hann og Kriss var nú alls ekki að skilja það af hverju bróðir hans myndi ekki henda sér fram úr skellihlæjandi við þessi læti í þeim en Oliver er sko ekki alltaf sá morgun hressasti..... En þetta gekk nú eftir á endanum þeir náðu stráknum fram úr, drifu matinn í sig og klæddu sig (gerðu sig ready) fyrir skólan... Gamla settið keyrði svo strákana sín í skólan....
Í hádeginu kom svo Ma og sótti Kriss, Kriss hafði sko frá miklu að segja í bílnum byrjaði á því að tilkynna henni mömmu sinni það að hann Suie væri leiðinlegur, lítill og ljótur og væri með bleyju (mamma trúði því sko ekki alveg þar sem Kriss er með þeim yngstu ef ekki yngstur í sínum bekk)... Við drifum okkur svo bara heim þar sem Mamma var búinn að lofa því að elda Pasta fyrir strákana sína í hádeginu... Mamma fór svo í það að elda meðan Karlarnir sóttu Oliver... Þegar karlpeningurinn mætti svo á svæðið var maturinn ready svo það var bara að borða matinn.... Gamla settið skutlaði svo strákunum sínum í skólan aftur þar sem það var skóli eftir hádegi í dag....
Eftir hádegi græddum við sko MIKIÐ já sú Gamla sótti fyrst Kriss, svo sóttu Mamma og Kriss, Oliver sem sagði þeim að hann væri búinn með allan heimalærdóm en mömmu fannst það mjög skrítið... Ákvað að kíkja samt á það á skólalóðinni og jú vitir menn hann var búinn með alla heimavinnuna, málið var að það var mikil stærðfræði í dag og þau voru að læra eitthvað nýtt sem Prófessorinn okkar náði svona vel að hann var enga stund að klára heimavinnuna í stærðfræði kláraði það á metttíma.. Svo var það þýskan, Oliver var svo duglegur að hann gerði bara 1 villu og var þar af leiðandi ekki lengi að leiðrétta það en herra Samviskusamur ákvað að drífa bara það af að leiðrétta það víst það var bara 1 villa (en það er sko ekki OFT hefur held ég bara aldrei gerst áður að það væri svona lítil heimavinna og hvað þá að Oliver hafi náð að klára allt í skólanum og venjulega er sko meira en 1 villa í þýskunni en núna var hann bara svakalega duglegur þessi elska)...
Þar sem Oliver hafði verið svona duglegur þá ákvað mamma að við skyldum drífa okkur í búðina og versla ís... Já ekkert minna, við græddum sem sagt FEITT á því að Mamma skyldi sækja okkur... Heppnir við, ha!!!!!
Núna í þessum pikkuð orðum liggjum við í sófanum að glápa á TV jafn ótrúlegt og það nú er....
En svo er það bara draumaheimur sem fer að taka við hjá honum Kriss okkar sem þarf langan og mikinn svefn enda er hann á útopnu gjörsamlega allan daginn..
Láttum þetta duga í bili
Kv. Oliver og Kriss

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

OMG hvað þið eruð heppnir að eiga svona góða mömmu og þú Óliver ert sko ekkert smá duglegur að læra, hefur það sko frá móðurættinni þinni hahaha :)

fimmtudagur, nóvember 17, 2005 3:49:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já nákvæmlega, þetta hefur hann allt frá mér......
kv,
Kristín

fimmtudagur, nóvember 17, 2005 6:37:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home