mánudagur, nóvember 28, 2005

Þýskupróf og MEIRI snjór.....

Góða kvöldið, góðir hálsar...
Vá núna ákkúrat í þessum pikkuðum orðum kyngir niður snjónum hjá okkur... Sýnist hann í svona fljótu bragði vera blautur en hver veit hvað verður á morgun... Því í morgun rigndi hjá okkur og var nánast allt hvítt farið úr garðinum en NEI það eru breyttir tímar núna :-)
Þessi annars yndislegi mánudagur var bara mjög svo rólegur, strákarnir keyrðir í skólan í morgun og fengu Dylan og Jason far þar sem þeir voru eins og við orðnir alltof seinir og hefðu aldrei náð að labba en ætluðu greinilega að taka strætó og hefðu þá mætt of seint í skólan og það gengur náttúrulega bara ekki.....
Í hádeginu var svo Kriss "hási" sóttur en drengurinn er kominn með einhvern kverkaskít andar svona eins og reykingarmaður og já er hás og smart, með ljótan hósta og mér fannst hann kominn með hita í kvöld en það kemur nú betur í ljós í fyrramálið.... Hann var bara hress en holdblautur þegar við sóttum hann já þessi elska var að leika sér að hlaupa í pollunum á strigaskónum svo já hann var blautur upp á hnjám svo við drifum okkur með hann heim og beint úr blautu buxunum og sokkabuxunum og undir sæng meðan Ma fann til nýjar sokkabuxur og ullarsokka... Hann var svo ósáttur heima hjá Ma meðan Pa sótti Oliver...
Eftir hádegi fór svo Pa með Oliver í skólan og fékk Kriss að fara með að skutla honum en þegar heim var komið lögðust þeir feðgar fyrir framan TV og lögðu sig aðeins, enda báðir þreyttir....
Kriss var svo vakinn um það leyti sem Pa fór að sækja Oliver aftur í skólan....
Oliver kom svo heim með þær fréttir að hann hefði fengði 27 á þýskuprófinu af 60 stigum mögulegum (sem sagt 4,5 á íslenskum mælikvarða) sem er bara fínt miðað við aðstæður að vísu hafði hann sjálfur sagt Ma á föstudeginum að prófið hefði verið svolítið þungt... En engu að síður þá gerði hann nokkrar klaufavillur sem má bara alls ekki gerast á þýskuprófi, því hér eru allar villur og þá sérstaklega klaufavillur svo dýrkeyptar... Ef vantar einn staf í 1 orði í heillri setningu þá er öll setningin vitlaus, frekar fúllt.... En hér er mjög hart tekið á gjöf í prófum..
Oliver duglegi er náttúrulega alltaf að reyna sitt best og fyrir það fær hann STÓRAN PLÚS, hann er náttúrulega bara að komast inn í málið hægt og rólega og krakkarnir í bekknum hans eru með heils árs forskot á þýskukennsluna...
Oliver var svakalega duglegur að læra heimanámið sitt þegar heim var komið og fengu þeir bræður svo svaka sterkan kvöldmat (þömbuðu vel með matnum) og eftir matinn fór Kriss upp með Ma en hann ætlaði bara ekki að sofna drengurinn en það hófst á endanum... Og nú er Oliver einnig kominn upp í til sín að lesa "Syrpu" eina ferðina enn....
Svo þetta var bara alveg ágætis mánudagur hjá okkur...
Biðjum að heilsa í bili...
Oliver Lang duglegasti og Kriss líka Duglegi

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home