Kossageit....
Helló everybody,
Dagurinn í dag var bara fínn... Byrjaði frekar seint miðað við aldur og fyrri störf og fór Ma í það að draga þá bræður fram úr bælinu þar sem Oliver átti að fara í skólan en Ma og Pa ætluðu með Kriss til læknis (en Ma fékk grun um það að hann Stubbur sinn væri með Kossageit, hringdi í Ömmu sætu seint í gærkvöldi og var hún á sama máli og Ma að þetta væri örugglega Kossageit, eftir það las Ma sér til um þetta á Doktor.is og náði meðal annars í latneska heitið á fyrribærinu til að geta gert sig skiljanlega hjá Doksa).....
Við vorum svona frekar lengi á spítalanum eins og maður er nú alltaf ég er að tala um alltaf þessi yndislega bið en við fórum bara með Kriss á spítalan sem er hér í nágrenninu og fengum alveg frábæra þjónustu drengurinn var skoðaður hátt og lágt... Enda var hann líka smá hás og með ljótan hósta.... En við fengum úr því skorið að hann væri með KOSSAGEIT, var sárið á hökunni sótthreinsað og makað á það drullumalli og ekki heyrðist eitt múkk í mínum manni NEI ekki neitt.... Hann er svo stór og duglegur :-)
Eftir þá heimsókn var farið í það að sækja Stóra strákinn í skólan en í dag var stuttur dagur... Þegar svo heim var komið var farið í það að finna mat handa liðinu og Oliver duglegi byrjaði að læra (er þetta ekki merkilegt ef hann þarf að skrifa heima þá tekur það heila eilífð en já ef hann þarf að reikna 2 blaðsíður já A4 þá tekur það 5 mín. já ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta alveg stór merkilegt) en Oliver náði nú að skrifa allt fyrir matinn og svo eftir matinn reiknaði hann alveg fullt heima á mettíma (annað eins hefur bara ekki sést)....
Eftir lærdóm var ákveðið að skella sér í bíltúr til Þýskalands og ótrúlegt en satt þá náðum við að taka Unglinginn á heimilinu með í bíltúr (mjög svo sjaldgæft þessa dagana).... Sáum fullt af flottum jólaljósum á leiðinni en já það er sko að koma jól ekkert smá stutt í þau... Svo var farið heim enda klukkan orðin margt, fór þá unglingurinn í sitt herbergi að horfa á bíó meðan Ma fór með Kriss að sofa (en það er sko ekkert sérstakt að vera með stíflað nef, anda eins og reykingarmaður og reyna að hafa snuddu allt á sama tímanum) og tók það dágóðan tíma á endanum leyfði Ma bara Kriss að koma upp í sitt rúm og þar sofnaði strákurinn.. Þegar hann var svo sofnaður og Oliver búinn að horfa á bíó, gerðu Ma og Oliver klárt fyrir hann Hálfdán (en hann er að fara að koma í helgarheimsókn núna um helgina) fundum til dýnu, sæng og kodda og settum lak á dýnuna og utan um sængina og koddan svo það er allt orðið ready fyrir hann strákinn...
En núna eru strákarnir báðir sofnaðir...
Kriss fær að vísu frí það sem eftir er vikunnar í skólanum útaf Kossageitinni en hún er víst bráðsmittandi HEL....
Biðjum að heilsa ykkur í bili
Kv. Unglingurinn og Kossageitin
Dagurinn í dag var bara fínn... Byrjaði frekar seint miðað við aldur og fyrri störf og fór Ma í það að draga þá bræður fram úr bælinu þar sem Oliver átti að fara í skólan en Ma og Pa ætluðu með Kriss til læknis (en Ma fékk grun um það að hann Stubbur sinn væri með Kossageit, hringdi í Ömmu sætu seint í gærkvöldi og var hún á sama máli og Ma að þetta væri örugglega Kossageit, eftir það las Ma sér til um þetta á Doktor.is og náði meðal annars í latneska heitið á fyrribærinu til að geta gert sig skiljanlega hjá Doksa).....
Við vorum svona frekar lengi á spítalanum eins og maður er nú alltaf ég er að tala um alltaf þessi yndislega bið en við fórum bara með Kriss á spítalan sem er hér í nágrenninu og fengum alveg frábæra þjónustu drengurinn var skoðaður hátt og lágt... Enda var hann líka smá hás og með ljótan hósta.... En við fengum úr því skorið að hann væri með KOSSAGEIT, var sárið á hökunni sótthreinsað og makað á það drullumalli og ekki heyrðist eitt múkk í mínum manni NEI ekki neitt.... Hann er svo stór og duglegur :-)
Eftir þá heimsókn var farið í það að sækja Stóra strákinn í skólan en í dag var stuttur dagur... Þegar svo heim var komið var farið í það að finna mat handa liðinu og Oliver duglegi byrjaði að læra (er þetta ekki merkilegt ef hann þarf að skrifa heima þá tekur það heila eilífð en já ef hann þarf að reikna 2 blaðsíður já A4 þá tekur það 5 mín. já ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta alveg stór merkilegt) en Oliver náði nú að skrifa allt fyrir matinn og svo eftir matinn reiknaði hann alveg fullt heima á mettíma (annað eins hefur bara ekki sést)....
Eftir lærdóm var ákveðið að skella sér í bíltúr til Þýskalands og ótrúlegt en satt þá náðum við að taka Unglinginn á heimilinu með í bíltúr (mjög svo sjaldgæft þessa dagana).... Sáum fullt af flottum jólaljósum á leiðinni en já það er sko að koma jól ekkert smá stutt í þau... Svo var farið heim enda klukkan orðin margt, fór þá unglingurinn í sitt herbergi að horfa á bíó meðan Ma fór með Kriss að sofa (en það er sko ekkert sérstakt að vera með stíflað nef, anda eins og reykingarmaður og reyna að hafa snuddu allt á sama tímanum) og tók það dágóðan tíma á endanum leyfði Ma bara Kriss að koma upp í sitt rúm og þar sofnaði strákurinn.. Þegar hann var svo sofnaður og Oliver búinn að horfa á bíó, gerðu Ma og Oliver klárt fyrir hann Hálfdán (en hann er að fara að koma í helgarheimsókn núna um helgina) fundum til dýnu, sæng og kodda og settum lak á dýnuna og utan um sængina og koddan svo það er allt orðið ready fyrir hann strákinn...
En núna eru strákarnir báðir sofnaðir...
Kriss fær að vísu frí það sem eftir er vikunnar í skólanum útaf Kossageitinni en hún er víst bráðsmittandi HEL....
Biðjum að heilsa ykkur í bili
Kv. Unglingurinn og Kossageitin
2 Comments:
Þetta hefur verið viðburðarríkur dagur hjá ykkur. Fyrsta spítlaferðin í Lúxlandi ! Vonandi verður Kriss nú fljótur að jafna sig á geitinni :-)
Oliver, þú átt nú bara heiður skilinn fyrir það hvað þú ert duglegur við lærdóminn !!
Knús og kossar,
Elísabet og co
já við Kópavogsbúarnir erum að minnsta kosti sammála um hann Oliver, algjör snilli enda ekki langt að sækja það.... beint til mín enda fluggáfuð kona á ferð...
kv,
Krissa frænka
Skrifa ummæli
<< Home