Föstudagur
Í morgun vaknaði haninn á heimilinu í bananastuði og vildi drífa sig fram úr við fyrsta hanagal.. Svo það var fátt annað í stöðunni en að drífa sig fram úr og fara í það að ræsa svefnburkuna út enda var skóli hjá öllum í morgun.. Gekk þetta nokkuð áfallalaust fyrir sig og mættu þeir bræður á réttum tíma í skólan (nema hvað)..
Kriss var svo sóttur fyrstur eins og alltaf og skyldi hann ekkert í því af hverju gamla settið mætti á Pontiacnum að sækja hann og spurði hann út í eitt af hverju Audinn þyrfti að fara í yfirhalningu. Var held ég bara ekki sáttur við þetta að vera sóttur á rútunni. Eftir að hafa sótt hann drifum við okkur heim og fengum okkur að borða..
Ákvað svo Ma að labba bara og sækja Oliver og draga hann með sér í bæinn en Oliver var búin að biðja um Puma skó fyrir jólin og var Ma búin að finna út hvar þeir væru á bestaverðinu svo þau fór bara tvö ein með strætó niður í bæ. Græddi Oliver mikið á því þar sem þetta var bara hádegishlé og þau höfðu ekki tíma til að fara heim líka svo hann fékk bara að fara út að borða í hádeginu og jafn ótrúlegt og það nú er valdi hann sér MacDonalds í hádegismat. En þau náðu nú samt að versla á Oliver skó og fæða strákinn áður en þau þurftu að hoppa upp í strætó aftur til að ná á réttum tíma í skólan. Og auðvita tókst þeim þetta allt saman.. Og var Oliver hin ánægðasti með þetta hádegishlé..
Á meðan á þessu öllu stóð var Kriss bara heima að leika við Pabba ekki amalegt það. Og voru þeir feðgar bara heima nenntu ekki út voru að glápa á TV og leika í Playmó.
Þegar Oliver var svo búin í skólanum labbaði mamma aftur að sækja hann þar sem hún hafði alveg gleymt að spyrja Oliver út í Þýskuprófið í morgun en þau voru svo upptekin í bænum að þetta gleymdist alveg og jú jú honum gekk ágætlega í prófinu sem var frekar þungt.. Og svo var Oliver svo heppinn að hann fékk molan í dagatalinu (en Joffan hans Olivers gefur krökkunum mola úr dagatali á hverjum degi í Desember og koma þau upp til skiptis) og var Oliver sko meira en lítið sáttur við það að hafa fengið mola...
Svo þegar heim var komið beið okkar PAKKI já Amma sæta hafði sent strákunum sínum Súkkulaði dagatal frá Íslandi svo þeir bræður fengu að borða 3 mola úr dagatalinu (ekki alveg nógu gott að gúffa þessu öllu í sig í einu). Takk fyrir það amma....
Svo tók við smá lærdómur hjá Oliver en að öðru leyti voru það bara róleg heit.. Oliver og Ma fóru svo í það að velja mynd í jólakortið í ár, en við bræður nennum ekki að láta taka af okkur sérstaka mynd fyrir jólakortið svo Oliver fékk að velja þá sem honum þótti flottust af þeim saman, en já það er víst komin tími á það að fara að redda jólakortunum ef við eigum að klára þau fyrir jólin...
Svo var það bara TV gláp og að leika sér, enda komin helgi hjá okkur, hún byrjar um leið og Oliver er búin að læra enda lærir hann alltaf á föstudögum, því illu er jú best af lokið ekki satt???
Segjum þetta gott í dag...
Bara 20 dagara í Ömmu
Kv. Oliver LangDuglegasti og Kristofer sem er að læra Lúxemborgísku á fullu
Kriss var svo sóttur fyrstur eins og alltaf og skyldi hann ekkert í því af hverju gamla settið mætti á Pontiacnum að sækja hann og spurði hann út í eitt af hverju Audinn þyrfti að fara í yfirhalningu. Var held ég bara ekki sáttur við þetta að vera sóttur á rútunni. Eftir að hafa sótt hann drifum við okkur heim og fengum okkur að borða..
Ákvað svo Ma að labba bara og sækja Oliver og draga hann með sér í bæinn en Oliver var búin að biðja um Puma skó fyrir jólin og var Ma búin að finna út hvar þeir væru á bestaverðinu svo þau fór bara tvö ein með strætó niður í bæ. Græddi Oliver mikið á því þar sem þetta var bara hádegishlé og þau höfðu ekki tíma til að fara heim líka svo hann fékk bara að fara út að borða í hádeginu og jafn ótrúlegt og það nú er valdi hann sér MacDonalds í hádegismat. En þau náðu nú samt að versla á Oliver skó og fæða strákinn áður en þau þurftu að hoppa upp í strætó aftur til að ná á réttum tíma í skólan. Og auðvita tókst þeim þetta allt saman.. Og var Oliver hin ánægðasti með þetta hádegishlé..
Á meðan á þessu öllu stóð var Kriss bara heima að leika við Pabba ekki amalegt það. Og voru þeir feðgar bara heima nenntu ekki út voru að glápa á TV og leika í Playmó.
Þegar Oliver var svo búin í skólanum labbaði mamma aftur að sækja hann þar sem hún hafði alveg gleymt að spyrja Oliver út í Þýskuprófið í morgun en þau voru svo upptekin í bænum að þetta gleymdist alveg og jú jú honum gekk ágætlega í prófinu sem var frekar þungt.. Og svo var Oliver svo heppinn að hann fékk molan í dagatalinu (en Joffan hans Olivers gefur krökkunum mola úr dagatali á hverjum degi í Desember og koma þau upp til skiptis) og var Oliver sko meira en lítið sáttur við það að hafa fengið mola...
Svo þegar heim var komið beið okkar PAKKI já Amma sæta hafði sent strákunum sínum Súkkulaði dagatal frá Íslandi svo þeir bræður fengu að borða 3 mola úr dagatalinu (ekki alveg nógu gott að gúffa þessu öllu í sig í einu). Takk fyrir það amma....
Svo tók við smá lærdómur hjá Oliver en að öðru leyti voru það bara róleg heit.. Oliver og Ma fóru svo í það að velja mynd í jólakortið í ár, en við bræður nennum ekki að láta taka af okkur sérstaka mynd fyrir jólakortið svo Oliver fékk að velja þá sem honum þótti flottust af þeim saman, en já það er víst komin tími á það að fara að redda jólakortunum ef við eigum að klára þau fyrir jólin...
Svo var það bara TV gláp og að leika sér, enda komin helgi hjá okkur, hún byrjar um leið og Oliver er búin að læra enda lærir hann alltaf á föstudögum, því illu er jú best af lokið ekki satt???
Segjum þetta gott í dag...
Bara 20 dagara í Ömmu
Kv. Oliver LangDuglegasti og Kristofer sem er að læra Lúxemborgísku á fullu
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home