sunnudagur, nóvember 20, 2005

Bara ef lífið væri svona einfalt.....

Góða kvöldið, góðir hálsar...
Þá er þessi helgi senn á enda, sem er bara alveg ágætt þá vitum við að alltaf styttist meira og meira í jólin og ekki leiðist okkur það í þessari fjölskyldu jafnvel þó svo við ætlum að eyða henni saman í Lúxemborg.....
En já dagurinn í dag var bara skemmtilegur... Fórum frekar seint á fætur miðað við aldur og fyrri störf en samt ekkert rosa seint, vorum svo löt fram eftir þar sem VETUR KONUNGUR hefur gert vart við sig hér í Lúxlandi.... Drifum við okkur samt út í bíltúr þar sem pabbi átt að fara að vinna og bjóst hann við því að vera að vinna lengi... Við fórum í frekar langan bíltúr en þurftum að drífa okkur heim þegar karlpeningurinn í fjölskyldunni var gjörsamlega að farast úr hungri.....
Þegar heim var komið fengum við okkur að borða og svo var það bara afslöppun þangað til karlinn fór að vinna... Þá ákváðu Ma og Kriss að fara í göngutúr úti í kuldanum (halló við erum sannir Íslendingar og hér var bara við frostmark og hvað getum við kvartað yfir því???) engu að síður fórum við kappklædd út en þetta var bara notalegt, Unglingurinn á heimilinu nennti sko alls ekki með út í kuldan....
Við kíktum á Geithafurinn vin okkar hana Susie og öll hin dýrin sem búa hér rétt hjá okkur, svo á leiðinni heim náði Kriss að heilsa upp á bóndan og konuna hans, ekki amalegt það en Kriss segir að þeir þ.e.a.s hann og bóndi séu vinir....
Við fórum svo heim og höfðum það kósý lögðumst öll saman undir sæng og kíktum á Idol frá því á föstudaginn... Svo var farið að tala um hvað hverjum langar í jólagjöf... Alltaf forvitnilegt að heyra hvað hann Kriss minn hefur um það að segja...
Þegar fór svo að líða á kvöldið og Kriss var á leiðinni í bælið vildi hann fá að hringja aftur í Ömmu sætu ( en við hringdum í hana fyrr í morgun og þá bauð hann Kriss henni yfir í hamborgara) en núna í kvöld ætlaði hann bara að segja góða nótt við hana og jafnvel að flytja bara til hennar þetta er ekkert mál hann fer bara í Bláu flugvélina og tekur með sér herbergið sitt... Svo sagði hann já eða Amma Sæta getur bara komið oftar í heimsókn til mín og sofið í mínu herbergi, þá get ég sko gefið henni að borða..... Já ef lífið væri svona einfalt... En hann Kriss saknar hennar ömmu sinnar mest, enda þegar hann talar um hana þá er bara talað fallega tóntegundin hjá honum breytist og allur pakkinn svo segir hann alltaf Amma Sæta er sko BEST... Já ekki amaleg meðmæli það... Enda segir hann oft að Amma eigi hann og að þeir Oliver séu strákarnir hennar... En svona er það nú bara, við leggjum því til hér með að það komi fleiri í heimsókn til okkar næsta sumar.. Farið bara að leggja inn pantanir svo við getum skipulagt sumarið... Annars er sko alltaf pláss hjá okkur fyrir þá sem okkur þykir vænt um, bara svo þið vitið það... "Þröngt mega sáttir sitja" eða svo segir alla vegana máltækið....
Biðjum að heilsa ykkur öllum að sinni
Oliver Unglingur og Kristofer STÓRI

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home