St. Nicolas
Góða kvöldið, góðir hálsar....
Þá er komið þriðjudagskvöld. Og við stór fjölskyldan búin að eiga alveg yndislegan dag saman... Í dag var frí í skólanum hjá öllum já út af St. Nicolas deginum, svo við fengum að sofa út, bara notalegt ha.. Svo var farið í kringum hádegið með Audinn í yfirhalningu en vitir menn það hafði orðið einhver misskilingur og hafði kella bara skráð hann í olíuskipti svo við ákváðum bara að frest yfirhalningunni fram á föstudag og fara bara í bæinn... Við kíktum í Trier miðbæinn og þar er sko orðið ekkert smá jólalegt og flott...Eyddum við sko dágóðum tíma þar, kíktum í fullt fullt af búðum og að sjálfsögðu kíktum við aðeins á jólamarkaðinn þar en hann er ekkert smá flottur og alveg frábært að skoða þar... Eftir langan dag í bænum var ákveðið þar sem karlpeningurinn var ALLUR orðinn mjög svo PIRRAÐUR úr hungri að fá sér í gogginn... Stoppuðum við á Pizza Hut þar sem alls staðar annars staðar var pakkað út úr dyrum... Og við getum orðað það sem svo að þeir feðgar komu jafn svangir út og þeir fóru inn (Oliver og pabbi hans dóu úr hlátri þegar Kriss fékk barnaskammtinn af Chicken Nuggets en það voru 2 bitar og 20 franskar, Oliver fékk svo barnapizzu og hann hélt að hann hefði fengið sýnishorn en NEI þetta var pizzan svo þetta voru ekki nógu stórir skammtar fyrir karlmenn á þessum stað). Eftir matinn löbbuðum við smá meira og fórum svo bara í bílinn og heim, enda klukkan orðin margt og farið að dimma.. Jólaljósin í miðbænum voru ekkert smá flott þegar fór að rökkva....
Þegar heim var komið biðuð pakkarnir en við bræður fengum pakka í dag... Sú gamla var nú reyndar sniðug og gaf okkur einn mjúkan pakka og í honum voru Jólafötin okkar í ár.. Svo var einn harður á mann og fékk Kriss Playmó skip en Nördinn á heimilinu fékk "Electronic Start" svo hann geti farið að læra á rafmagnið með pabba sínum og "Chemie entdecken" svo hann geti farið að uppgötva/læra á efnafræði... Voru þeir bræður báðir mjög svo ánægðir með innihaldið í harða pakkanum.. Kriss fannst mjúki pakkinn mjög svo óspennandi en Oliver var mjög svo ánægður með sinn mjúka pakka og fannst jólafötin sín bara COOLUÐ....
Eftir pakka stússið fóru þeir svo bara í bælið, sáttir eftir daginn....
Endilega kíkjið nú öll á myndirnar af okkur og kvittið fyrir komu ykkar, annað hvort með commenti eða skrifið í gestabókina okkar...
Viljum enda þetta á því að ÞAKKA okkur dyggu aðdáendum fyrir að fylgjast með okkur og hvetja okkur áfram í því að skrifa niður hvað við erum að gera á daginn hér í Lúxlandi..
Þökkum þeim sem hlýddu..
Oliver og Kristofer
Þá er komið þriðjudagskvöld. Og við stór fjölskyldan búin að eiga alveg yndislegan dag saman... Í dag var frí í skólanum hjá öllum já út af St. Nicolas deginum, svo við fengum að sofa út, bara notalegt ha.. Svo var farið í kringum hádegið með Audinn í yfirhalningu en vitir menn það hafði orðið einhver misskilingur og hafði kella bara skráð hann í olíuskipti svo við ákváðum bara að frest yfirhalningunni fram á föstudag og fara bara í bæinn... Við kíktum í Trier miðbæinn og þar er sko orðið ekkert smá jólalegt og flott...Eyddum við sko dágóðum tíma þar, kíktum í fullt fullt af búðum og að sjálfsögðu kíktum við aðeins á jólamarkaðinn þar en hann er ekkert smá flottur og alveg frábært að skoða þar... Eftir langan dag í bænum var ákveðið þar sem karlpeningurinn var ALLUR orðinn mjög svo PIRRAÐUR úr hungri að fá sér í gogginn... Stoppuðum við á Pizza Hut þar sem alls staðar annars staðar var pakkað út úr dyrum... Og við getum orðað það sem svo að þeir feðgar komu jafn svangir út og þeir fóru inn (Oliver og pabbi hans dóu úr hlátri þegar Kriss fékk barnaskammtinn af Chicken Nuggets en það voru 2 bitar og 20 franskar, Oliver fékk svo barnapizzu og hann hélt að hann hefði fengið sýnishorn en NEI þetta var pizzan svo þetta voru ekki nógu stórir skammtar fyrir karlmenn á þessum stað). Eftir matinn löbbuðum við smá meira og fórum svo bara í bílinn og heim, enda klukkan orðin margt og farið að dimma.. Jólaljósin í miðbænum voru ekkert smá flott þegar fór að rökkva....
Þegar heim var komið biðuð pakkarnir en við bræður fengum pakka í dag... Sú gamla var nú reyndar sniðug og gaf okkur einn mjúkan pakka og í honum voru Jólafötin okkar í ár.. Svo var einn harður á mann og fékk Kriss Playmó skip en Nördinn á heimilinu fékk "Electronic Start" svo hann geti farið að læra á rafmagnið með pabba sínum og "Chemie entdecken" svo hann geti farið að uppgötva/læra á efnafræði... Voru þeir bræður báðir mjög svo ánægðir með innihaldið í harða pakkanum.. Kriss fannst mjúki pakkinn mjög svo óspennandi en Oliver var mjög svo ánægður með sinn mjúka pakka og fannst jólafötin sín bara COOLUÐ....
Eftir pakka stússið fóru þeir svo bara í bælið, sáttir eftir daginn....
Endilega kíkjið nú öll á myndirnar af okkur og kvittið fyrir komu ykkar, annað hvort með commenti eða skrifið í gestabókina okkar...
Viljum enda þetta á því að ÞAKKA okkur dyggu aðdáendum fyrir að fylgjast með okkur og hvetja okkur áfram í því að skrifa niður hvað við erum að gera á daginn hér í Lúxlandi..
Þökkum þeim sem hlýddu..
Oliver og Kristofer
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home