þriðjudagur, desember 13, 2005

Stoltustu Foreldrar í HEIMI...

Vá hvað við erum montinn í dag... Eins og alla hina dagana náttúrulega en Oliver þessi HETJA okkar kom heim með þýskuprófið sem hann tók á föstudaginn og vitir menn, okkar maður fékk 42 stig af 60 mögulegum (sem þýðir 7,0 á íslenskum mælikvarða) já nú urðum við Foreldrarnir EXTRA STOLT.. Já okkar strákur er eins og alltaf að MEIKA það...
Annars kom hann líka með rosaleg fallegt kort heim handa mömmu sinni sem hann bjó til handa henni og er skrifa á þýsku hversu mikið hann elski hana.. Já hann er að bræða okkur í dag.. Varð að monta mig...
kv. Stoltasta Mamma í heimi

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home