sunnudagur, desember 04, 2005

Meiri BAKSTUR og eldamennska...

Helló allir saman,
Já þá er komin sunnudagur og reyndar komið sunnudagskvöld... Og dagurinn í dag bara búinn að vera frábær enda var frí í dag og fengu þeir bræður því að sofa út... Kriss ákvað nú samt klukkan 09 að nú væri sko kominn dagur (mælikvarðinn hans þessa dagana er hvort búið sé að kveikja á jólaljósunum heima hjá Dylan en hann býr beint á móti okkur)... Við drifum okkur því á fætur og Oliver svefnburka sem sefur alltaf ógeð lengi var sko löngu vaknaður... Við ákváðum að hnoða í Piparkökur og já eina ferðina enn í Súkkulaðibitakökur (ekki nema í 3 skiptið ha)... Svo kom Pabbi heim og við hentumst í Mallið (já þar sem það eru að koma jól þá er opið í Mallinu í nokkra klukkara á sunnudögum) en okkur vantaði form til að búa til piparkökur... Við vorum mjög stutt í Mallinu enda höfðum við verið þar deginum áður.... Fundum sem betur fer form til að baka piparkökurnar....
Drifum okkur svo í smá bíltúr...
Þegar heim var komið héldu Ma og Oliver áfram að gera deigið í súkkulaðibitakökurnar meðan Kriss og Pabbi fengu Óla Disk og Magna í heimsókn til að redda SKYinu fyrir okkur... Að sjálfsögðu gátu þeir feðgar, Óli Diskur og Magni reddað TVinu hjá okkur, svo nú erum við LOKSINS komin með FULLT af sjónvarpsstöðvum sem við skiljum JÚ HÚ.....
Oliver nennti svo ekki meiri bakstri og fór á Internetið að leika sér meðan Mamma sá um að klára baksturinn (vonum að þetta sé síðasti baksturinn fyrir þessi jólina, mjög ólíklegt samt)...
Núna eru þeir feðgar allir saman í eldhúsinu að elda kvöldmatinn, svo verður það sturta og bælið... Þetta var bara fínn dagur og ilmar húsið okkar af Kökulykt aðallega (piparkökulykt) ekkert smá gott...
Gleymdum alveg að minnast á það að Oliver er ekki alveg búinn að skreyta en er langt kominn þessi elska....
Vonum að hann fái að vita úr stærðfræðiprófinu á morgun :-)
Kv. Oliver Stillti og Kristofer Handóði

1 Comments:

Blogger Páll Jónsson said...

vona að ég þurfi bara að baka einu sinni fyrir þessi jól. Þetta er í fyrsta skiptið svo ég verð að fá smá breik fyrir það. Annars er það bara að okkur langar að sjá fleiri myndir takk takk takk!!!!
kv,
Kristín, Palli og lasarusararnir

mánudagur, desember 05, 2005 2:10:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home